Morgunblaðið - 31.08.2019, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
✝ Jón Magnússonskipstjóri og
útgerðarmaður
fæddist á Hlaðseyri
við Patreksfjörð 3.
mars 1930. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Patreks-
fjarðar 22. ágúst
2019.
Foreldrar hans
voru Magnús Jóns-
son, fæddur 13. júní
1889, dáinn 25. maí 1970, og
Kristín Finnbogadóttir, fædd 14.
október 1909, dáin 31. maí 1998.
Bræður Jóns eru Leifur, f. 5.
júlí 1928, d. 1. des. 2004, Finn-
bogi Helgi, f. 28. maí 1931, d. 2.
maí 1984, Ríkharð, f. 23. apríl
1933, d. 13. september 2017,
Pálmi Svavar, f. 22. desember
1936, d. 13. desember 1975,
Ólafur Helgi, f. 31. maí 1939, d.
4. nóvember 2008.
Jón giftist Lilju Jónsdóttur
frá Kollsvík, f. 14. mars, 1931, d.
firði. Jón var skipstjóri á ýmsum
bátum og skipum á Patreksfirði
og einnig á Hannesi Hafstein EA
345 á síldarárunum. Jón lauk
sjómannsferlinum á Garðari BA
64 sem margir kannast við þar
sem hann stendur í fjörunni í
Skápadal, innst í Patreksfirði.
Auk starfa tengdra sjósókn tók
Jón þátt í mörgum samfélags-
legum verkefnum. Hann stóð
fyrir útgerð skólaskips frá Pat-
reksfirði, þar sem mörg ung-
menni tóku sín fyrstu spor á sjó.
Jón var í forystu í mörg ár fyrir
hátíðarhöldum á sjómannadag-
inn á Patreksfirði. Hann tók
þátt í félagsmálum sjávar-
útvegsins, s.s. Fiskifélaginu og
hagsmunamálum sjávarútvegs-
fyrirtækja. Þá eru ótalin verk-
efni sem leiddu til framfara í at-
vinnu- og menningarlífnu á
Patreksfirði. Jón var mikill
bridsspilari. Hans helsta áhuga-
mál var stangveiði og undi sér
vel við laxveiðar og tengda úti-
veru.
Útför Jóns verður gerð frá
Patreksfjarðarkirkju í dag, 31.
ágúst 2019, klukkan 14.
22. september
2016. Börn þeirra
eru Magnús, f.
1957, Þormar, f.
1959, Arnheiður, f.
1961, Hafþór Gylfi,
f. 1967, Lilja Val-
gerður, f. 1969, d.
18. desember 2016,
og Bergþóra, f.
1971. Einnig ólust
upp hjá Jóni og
Lilju þau Kristín
Bergþóra Pálsdóttir, f. 1948, og
Sigurður Viggósson, f. 1953.
Jón var landsþekktur skip-
stjóri og aflamaður og helgaði
hann líf sitt sjósókn og útgerð en
þau hjónin ásamt fleirum stofn-
uðu útgerðarfélagið og fisk-
vinnsluna Odda hf. á Patreks-
firði og Vestra ehf. Bæði félög
starfa enn og gert er út frá Pat-
reksfirði enda lögðu þau Jón og
Lilja, alla tíð ríka áherslu á að
halda öllum fiskveiðiheimildum
útgerða sinna heima á Patreks-
Það var góð reynsla að vera
vélstjóri á elsta skipi flotans
Garðari BA 64, hann var jafn-
gamall Matta kokk sem þá var 70
ára. Ég réri fjórar vertíðir með
Jóni Magnússyni á Garðari og
eina vertíðina fengum við 1300
tonn og eitt haustið fengum við
27,6 tonn á 44 bala, sem er trú-
lega besti línuróður á Íslands-
miðum.
Jón Magnússon var minn hæf-
asti skipstjóri, veðurglöggur og
yfirmaður af bestu gerð. Hann
var hár maður, gjarnan með hatt
á höfði og gat verið harður í horn
að taka eins og nístingsköld
norðanáttin út af Látrabjargi eða
mjúkur eins og sunnanandvari á
vordegi. Þrír mánuðir á Ísafirði
1966 og sjómennskan með Jóni á
Garðari er besti skóli lífs míns og
gjarnan vildi ég geta sagt það
sama um Gerðaskóla. Það var
mér ekki síður mikil gæfa að fá að
kynnast fjölskyldu Jóns, Lilju
eiginkonu hans og börnum sem
haldið hafa tryggð við mig alla
tíð. Við fiskuðum mikið og dag-
arnir voru oft langir og strangir.
