Morgunblaðið - 31.08.2019, Side 31

Morgunblaðið - 31.08.2019, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 Ég kynntist Einari fyrst ný- kominn frá námi í búvísindum í Danmörku. Við tók hjá honum starf ráðunautar hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands og bónda- starf í Sólheimahjáleigu með hans ágætu konu, Eyrúnu. Frá blómabúi þar spratt fram með tíð og tíma fyrirgreiðsla ferðamanna sem í dag setur mikinn svip á sveitabýlið. Annasamt starf ráðu- nautar með mörgum fjarvistum var kröfuhart, í mörg horn að líta og bændur studdir í því með ráð- um og dáð. Vinátta Einars var mér mikils virði, traust, góð og ráðholl. Þar á ég bestar og mestar minningar frá áratuga samstarfi í Lions- klúbbbnum Suðra. Einar var öll- um áhugasamari um framgang hans og velferð og var land- græðslustjóri hans. Í því merka starfi var gengið á hólm við ófög- ur, æpandi moldarsár móður jarðar. Þau voru mörg í austur- hlíðum Reynisfjalls og austan Víkurár í dalnum fagra. Fosstorfa í Skógum austur frá Skógafossi var umkringd moldarflagi, ófögur sjón fyrir allra augum. Lamba- fellshálsinn fríði úti í sveit var með svöðusár á báðar hliðar. Ein- ar gekk þarna ótrauður að verki með lið sitt. Svöðusárin hafa verið grædd, Fosstorfa stingur enga ferðamenn í augun. Tvímælalaust er þetta fegursta minnismerki um Lionsklúbbinn Suðra, eigi síður skyldi á lofti haldið minningu mannsins er skipulagði verk og stjórnaði því. Ég minnist Einars í hlýrri þökk, hann lagði jafnan gott til mála og ég fór hvert sinn hressari og glaðari af fundi hans. Eyrúnu og fjölskyldu eru sendar sam- úðarkveðjur frá Skógum. Þórður Tómasson. Einar Þorsteinsson nam bú- fræði við Tune-búnaðarskólann í Danmörku og síðar við búnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn þar sem hann lauk búfræðikandídats- prófi 1956. Hann var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suður- lands frá 1957 og til ársins 1998 eða í 41 ár. Eitt af fyrstu verkum hans var að skipuleggja tilraunir með byggafbrigði austan Mýr- dalssands en hann hafði brenn- andi áhuga á jarðrækt og bættri ræktunarmenningu. Eldskírn sína fékk Einar þegar hann var framkvæmdastjóri landbúnaða- sýningarinnar á Selfossi 1958 en allar götur síðan gegndi hann fjöl- mörgum trúnaðar og ábyrgðar- störfum fyrir sunnlenska bændur og sat m.a. á Búnaðarþingi í fjölda ára. Einar var héraðsráðunautur sem sá um ráðgjöf og þjónustu við bændur frá Markarfljóti og að Lómagnúpi. Hann vildi helst heimsækja hvern bónda tvisvar á ári. Á haustin við úttektir jarða- bóta og á vorin við áburðarleið- beiningar. Í leiðinni kom hann að ýmiskonar þjónustu, og aðstoðaði bændur við samskipti við stoð- kerfið. Einar var farsæll og starf- samur ráðunautur sem hugsaði um hag bændanna. Í skoðanakönnun sem Búnað- arsambandið lét gera meðal bænda upp úr 1990 kom í ljós að bændur á starfssvæði Einars voru hvað ánægðastir með ráð- gjöf og þjónustu ráðunauta. Hann lagði mikið upp úr því að láta bændur taka jarðvegssýni og leiðbeina um áburðargjöf út frá því og var mikill árangur af þeim leiðbeiningum. Hann beitti sér fyrir tilraunum í samvinnu við RALA að nota kalk á súran jarð- veg og kom strax í ljós mikill uppskeruauki, aukin heygæði og meira þol fyrir kali. Að áeggjan Einars setti Áburðarverksmiðja ríkisins tvær nýjar áburðarblönd- ur á markaðinn. Græði 7 sem inni- hélt lítið kalí en brennistein og kalk og svo Græði 7a sem var einnig með magnesíum. Einar var mikill áhugamaður um landgræðslu og landvernd og lét til sín taka í að vernda og græða upp land. Umhverfis og umgengnismál voru honum