Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið Túttífrútturnar erum
runnar undan rifjum
Margrétar Erlu Maack
og Kramhússins. Við
samanstöndum af
tveimur nemendahópum sem höfum
verið í læri hjá henni og Jezebel Ex-
press sem er ein af yfirkennurum
New York School of Burlesque, en
hún hélt námskeið á Íslandi í sumar
þegar hún tók þátt í Búkalú-túr
Möggu,“ segir Bergljót Björk en
hún ásamt 12 vinkonum í Túttífrútt-
um ætlar að dilla sér undir tónlist í
kvöld á Gauknum á fyrstu alvöru
sýningu hópsins sem flokkast undir
Burlesque, fullorðinssýning þar
sem kynþokki og gleði er í fyrir-
rúmi.
„Þó svo að slíkar sýningar inni-
haldi vissulega oftast að viðkomandi
beri hold sitt upp að vissuu marki,
þá snýst þetta um svo miklu meira.
Ég upplifi mig til dæmis sterka þeg-
ar ég stend á sviði og finnst ég get
sagt: sjáðu hvað ég er ánægð með
mig, ég ætla að stríða þér smávegis,
dansa og sýna hvað ég er flott með
fjaðrirnar mínar,“ segir Bergljót og
hlær. „Í Burlesque-sýningum fara
sumir úr miklu en aðrir úr engu,
enda skiptir það ekki mestu máli,
heldur hvað viðkomandi líður vel
með að gera. Þetta er ofboðslega
eflandi fyrir okkur sem erum í
þessu, einhverskonar þerapía. Sum-
ar okkar hafa verið að sýna áður,
aðrar ekki, en þetta er okkar fyrsta
alvörusýning þar sem hin ýmsu
Burlesque-form muna koma fram.
Ein okkar verður til dæmis með
pole fitness-Burlesque en önnur
verður með nörda-Burlesque. Ótelj-
andi útgáfur eru til af Burlesque,
þetta snýst ekki einvörðungu um að
klæða sig úr.“
Bergljót segir að hver og ein af
þeim Túttífrúttum skapi sitt atriði
en eins og í öllum listformum sé
gagnrýni og aðstoð frá öðrum í
hópnum mikilvæg.
„Það sem við höfum lært hjá
Margréti og Jezebel er að skapa
okkar karakter sem stígur á svið,
finna hvaða tónlist passar við, hvar í
atriðinu við viljum fara úr hverju og
hvar í atriðinu við viljum segja
ákveðna sögu innan tónlistarinnar
og svo framvegis. Eitt af því sem
gerir þessar sýningar skemmtilegar
er áherslan á búninga og fylgihluti,
sem er mikil í Burlesque, þar er
mikil litadýrð og ýkjur, glans og
glimmer. Ég fór fyrst á námskeið
hjá Möggu fyrir þremur árum og
hef allar götur síðan verið að sanka
að mér alls konar skemmtilegum
búningum, hönskum, fjöðrum,
korselettum og fleiru. Ég er mjög
spennt að fá loksins að nota þetta og
flagga fíneríinu á sviði í kvöld.“
Bergljót segir að konurnar í
Túttífrúttum séu á breiðu aldurs-
bili, aldursforsetinn sé yfir fimm-
tugt en sú yngsta rúmlega tvítug.
„Aldursforsetinn ber nafn með
rentu, Silver Foxy, hún á óhikað
titilinn. Við komum allar úr mis-
munandi áttum, ein er til dæmis
pole fitness kennari og önnur tók
þátt í fegurðarsamkeppni en lang-
aði að sýna sig á annan hátt. Við
erum allar með ólíkan bakgrunn og
fyrir vikið fá gestir sýningarinnar
að sjá mjög ólík atriði á Gauknum í
kvöld. Salurinn uppi þar sem við
sýnum er með sviði og flottu hljóð-
kerfi, enda er Gaukurinn hliðhollur
Burlesque- og drag-senunni og
tæknifólkið þar segir að því finnist
langskemmtilegast að vinna við
þessháttar sýningar. Áhorfendur fá
líka að taka þátt með látum. Við
hlökkum allar rosalega mikið til.“
Afar eflandi að dilla sér á sviðinu
Fyrsta alvöru fullorðins
sýning Túttífrúttanna
verður í kvöld á Gaukn-
um. Nóg verður af beru
holdi, litagleði, glans og
glimmeri eins og tíðkast
í Burlesque.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á æfingu Bergljót sýnir vinkonum sínum í Túttífrúttunum hvernig bera skal sig að með fjaðrirnar.
Sýningin í kvöld á Gauknum við
Tryggvagötu í Reykjavík opnar kl.
21.30 en sýning hefst kl. 22.
Facebook:Túttífrútturnar
Ljósmynd/Elín Björg Ö. Guðmundsdóttir
Bergljót Hér komin í fjaðraham.
Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð
Breiðakri 4 íbúð merkt 104
Guðbjörg Guðmundsdóttir
löggiltur fasteignasali
gudbjorg@manalind.is
sími: 899 5533
Thelma Víglundsdóttir,
löggiltur fasteignasali
thelma@manalind.is
sími: 860 4700 www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020
Sölusýning
Breiðakur 2-8 Garðabæ
Laugardaginn 31. ágúst frá 14:00-15:00
Sunnudaginn 1. september frá 14:00-15:00
Nýtt átta íbúða fjölbýli með lyftu.
Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir, 122-138 fm.
Verð frá 65,9 millj.
Öllum íbúðum fylgja stæði í lokaðri bílageymslu.
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar,
fullbúnar án gólfefna.