Morgunblaðið - 31.08.2019, Side 24

Morgunblaðið - 31.08.2019, Side 24
Einn litríkasti fræðimaður okkar á seinni hluta síðustu aldarvar Hermann Pálsson (1921-2002) prófessor í Edinborg.Hann birtist eins og stormsveipur með ritinu Hrafnkelssaga og Freysgyðlingar árið 1962. Þar taldi hann sig hafa fundið höfund sögunnar af Hrafnkatli, Brand Jónsson ábóta og síðar biskup á Hólum. Jafnframt sýndi Hermann fram á að sagan væri undir áhrifum Alexanders sögu sem Brandur ábóti hafði þýtt. Auk eigin rita á íslensku og ensku þýddi Hermann á ensku fjölmörg af okkar fornu „letrum“. Sennilega var hann eftirsóttasti fyrirlesari okkar á erlendri grund; mig grunar að enginn maður hafi verið drýgri við að kynna heimsbyggðinni hinn forna arf. Í bókinni Uppruni Njálu og hugmyndir (1984) setti Hermann fram þá glettnislegu staðhæfingu að skipta mætti sögu Íslands í tvö tímabil, og að hinu fyrra lyki um 1280. „Eitt af sérkennum þessa tímabils er að þjóðin býr þá við algert Njálu-leysi, og ætti enginn sem fæst við rannsóknir á henni að láta sér úr minni líða að höfund- ur hennar ólst upp í Njálu- lausu landi“ (15). Bak við þessa athugasemd bjó sú trú Hermanns að Njála væri uppspuni frá rótum, enda hefði t.d. Skarphéðinn Njálsson aldrei verið til. Og slíkur varð áhrifamáttur Njálu að upphaf síðara tímabils Íslandssögunnar miðast skv. framansögðu við sköpun þeirrar bókar. Bókin Leyndarmál Laxdælu (1986) hefst með glæsibrag: „Í brjósti Laxdælu birtist flóttakona frá Noregi sem missir bónda og son í átökum víkinga fyrir vestan haf og gerist síðan formóðir höfð- ingja í Orkneyjum, Færeyjum og Íslandi. Unnur djúpúðga heldur í út- norðurátt frá Skotlandi með munaðarlaus sonarbörn sín og annað föruneyti, nemur land í Dölum og ræður síðan fyrir mönnum og hér- aði.“ Hér má sjá ýmislegt sem einkenndi stíl Hermanns. Hann kemur á óvart með fornri orðnotkun (sbr. brjóst: „fremsti hluti“, og útnorður- átt). Og við veitum því eftirtekt hvað mikið er sagt í fáum orðum. Í þessari bók leitar Hermann m.a. lausnar á gátunni stóru: Hvern elskaði Guðrún Ósvífursdóttir mest? Niðurstaða hans leynist í tilvitn- uninni hér að neðan („fósturmóðir Bolla“ er Þorgerður, móðir Kjart- ans, en hún var ásamt Guðrúnu á vettvangi þegar Bolli, þriðji eigin- maður Guðrúnar, var drepinn; takið eftir andstæðunum sem Hermann beitir í röksemdafærslunni): „Ástin sem fósturmóðir Bolla bar til hans áður hefur nú snúist í heiftarhug, en hins vegar hlýtur kuldi Guðrúnar í garð Bolla að hafa breyst í ást á þeim misserum sem liðin voru frá dauða Kjartans, þeim atburði sem olli tímamótum í afstöðu þessara kvenna til Bolla“ (21). Að lokum til gamans: Orðið „birti“ (birta, ljós) „leiðréttu“ ritstjórar Hermanns gjarnan í „birta“ í góðri trú. En „birti“ er kvenkynsorð og beygist eins og beiðni, lygi og feimni). Hermann Pálsson Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Heiðraður Hermann Pálsson tekur við heiðursverðlaunum verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright úr hendi Sturlu Friðrikssonar árið 1999. 