hugleikin og beitti hann sér fyrir því að Búnaðar- sambandið veitti þeim býlum verðlaun sem sköruðu fram úr í þeim efnum og einnig hvatti hann til þess að koma á hreinsunará- taki í sveitum. Það var mikil gæfa fyrir Bún- aðarsamband Suðurlands að njóta starfskrafta eldhugans og hugsjónamannsins Einars Þor- steinsonar sem trúði í mikilli ein- lægni á íslenskan landbúnað. Búnaðarsamband Suðurlands fyrir hönd sunnlenskra bænda vottar eftirlifandi eiginkonu Ein- ars sem og aðstandendum hans samúð sína. Sveinn Sigurmundsson. Á kveðjustund finn ég mig knúna til að skrifa nokkur fátæk- leg orð og minnast föður míns, Einars Þorsteinsonar. Pabbi var mér einstök fyrirmynd. Stuðn- ingur hans og hvatning hafði af- gerandi áhrif á minn uppvöxt og vegferð í lífinu. Pabbi braust til mennta af mikilli þrautseigju og áhuga og fjármagnaði sína skóla- göngu með ósérhlífni. Á þeim tíma var ekki um fyrirgreiðslu banka eða annarra lánastofnana að ræða fyrir ungt fólk sem fetaði menntaveginn. Hann fór í fram- haldsnám til Danmerkur og ætíð síðan hafði hann sterk tengsl við landið og eignaðist stóran hóp vina þar. Ég var svo heppin að fá að kynnast sérstaklega einum vini pabba sem var honum afar kær og heimsækja hann tvívegis. Pabbi sagði gjarnan þegar danska gesti bar að garði: „Jeg elsker Danmark og danskerne“. Pabbi var mikill náttúruunnandi og var óþreytandi í að kenna mér um landið. Ófáar ferðirnar fékk ég sem stelpuskotta að fljóta með honum þegar hann heimsótti bændur í starfi sínu sem héraðs- ráðunautur. Hann kenndi mér hvað fjöllin hétu, hvað árnar hétu, hvað bæirnir hétu og hverjir bjuggu þar. Hann kenndi mér að þekkja blóm og grös og bera virð- ingu fyrir öllu kviku. Hann tók mig með í melskurð og upp- græðslu og útskýrði vandlega fyrir mér hver tilgangur þessara verkefna var. Við fórum á fjöru, fórum í mávsegg og fýlatekju allt- af var pabbi í fræðsluhlutverkinu. Pabbi var trúaður maður. Hann kenndi mér bænir og fór með mig í kirkju sem ég er afar þakklát fyrir. Hann kenndi mér að bera virðingu fyrir bókum og fara vel og skynsamlega með pen- inga. Pabbi hvatti mig til þess að mennta mig og taka þátt í fé- lagsmálum. Hann sýndi öllu sem ég tók mér fyrir hendur áhuga og studdi mig dyggilega öll þau ár sem ég sinnti sveitarstjórnar- málum. Eftir að pabbi lauk ævistarfi sínu hjá Búnaðarsambandi Suð- urlands helgaði hans sig m.a. því að hlúa að búskapnum i Sól- heimahjáleigu. Eftir að ég tók svo við búsforráðum var hann boðinn og búinn að aðstoða mig í hví- vetna, hann sagði gjarnan að það væri nauðsynlegt að lagfæra eða ganga frá a.m.k. einum hlut á hverjum degi til þess að halda umhverfinu snyrtilegu. Haustið og vorið var okkar uppáhaldstími og ófáar ferðirnar fórum við sam- an að kíkja eftir búsmalanum og skoða og dást að landinu í leiðinni. Síðast en ekki síst nutum börnin mín fjögur öll þess að alast upp með afa sínum og ömmu og njóta leiðsagnar þeirra og umhyggju. Fyrir það er ég óendanlega þakk- lát. Pabbi var dagfarsprúður mað- ur, hann var fjölskyldu sinni kjöl- festa. Hann kenndi mér hversu mikilvægt er að halda fjölskyld- unni þétt saman og hittast eins oft og hægt er. Hann ávann sér virð- ingu og traust samferðamanna sinna með látlausri og hógværri framkomu. Á hinstu stund er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann sem pabba og besta vin. Við sjáumst í Sumarlandinu, elsku pabbi minn, og tökum upp þráð- inn að nýju. Elín Einarsdóttir. ✝ Kristín KatlaÁrnadóttir fæddist í Stykkis- hólmi 22. febrúar 1949. Hún lést á heimili sínu 31. