Morgunblaðið - 31.08.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég bý ein hér í Edinborgen fjölskyldan mín erheima á Íslandi og ég hefaldrei viljað að fólk hafi
of miklar áhyggjur af mér, ekki
heldur þegar ég er með krabbamein.
Það var erfitt fyrir einbúa eins og
mig að þurfa aðstoð, þiggja það að
fólk kæmi til mín og hjálpaði mér.
Ég notaði húmor til að fólk hefði
ekki áhyggjur af mér, en líka til að
koma ákveðnum upplýsingum á
framfæri, hvernig staðan væri
hverju sinni og hvað væri að gerast
og hvernig mér liði. En ég gerði
samt grín að því,“ segir Ingibjörg
Rósa Björnsdóttir, sem er á leið til
Íslands til að vera með uppistands-
sýningu sína Sense of Tumour, þar
sem hún deilir með fólki ýmsum
skondnum hliðum þess að greinast
með krabbamein og því að fara í
gegnum krabbameinsmeðferð.
Ingibjörg Rósa segist hafa sagt
fyrsta brandarann um krabbameinið
sitt viku eftir að hún greindist með
brjóstakrabbamein.
„Þetta var um jólin og það kom
upp sú staða að það gat verið að
krabbameinið væri búið að dreifa
sér út í eitla. Tekin voru vefjasýni og
ég þurfti að bíða eftir niðurstöðum
fram yfir jólin. Staðan varð því
dekkri heldur en í upphafi og á
gamlarskvöld var ég komin til Ís-
lands og var hjá systur minni. Ég
hafði keypt mér rosa flottan rán-
dýran kjól fyrir kvöldið og systir
mín hrósaði honum í hástert þegar
ég var komin í hann, en þá sagði ég:
„Góðu fréttirnar eru að ef ég dey, þá
getur þú fengið kjólinn í arf.“ Systur
minni fannst þetta ekki fyndið.
Þarna var ég í raun að reyna að
segja henni að ég vissi að ef allt færi
á versta veg, þá væri tíminn sem ég
hef styttri en ég hélt. En ég var líka
að segja við hana að hún yrði að gera
sér grein fyrir að þetta væri mögu-
leiki, að hún mætti ekki vera í af-
neitun. En það var kannski aðeins of
fljótt að fara að gantast með þetta.“
Gefandi að sjá hana hlæja
Ingibjörg segist á sýningunni
koma fram án alls gervis heldur með
sitt krabbameinsútlit og hárlausa
höfuð.
„Þegar ég sýndi hér úti vissi
fólk sem kom á sýninguna um hvað
hún fjallaði því það kom fram á plag-
ötunum mínum og auglýsinga-
miðum. Vissulega var smá spenna í
loftinu í upphafi hverrar sýningar en
ég sýndi í góðum sal þar sem voru
sófar og fólk gat slakað vel á. Ég
fékk uppistandsvini mína til að hita
upp fyrir mig, Ari Eldjárn gerði það
tvisvar og líka Snjólaug og Bylgja og
nokkrir uppistandarar líka frá Edin-
borg, til að fá fólk til að slaka á áður
en ég byrjaði.“
Ingibjörg segir að margir hafi
komið að máli við hana eftir sýn-
ingar til að lýsa yfir ánægju, t.d.
hjúkrunarfræðingur sem vinnur á
krabbameinsdeild og maður sem
missti mömmu sína úr krabbameini
og gat tengt við ýmislegt í sýning-
unni. „Meðal gesta var kona sem er
með ólæknandi krabbamein og hún
skellihló allan tímann, skildi þetta
allt mjög vel af því hún hefur sjálf
gengið í gegnum þetta. Það var mjög
gefandi að sjá hana hlæja,“ segir
Ingibjörg, sem vissi heilmikið um
brjóstakrabbamein áður en hún
greindist, þar sem hún á vinkonu
sem hefur greinst tvisvar.
„Í fyrra skiptið fór ég með
henni inn í starfsemina hjá Krafti,
félagi ungs fólks sem hefur greinst,
og ég var þar í stjórn um tíma. Ég
tel mig því hafa verið vel upplýsta,
en ekkert býr mann undir þessa
meðferð, til dæmis svona hrikalega
þreytu, að hafa ekki orku til að fara
fram úr rúminu, að verða móð við að
fara upp örfáar tröppur. Eitthvað
hversdagslegt sem var ekkert mál
verður stórmál,“ segir Ingibjörg,
sem hlakkar til að koma heim og
vera með uppistand. »48
Umbreyting Fyrir myndatöku á auglýsingamiða fékk Ingibjörg Rósa dragdrottningu í Edinborg til að mála sig. Förðun og myndataka tók um 5 klst.
Uppistand um krabbameinið mitt
Ingibjörg Rósa sagði fyrsta
brandarann um krabba-
meinið sitt viku eftir að
hún greindist með brjósta-
krabbamein. Er á leið til
Íslands með uppistand.
Með uppistandsvinum á Edinborgarhátíð F.v. Ari Eldjárn með dóttur sína
Arneyju Díu Eldjárn í fanginu, Ingibjörg Rósa, Snjólaug Lúðvíksdóttir,
Bylgja Babýlons, Jóhann Alfreð Kristinsson og Jakob Birgisson.
Ingibjörg verður með tvær sýn-
ingar á Sense of Tumour heima á
Íslandi, í The Secret Cellar,
Lækjargötu 6, 12. sept og 15. sept.
Sýningin verður á ensku eins og á
Fringe hátíðinni. Ágóðinn rennur
til Krafts, til minningar um vin-
konu hennar Ingveldi Geirsdóttur.
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs-
og sjóveiða.
Flugustangir og
fluguhjól í úrvali.
Gott úrval af
fylgihlutum til
veiða stólar, töskur,
pilkar til sjóveiða,
spúnabox margar
stærðir, veiðihnífar
og flattningshnífar.
Abulon nylon
línur.
Gott úrval af kaststanga-
settum, fyrir veiðimenn
á öllum aldri, og úrval af
„Combo“ stöng og hjól til
silungsveiða, lax veiða og
strandveiða. Flugustanga sett
stöng hjól og lína uppsett.
Kaststangir,
flugustangir, kast-
hjól, fluguhjól, gott
úrval á slóðum til
sjóveiða. Lokuð
kasthjól.
Úrval af
flugustöngum,
tvíhendur og hjól.
Balance Lippa, mjög
góður til silungsveiða
„Original“
Fireline ofurlína, gerfi-
maðkur sem hefur reynst
sérstaklega vel,
fjölbreitt gerfibeita
fyrir sjóveiði og
vatnaveiða,
Berkley flattnings-
hnífar í úrvali og
úrval fylgihluta fyrir
veiðimenn.
Flugnanet, regnslár,
tjaldhælar, og úrval af
ferðavörum
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Þjónustustöðvar N1 um allt land.
Axelsbúð Akranesi
Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“