24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is AFMARKANIR & HINDRANIR Fjölbreyttar lausnir til afmörkunar á ferðamannastöðum, göngustígum og bílaplönum. Dvergarnir R Eins og stundum vill verða, þegar grundvall-armál verða meginþáttur þjóðfélagsumræðnaí langan tíma, eru umræðurnar um orku-pakkamálið að afhjúpa veikleika fulltrúa- lýðræðisins. Stór hluti þjóðarinnar er mjög andvígur því, að Alþingi samþykki orkupakka 3 frá ESB og gerir sér ljóst að með því er verið að opna Evrópusambandinu leið til áhrifa á nýtingu annarrar mestu auðlindar þjóðarinnar, orku fall- vatnanna. En jafnframt er ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þing- manna ætlar að hafa þær áhyggjur kjósenda sinna að engu. Og þar opinberast veikleikar fulltrúalýðræðisins. Ástæður þess, að þingmenn, sem í einkasamtölum síð- ustu mánuði og misseri hafa lýst andstöðu eða efasemd- um við málið, hafa ákveðið að styðja það, byggjast oftar en ekki á sjónarmiðum, sem hafa ekkert með málið að gera. Í sumum tilvikum vilja þeir ekki „rugga bátnum“ vegna óþæginda, sem þeir verða sjálfir fyrir, geri þeir það. Í öðrum tilvikum, eins og þessa dagana í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, þegar val á nýjum ráðherra er á döfinni, vilja einstakir þingmenn, sem gera sér vonir um þá ráð- herrastöðu, ekki ganga gegn vilja flokksfor- ystunnar, og gera þær vonir að engu með því. Og vafalaust koma fleiri persónuleg sjónar- mið við sögu, eins og t.d. að láta ekki segja sér fyrir verkum af „einhverju fólki úti í bæ“. Í samtölum um þessi mál fyrir nokkrum dögum kom mætur maður með þá athugasemd, að sennilega væri kominn tími á að þingmenn tækju höndum saman um að tryggja hinum almenna borgara rétt til þess að koma við sögu í málum sem þessum með stjórnarskrárákvæði, sem tryggði tilteknum lágmarksfjölda kjósenda rétt til þess að krefjast þjóðaratkvæðis í slíkum tilvikum. Þetta var hárrétt athugað. Þegar svo er komið að þing- menn hafa ákveðið að hafa að engu viðvaranir þeirra, sem hafa veitt þeim umboð til setu á þingi með atkvæði sínu, er nauðsynlegt fyrir lýðræðisríki að gera borgurum sínum kleift að beina athugasemdum sínum í annan far- veg og knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Orkupakkamálið getur því leitt af sér annað mál, þ.e. aukinn þunga í kröfum um nýja stjórnarskrá, sem taki mið af samtímanum en ekki viðhorfum síðari hluta 19. aldar. Ísland er ekki eina landið, sem stendur frammi fyrir því að veikleikar fulltrúalýðræðisins eru að verða mjög áberandi. Það á við um flest lýðræðisríki á Vestur- löndum. Meira flæði upplýsinga til almennra borgara um sameiginleg málefni hefur leitt af sér háværari kröfur um að þeir sömu borgarar fái meiri hlutdeild í slíkum ákvörðunum. Svisslendingar eru komnir lengst lýðræð- isríkja Vesturlanda í slíkum stjórnarháttum og raunar hafa einstök fylki í Bandaríkjunum fylgt myndarlega í fótspor þeirra. Reynsla okkar Íslendinga, þótt takmörkuð sé, sýnir að það er raunhæfur kostur að þjóðin komi til skjalanna og taki af skarið í vissum meginmálum. Saga okkar síðustu ár hefði orðið önnur, ef hið sameiginlega afl þjóðarinnar hefði ekki komið við sögu til þess að rétta skútuna af og forða örlagaríkum ákvörðunum kjörinna fulltrúa og svo- nefndra sérfræðinga. Ef og þegar „verknaðurinn“ hefur verið framinn á Al- þingi er því líklegt að þeim hópi fólks, sem hefur barizt fyrir breytingum á stjórnarskrá m.a. með ákvæðum af því tagi, sem hér eru nefnd, berist liðsauki á næstu mán- uðum og að aukinn þrýstingur verði á að slíkum hug- myndum verði fylgt eftir. Og ekki ósennilegt að meðal þjóðarinnar sjálfrar verði vakning um mikivægi þess að finna kjósendum annan farveg, þegar kjörnir fulltrúar þeirra kjósa að hafa skoðanir þeirra að engu. Sá hroki sem lýsir sér í þessari afstöðu þingmanna kann ekki góðri lukku að stýra. Ofurhroki (hubris) hefur aldrei orðið til góðs. Og ekki ósennilegt að fyrr en varir verði margir þeirra utan þinghússins en ekki innan og verða þá fljótir að skilja það, sem um