Einu sinni tók ég útstímið eftir
langa törn og átti að ræsa Jón í
lórantölunum 46.500. Ég sló af
þegar lóraninn sýndi tölurnar og
hnippti í Jón aftur í bestikki og
heyrði ekki betur en hann vakn-
aði og segði mér að láta baujuna
fara. Ég setti því aftur á fulla ferð
og línan rann út um lagniskarl-
inn, en ekkert bólaði á Jóni. Ég
kallaði aftur til hans og svaraði
hann þá að bragði. Fyrst þú ert
byrjaður að leggja skaltu bara
ljúka við lögnina. Svona var Jón,
treysti sínum mönnum.
Ég var naskur á að muna tölur
og þess vegna stóðu lórantölurn-
ar ekki í mér en Dalli frá Árna-
stöðum spurði mig einu sinni.
Tani, hvernig manst þú allar
þessar tölur. Ég sagði Dalla að ég
væri með gott minni og notaði bíl-
númer þekktra Suðurnesja-
manna til stuðnings. Þetta trix
brást mér aldrei. Og svo hefði
það komið sér vel að tossamiðar
voru bannaðir í Gerðaskóla.
Þegar við vorum komnir í
1.000 tonn á tveimur mánuðum
vertíðina 1978 þá verðlaunaði Jón
strákana með því að gefa þeim
sex klukkustunda aukalöndun-
arfrí. Ég var einn um borð og þar
kom Lilja og bauð mér að skjót-
ast heim og fara í bað eftir átta
vikna stöðuga róðratörn. Ég
þakkaði gott boð, sagðist þurfa að
smyrja og skipta um olíur og
sagði að það væru bara tvær vik-
ur í þorskveiðibannið og þá hefði
ég nógan tíma til að fara í bað og
þrífa mig. Sjómennskan var ekki
einhver snyrtiskóli þegar fiskur
var í hverjum möskva eða á
hverjum krók og brækurnar
gætu staðið sjálfar þegar maður
skellti sér í koju, væri þá einhver
tími til þess.
Ég er ævarandi þakklátur Jóni
og fjölskyldu hans fyrir allan hlý-
huginn til mín sem á sér margar
birtingarmyndir. Það var fyrir
nokkru að við Jón komum saman
úr síðasta róðrinum á Garðari BA
og elsti bátur flotans fékk viðeig-
andi hvíld í nausti við Patreks-
fjörð.
Nú hefur Jón kvatt fjörðinn
sinn og stýrir Garðari þar sem nú
sigla himinfley á öldum minninga
okkar um fengsæld og góða vin-
áttu. Ég votta fjölskyldu Jóns
samúð.
Jónatan Jóhann Stefánsson,
vélstjóri, Garðari BA.
Þegar ég var nýflutt vestur á
Patreksfjörð með hundinn minn,
bankaði upp á stór og mikill
maður með skegg og strítt hár.
Hann kynnti sig, rétti mér poka
af harðfiski og bauð sér inn í
kaffi. Þetta var Jón Magnússon.
Skildi brúna Patrólinn eftir í
gangi fyrir utan eins og maður
gerir og Kátur beið spakur í
framsætinu. Hann settist inn í
stofu, sagði mér sögur af lífinu
fyrir vestan í löngu máli og tók
um leið líklega heila pontu í nefið.
Eftir dágóða stund kvaddi hann
mig með virktum og bauð mig
velkomna, sagðist vera ánægður
með að ég ætti hund. Hann skyldi
gauka aftur að mér harðfiski fyr-
ir seppa. Mér þótti heldur illa far-
ið með slíka gæðavöru. Stuttu
seinna var ég komin í fjölskyld-
una hans.
Jón var skipstjóri af lífi og sál.
Síldarárin voru gullöldin. Hann
sagði mér að hann hefði fiskað
fyrir húsinu þeirra Lilju á einni
síldarvertíðinni og svo hefði hann
þurft aðra vertíð til að eiga fyrir
teppinu á húsið, það hefði verið
svo dýrt!
Svo hefði hann farið í nokkra
róðra til að kosta nýja bekki í
kirkjuna. Það var þá þegar ýmis-
legt mátti, m.a. fara í fjáröflunar-
róðra fyrir góð málefni!
Bræðurnir frá Hlaðseyri
stunduðu útgerð frá barnsaldri á
Teistunni og komust oft í hann
krappan. Þeir voru landsfrægir
fyrir fiskni, keppnisskap og
seiglu.
Þeir höfðu hörkuna í veganesti
úr foreldrahúsum enda þurftu
þeir að bjarga sér því heimilið var
bláfátækt.