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru Árni Ketil- bjarnar, f. á Klukkufelli í Barðastrandar- sýslu 29. september 1899, og Lára Hildur Þórðar- dóttir, f. í Klettakoti á Skógar- strönd 24. janúar 1912. Þau eru bæði látin. Systkini Kristínar Kötlu eru Eggert Geirlaugur, f. 1933, d. 1942, og Erna Elínbjörg, f. 1941, d. 2017. Árið 1968 giftist Kristín Katla Pétri Þór Jónssyni, f. 14. mars 1946. Þau skildu árið 1977. Dætur þeirra eru: 1) Karólína, f. 6. mars 1994, og Karen Rut, f. 8. janúar 2000. Kristín Katla giftist Ólafi Helga Antonssyni, f. 15. apríl 1947, d. 2017. Barn þeirra er 4) Árni Snorri, f. 22. september 1992. Unnusta Árna er Steinunn Elfa Jóhannsdóttir, f. 16. janúar 1995. Dóttir þeirra er Ólafía Reyn, f. 18. maí 2018. Kristín Katla fæddist í Stykkishólmi þar sem hún bjó fram til sex ára aldurs en fluttist þá í Vesturbæ Reykjavíkur. Tengingin við Hólminn fylgdi henni þó alla ævi. Uppvaxtarár dætranna bjuggu þær mæðgur í Hafnarfirði. Síðar fluttist hún svo ásamt Ólafi eiginmanni sín- um til Reykjavíkur. Lengst af bjuggu þau ásamt Árna Snorra syni sínum í Vegghömrum í Grafarvogi. Eftir fráfall Ólafs flutti hún til Elenu dóttur sinnar þar sem hún bjó til dauðadags. Kristín Katla vann lengst af við umönnunarstörf á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnar- firði. Útför Kristínar Kötlu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 18. júní 1968. Kar- ólína er gift Guð- jóni Einarssyni, f. 18. maí 1965. Dæt- ur Karólínu eru Hanna Margrét Arnardóttir, f. 18. janúar 1993, og María Ósk Arn- ardóttir, f. 30. októ- ber 1998. Börn Guðjóns eru Guðni, f. 11. maí 1988, og Gerða, f. 15. september 1995. 2) Elena Kristín, f. 10. júlí 1970. Elena er gift Þorvaldi Magn- ússyni, f. 25. ágúst 1965. Börn þeirra eru Pétur Þór, f. 31. mars 1993, Hjálmar Darri, f. 10. júlí 1997, og Þóra Katrín, f. 14. ágúst 1999. 3) Arna Hildur, f. 4. janúar 1973. Arna er gift Ragn- ari Berka Ragnarssyni, f. 11. júlí 1972. Börn þeirra eru Ásbergur, f. 10. mars 1993, Kristinn Þór, f. Við elskum þig ávallt elsku mamma, guð geymi þig. Hver skal hljóta heiðurs stærsta óð, hverjum á að færa besta ljóð. Svarið verður, besta móðir blíð, bið ég guð, hún verndist alla tíð. Það var hún, sem í heiminn fæddi mig. Það var hún sem lagði allt á sig. Til að gera göfgan hvern minn dag. Til að gæfan færðist mér í hag. Hún studdi mig er stálpaður ei var, hún styrkti mig og hlúði allstaðar. Nú skal gjalda er gömul verður hún, græða sár og slétta hverja rún. Elsku mamma, eigðu þakkarbrag. undu hjá mér fram á síðasta dag. Ég ætla að borga bernskuárin mín, borga allt, og greiða sporin þin. Ég gef þér allt er get af hendi misst, og gleðst með þér af innstu hjartans lyst. Gefist þér, svo gleði fram á kvöld, Guð skal biðja, að lifir heila öld. (Eggert Snorri Ketilbjarnarson) Þín börn, Karólína, Elena, Arna og Árni Snorri. Elsku Katla frænka mín kveð- ur okkur. Mikið er sárt að kveðja þig ekki eldri en þú varst. Veikindi hafa hrjáð þig um skeið og þú hefur verið viðkvæm, en alltaf góð. Þú varst fallegasta kona sem ég hef þekkt. Heimili þitt var kannski ekki það fínasta en alltaf ríkti mikil ást og það var gott að komast í skjól til þín frá umheim- inum og spjalla um unglingsins vandamál sem virtust stór og óyfirstíganleg. Það gerðum við systur oft. Ég átti ævintýralegar stundir með mömmu, ömmu og þér á laugardagsmorgnum æsku minn- ar þegar þú lagðir hár og settir carmen-rúllur í þær. Hárið var uppsett og svo miklu hárlakki spreyjað yfir að þegar ég heyri í spreybrúsa þá minnir það mig á þessar stundir. Stundum fékk ég eina og eina rúllu í mig þegar það var afgangur af