er að ræða. Orkupakkamálið kann því að verða tilefni til nýrrar baráttu fyrir mikilvægum umbótum á okkar samfélagi, umbótum, sem knýja fram meira lýðræði en við höfum þó búið við. En þessar umræður hafa líka leitt til annars konar vangaveltna. Getur verið að sú skipting í stjórnmálaflokka, sem við höfum búið við frá því snemma á 20. öld sé að verða úr- elt? Og endurspegli ekki lengur meginstrauma í stjórn- málum samtímans. Það er óneitanlega athyglisvert, hvað fólk úr ólíkum flokkum, sem fyrr á tíð voru svarnir pólitískir fjand- menn, hefur átt gott með að vinna saman í Orkunni okkar. Eru að verða til nýjar skiptingar í stjórnmálum á milli þeirra, sem vilja halda fast við sjálfstæði Íslands og skammast sín ekki fyrir sterka þjóðerniskennd og hinna, sem telja, að sjálfstæðið skipti litlu máli og að í nafni „frjálslyndis“ og alþjóðahyggju, sé Ísland betur komið sem lítill og fámennur hreppur í 500 milljóna manna ríkjabandalagi? Það er ekki lengur hægt að útiloka að flokkaskipanin eigi eftir að riðlast og nýjar einingar verði til, sem end- urspegli þennan veruleika í samfélagi okkar með ein- hverjum hætti. Getur verið að þeim sem nú stefna málum í óefni á Al- þingi sé nákvæmlega sama, þótt slík uppstokkun verði í framhaldi af þessum umræðum? Það er erfitt að trúa því að svo sé. En – kannski á orkupakkamálið eftir að leiða til meiri „byltingar“ í íslenzkum stjórnmálum en nokkurn mann hefur órað fyrir. Veikleikar fulltrúa- lýðræðisins opinberast Er hefðbundin flokkaskipan að riðlast? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ætti að mega treysta ein-hverju, þá ætti það að vera vísindavefur Háskóla Íslands. En þar segir Jón Már Halldórsson líf- fræðingur um regnskógana í Ama- són: „Regnskógarnir eru sagðir vera lungu jarðar. Margir fræði- menn telja að um 20% af nýmynd- un súrefnis á jörðinni eigi sér stað í Amazon-skógunum í Suður- Ameríku.“ Fréttamenn hafa síðustu daga vitnað í þessa speki í tilefni skógarelda þar syðra. Auðvitað eru regnskógarnir ekki lungu jarðar, eins og líffræðing- urinn ætti manna best að vita. Með lungunum öndum við að okkur súr- efni og öndum síðan frá okkur koltvísýringi. En tré og aðrar plöntur í regnskógum og annars staðar gefa frá sér súrefni og taka til sín (binda) koltvísýring. Verkan þeirra er því þveröfug við verkan lungna. Hvaðan fær líffræðingurinn það síðan, að 20% af nýmyndun súr- efnis á jörðinni eigi sér stað í Ama- sónskógi? Raunar virðist enginn vita, hvernig þessi tala komst á kreik, en hún er röng. Jafnvel um- hverfisöfgamaður eins og Michael Mann (sem haldið hefur fyrirlestra í Háskóla Íslands) viðurkennir, að innan við 6% af nýmyndun súrefnis á jörðinni eigi sér stað í Amasón- skógi. Talan lækki, játar Mann, ef í stað skóganna er settur þar niður annar gróður, til dæmis nytjajurtir, en þær framleiða vitaskuld einnig súrefni með ljóstillífun. Raunar er líklegast, þar sem tré í skógi geta rotnað eða eyðst á annan hátt og þannig tekið til sín súrefni, að eng- in (eða sáralítil) nýmyndun súrefnis eigi sér þar stað. Líffræðingurinn ætti einnig að vita, að megnið af nýmyndun súrefnis í jarðar- hjúpnum á sér stað í sjávargróðri, aðallega svifþörungum. Það er líka rangt, að skógareld- arnir í Amasón séu óvenjumiklir þetta árið. Þeir eru í meðallagi miðað við síðustu fimmtán ár og raunar talsvert minni en skógar- eldar, sem geisa um þessar mundir í Afríku og Asíu. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Falsfréttir um regnskóga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.