Jón var hornsteinn í samfélag-
inu á Patreksfirði. Hann og Lilja
stofnuðu Odda útgerð og vinnslu
og Vestra útgerð. Þeim var mikið
í mun að skapa atvinnu og gera
eitthvað fyrir samfélagið sitt.
Veraldlegur auður skipti þau
ekki máli, að fólk hefði vinnu var
aðalatriðið. Samfélagið á sunnan-
verðum Vestfjörðum á Jóni mikið
að þakka enda var hann gerður
að heiðursborgara í Vesturbyggð
árið 2010.
Jón var margbrotinn maður og
fór sínar eigin leiðir í lífinu.
Margir eiga honum mikið að
þakka enda kom hann víða við.
Hann gat verið harður í horn að
taka en líka svo yndislega ljúfur
og góður og þannig minnist ég
hans.
Hafið bláa hafið hugann dregur.
Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur.
Bíða mín þar æsku draumalönd.
Beggja skauta byr bauðst mér ekki
fyrr.
Brunaðu nú bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum,
fyrir stafni haf og himininn
(Örn Arnarson)
Guð blessi minningu Jóns
Magnússonar.
Ásthildur Sturludóttir.
Jón Magnússon var stór
maður. Ekki aðeins var hann stór
vexti með gríðarstóran faðm,
hann var líka með stórt hjarta
þar sem börn rúmuðust einstak-
lega vel. Og þannig minnist ég
hans. Sem barn í hlýjum nef-
tóbaksilmandi faðmi.
Mér þótti dásamlegt að heim-
sækja Jón og Lilju á Patró. Hjá
þeim voru stundum kettlingar í
kjallaranum, alltaf pönnuköku-
ilmur á laugardögum og besti
fiskur sem matvanda barnið úr
borginni hafði nokkru sinni
smakkað. Fiskur sem Jón veiddi
og Lilja eldaði.
Myndbrot flögra um hugann.
Jón að elta hattinn sinn sem fauk
af sköllóttu höfðinu í rokinu í
Reykjavík. Jón að taka í nefið og
snýta sér með rauðum tóbaks-
klút. Jón að hantera harðfisk.
Harðfiskurinn hans Jóns var sá
besti í heimi. Það er óumdeilt og
verður svo um ókomna tíð.
Börnin mín minnast hans sem
frænda jólasveinsins og harðfisk-
mannsins sem tók í nefið og
snýtti sér þannig að undir tók í
vestfirsku fjöllunum. Þann
yngsta kallaði Jón alltaf jafnaldra
sinn þótt áratugir skildu þá að í
aldri. Þeir deildu afmælisdegi og
það var nóg.
Nokkuð er nú liðið síðan Jón
barði síðasta steinbítsflakið. Og
nú hefur þessi stóri maður tekið
sinn síðasta andardrátt. Síðasta
tóbakskornið hefur hrunið af
breiðu handarbakinu. Tóbaks-
klúturinn lagður til hinstu
hvíldar.
Nú fær Jón að vera aftur með
Liljunum sínum.
Elsku frændsystkinum mínum
og fjölskyldum þeirra votta ég
mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Jóns
Magnússonar.
Helga Dögg Björgvinsdóttir.
Jón Magnússon
Elsku Elínborg
Ása, þú kenndir
mér svo margt. Þú
varst mín stoð og
stytta þegar ég ól ömmubarn þitt
Elínu Björt 17 ára. Þú hugsaðir
um mig eins og þína eigin dóttur.
Ég verð þér ævinlega þakklát
fyrir allan stuðninginn og ástina
sem þú gafst mér. Og þó að leiðir
okkar Egils skildu þá vissi ég
alltaf að ég skipti þig máli.
Elínborg Ása
Ingvarsdóttir
✝ Elínborg ÁsaIngvarsdóttir
fæddist 17. apríl
1950. Hún lést 5.
ágúst 2019.
Útför hennar fór
fram 16. ágúst
2019.
Það er mér svo
dýrmætt hvernig þú
elskaðir mig og
studdir mig þegar
mér fannst ég
minnst eiga það
skilið. Þú gafst ekki
upp á mér. Þú lést
mig alveg heyra það
og ég átti það líka
skilið en þú gerðir
það á þann hátt sem
móðir myndi gera
og þú talaðir aldrei niður til mín.
Við áttum Elínu saman, þú og
ég, og ég mun leggja mig alla
fram til að vera henni sú besta
móðir sem ég mögulega get ver-
ið. Það er svo sárt að geta ekki
hringt í þig og gefið þér rapport
um allt sem er í gangi og hvað þá
fá símhringingar frá þér. Það er
nógu sárt að lifa án Egils, en
núna er engin Ella. En við mun-
um gera okkar allra besta til að
gera ykkur bæði stolt.