þeim. Eldhúsið var reykmettað af Winston og Vi- ceroy. Það voru djúsí kjaftasögur sem blakandi eyru tóku inn en áttu ekki að heyra. Þetta voru sælustundir þar til ég, með blak- andi eyrun, var rekin út með fal- legu dætur þínar. Það var mikill kvennafans í kringum þig því þú áttir þrjár dætur, þrjár frænkur og seinna bættirðu um betur og eignaðist strák með honum Óla þínum. Þú varst alltaf mikil dýra- vinur, skjaldbökur, kettir og hundar hafa alltaf fengið ást frá þér. Fyrstu minningar mínar um þig eru frá Dvergabakkanum þar sem svefnherbergið var fljótandi í hvítu rýjateppi, yndislega dún- mjúku, en sérstaklega man ég eftir hryllingsmyndunum úr kan- anum. Ég sat í fanginu á þér og þegar eitthvað hræðilegt var í gangi settir þú púða framan í mig svo ég sæi ekki hryllinginn. Þú varst alltaf spennt að horfa en ég hef bara séð eina hryllingsmynd síðan þá. Það gleður mig mikið að vita af mömmu minni að taka á móti litlu systur sinni sem hún elskaði af öllu hjarta, mikill kærleikur ríkti á milli ykkar. Oft gat líka soðið upp úr en kærleikurinn á milli ykkar lagaði það alltaf. Núna get- ið þið spjallað um Guðrúnu frá Lundi, leikið karaktera úr Dala- lífi og hleygið saman hrossa- hlátri. Vá, hvað ég gat öfundað ykkur af þessum fallegu systrast- undum þar sem gleðin ein ríkti. Við systur söknum ykkar óendanlega um leið og við þökk- um ómetanlega arfleifð ykkar sem þið voruð svo stoltar af. Lína, Ella, Adda og Árni og fjölskyldur, við systur og fjöl- skyldur vottum ykkur innilega samúð okkar. Lára. Kristín Katla Árnadóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elsku móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, INGA HREFNA SVEINBJARNARDÓTTIR frá Seyðisfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 24. ágúst. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju mánudaginn 2. september klukkan 14. Árdís Björg Ísleifsdóttir Sveinbjörn Orri Jóhannsson Hanna Þórey Níelsdóttir Óttarr Magni Jóhannsson Ásta Sif Jóhannsdóttir Jóhannes Bragi Gíslason Heiðbjört Dröfn Jóhannsd. Gísli Jónsson Helena Mjöll Jóhannsdóttir Hans Unnþór Ólason Jóhann B. Sveinbjörnsson Ástrún Lilja Sveinbjarnard. barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS STEFÁNSSON frá Fagraskógi, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð miðvikudaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá Möðruvallaklausturskirkju föstudaginn 6. september klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Auður Björnsdóttir Þóra Björg Magnúsdóttir Sigurður Heiðdal Stefán Magnússon Sigrún Jónsdóttir Björn Vilhelm Magnússon Sigrún Ingveldur Jónsdóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Eiðistorgi 15, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 3. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Droplaugarstaði. Kristján Ingvarsson Ólafur Kristjánsson Matthías Kristjánsson Þórunn Sigurðardóttir Ásdís Kristjánsdóttir Ragnar Arelius Sveinsson og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, tengdadóttir og amma, HELGA ÞÓREY SVERRISDÓTTIR hundakona, Lyngholti 5, Hauganesi, lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 24. ágúst. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. september klukkan 13.30. Sverrir E. Torfason Dagný Davíðsdóttir Karl Þorkelsson Auðbjörg María Kristinsd. Fannar Hafsteinsson Hildur Ýr Kristinsdóttir Konráð Már Sverrisson Helga María Ólafsdóttir Torfi Brynjar Sverrisson Ester Hafdís Ásbjörnsdóttir María Aldís Sverrisdóttir Birkir Örn Stefánsson foreldrar, tengdaforeldrar og ömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.