Þú varst svo stolt af Elínu
Björt og þegar hún kom til þín þá
var hún dekruð fram og til baka.
Þótt við byggjum ekki í Grinda-
vík þá leið Elínu aldrei eins og
hún skipti ekki jafn miklu máli og
hin barnabörnin, þú passaðir allt-
af upp á það. Það verður mér um
alla tíð ómetanlegt.
Þú gafst þig alltaf alla, og það
mun ég gera í móðurhlutverki El-
ínar. Ég mun vera kletturinn
hennar eins og þú varst klettur-
inn okkar allra.
Þú kenndir mér svo margt,
óeigingirni þín var endalaus.
Hlýjan þín og nærveran var
ólýsanleg. Þú varst og verður
alltaf eins sú merkilegasta mann-
eskja sem ég hef kynnst. Ég er
svo heppin að hafa fengið að vera
tengdadóttir þín og fengið að
njóta nærveru þinnar.
Það er okkur mikil sorg að
kveðja þig, elsku besta Ella.
Við sendum alla okkar ást til
Grindavíkur.
Hörundið heilagt himnasilki
fegurðin óendanlegur vals.
Þrek á við þúsund þursa teymi
sólin okkar bjarta, yndisfagra sál.
Ilmur þinn var ólýsanleg blanda
óeigingirni þín kenndi okkur margt.
Konan sem kenndi okkur að elska
í tregafullum tárum ég tilbið þig.
Nú sumarlandið þig himnaborðum
vefur
ást hins æðra umlykur þína sál.
Þó að sólarupprásin verði aldrei eins
fögur
þá mun minning þín aldrei fella lit.
(Ása Elínardóttir)
Með kveðju
Ása Elínardóttir, Guð-
mundur Þór Brynjólfsson,
Elín Björt Egilsdóttir, Kári
Þór Brynjólfsson og Emma
Karen Guðmundsdóttir.
Kærar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar okkar ástkæra
SIGVALDA PÁLS GUNNARSSONAR
frá Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut.
Bjarnheiður Erlendsdóttir
Freydís Björk Sigvaldadóttir Þorbergur Atli Þorsteinsson
Gunnar Þór Sigvaldason Eva María Oddsdóttir
Adam Bjarki Sigvaldason
Eva Björk Ægisdóttir
Gunnar Þór Sigvaldason Bára Finnsdóttir
S. Finnur Gunnarsson
Sigríður Gunnarsdóttir
og barnabörn
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
JÓNU JÓHANNESDÓTTUR WEDHOLM,
Tjarnarbóli 6.
Regína Wedholm Gunnarsdóttir
Bjarney Wedholm Gunnarsdóttir
Helgi Björnsson
og fjölskyldur
Elskuleg systir, mágkona og frænka,
ÁSRÚN RAGNARSDÓTTIR STEWART,
Mohave, Arizona,
lést á heimili sínu í Arizona 30. júlí.
Bálför hefur farið fram.
Bárður Ragnarsson Kristjana Össurardóttir
Sigríður S. Bárðardóttir Hafsteinn Hilmarsson
Ragnar Þ. Bárðarson Sigríður Einarsdóttir
Grétar M. Bárðarson Linda K. Guðmundsdóttir
Birgir Bárðarson Dóra Elín Atladóttir Johnsen
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
TRYGGVI BRANDR JÓHANNSSON,
lést á HSN Húsavík aðfaranótt miðvikudags
28. ágúst.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju
7. september klukkan 14.
Guðlaug Sigmarsdóttir
Sigmar, Guðrún, Ágústa
tengdabörn og barnabörn
Okkar ástkæri,
ÓLI BJÖRN GUNNARSSON,
lést á líknardeildinni í Kópavogi 24. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Edda Andersdóttir
Stella María Óladóttir Örn Þór Alfreðsson
Guðmundur Ólason Bryndís Mjöll Gunnarsdóttir
Anders Már Þráinsson Guðný Eva Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku bróðir okkar, mágur og frændi,
ÁSMUNDUR ÁRMANNSSON
frá Akranesi,
Meistaravöllum 17,
lést á Landspítalanum 26. ágúst.
Hann verður jarðsunginn frá Neskirkju
miðvikudaginn 4. september klukkan 11
og jarðsettur í Akraneskirkjugarði.
Þóra Emilía Ármannsdóttir
Ármann Ármannsson Sigurbjörg Ragnarsdóttir
Margrét Ármannsdóttir Þorvaldur Jónasson
og fjölskyldur