Morgunblaðið - 31.08.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.08.2019, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 ✝ Jóna KristjanaMöller Björns- dóttir fæddist í Hrísey 22. maí 1948. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 14. ágúst 2019. Foreldrar Jónu voru Alvilda María Fiðrikka Möller, f. 10.12. 1919, d. 1.1. 2001, og Björn Kristinsson, f. 23.8. 1911, d. 24.2. 1997. Jóna var næstelst sex systkina: Friðbjörn, f. 1945, Nanna, f. 1949, Vilhelm, f. 1952, Sigurður, f. 1954 og Al- mar, f. 1959. Jóna ólst upp í Hrísey og gekk þar í grunnskóla en var Helgi og eiga þau Alexander Hinrik, c) Alexandra Möller. 2) Steinar Rafn Beck, f. 1974, kvæntur Auði Sigurbjörns- dóttur. Börn þeirra Aníta Ósk, Ásta Karítas og Baldur Leví. 3) Telma Lind, f. 1975. Synir hennar eru Orri Freyr, unnusta Silja Þorbjörg, og Egill Darri. Jóna vann m.a. við síld- arsöltun á Siglufirði, sem ráðs- kona í Flatey á Skjálfanda, á Sjúkrahúsinu á Akureyri vet- urinn 1968-69 og sem skólaliði í Dalvíkurskóla. Frá 1998-2015 vann Jóna við umönnun aldr- aðra á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Baldur og Jóna bjuggu fyrstu árin sín í Karls- rauðatorgi á Dalvík en haustið 1974 fluttu þau í Mímisveg 13 þar sem þau bjuggu til ársins 2017, en þá fluttu þau til Ak- ureyrar. Útför Jónu fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. einn vetur í skóla á Núpi á Dýrafirði, eins og algengt var meðal unglinga í Hrísey á þeim ár- um. Veturinn 1966- 67 stundaði hún nám við hús- mæðraskólann á Laugalandi. Hinn 22. ágúst 1971 giftist Jóna eftirlifandi eig- inmanni sínum, Baldri Árna Beck Friðleifssyni, f. 24.2. 1946. Börn þeirra eru: 1) Friðbjörn Möller, f. 1971, kvæntur Að- alheiði Guðmundsdóttur. Börn þeirra a) Birgir Arnór, eig- inkona hans er Sigurdís Björg, b) Evíta Möller, unnusti Andrés Elsku yndislega Jóna. Ég gleymi aldrei deginum sem við hittumst. Með hálfgerð- an kvíðahnút í maganum keyrði ég á Dalvík eitt hádegi að sum- arlagi í þeim tilgangi að hitta foreldra Steinars míns í fyrsta skipti. Sá kvíðahnútur var fljót- ur að hverfa þegar dyrnar á Mímisveginum opnuðust og þið Baldur tókuð á móti mér og mín- um með hlýju faðmlagi og brosi á vör. Þannig voru raunar allar móttökur ykkar hjóna, allir boðnir velkomnir og alltaf heils- að og kvatt með kossi á kinn og þéttu faðmlagi. Börnunum mínum varstu yndisleg amma og fyrir þau hafðir þú alltaf tíma. Í ótal skipti fengu þau að gista hjá ykkur afa og þá var sko alltaf gaman! Við Steinar röfluðum stundum yfir því að þau þyrftu nú ekki þrjú engjaþykkni á mann í morgun- mat og ótakmarkað magn af ís í Olís eftir kvöldmat, en alltaf var svarið það sama frá ömmu Jónu: „hjá ömmu og afa ráðum við, ekki þið – hjá ömmu og afa má þetta“ og þar með var það út- rætt. Það var svo margt sem börnin okkar fengu að upplifa með ömmu og afa sem er algjör- lega ómetanlegt fyrir þau að eiga sem minningu í hjarta sínu. Það var varla það fótbolta- eða handboltamót hjá Baldri Leví sem þið mættuð ekki á og alltaf varstu fyrst til að koma á dans- sýningar hjá Ástu Karítas, prinsessunni þinni. Mikið vorum við svo öll heppin að þið Baldur skylduð flytja til Akureyrar en þá var enn einfaldara að kíkja við í kaffi þegar manni datt í hug. Það voru ófá skiptin sem Baldur Leví hjólaði til ykkar eft- ir skóla og æfingar, gjarnan með vini sína með, því allir voru vel- komnir í ömmu og afa hús. Síð- ustu mánuði leið varla sú helgi sem Baldur Leví gisti ekki í ömmu og afa rúmi og þar kúrðuð þið saman og horfðuð á Harry Potter og nutuð samverunnar. Þú hafðir unun af ýmiss konar handavinnu og ótal mörg eru listaverkin sem eftir þig liggja. Alltaf hafðirðu líka svör á reiðum höndum þegar mig vant- aði ráðleggingar með minn prjónaskap. Það sama átti við um hvers kyns eldamennsku og bakstur – það fór enginn svang- ur úr þínu húsi. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hversu samstiga þið Baldur voruð. Samstilltari og nánari hjónum hef ég ekki kynnst og munuð þið ávallt verða fyrirmynd okkar Steinars í þeim efnum. Ekki breyttist það eftir að þú veiktist og vék Bald- ur ekki frá þér þetta ár sem veikindin herjuðu á. Þú barðist eins og hetja við krabbameinið og ætlaðir þér alltaf að sigra það. Ég er alveg handviss um að þér hefði tekist það hefðirðu fengið aðeins lengri tíma, og lengri tíma hefðirðu svo sannar- lega átt að fá. Elsku Jóna mín, ein mesta lukka mín í lífinu er að hafa kynnst Steinsa okkar – en lukk- an að fá ykkur Baldur sem tengdaforeldra í kaupbæti er ekki minni. Fyrir mér varstu ekki aðeins tengdamamma, þú varst mér sönn og góð vinkona og mikið sem ég á eftir að sakna þín. Minningarnar munum við öll geyma áfram í hjörtum okk- ar, hugga okkur við og rifja upp. Takk fyrir allt og allt. Ég kveð þig nú með orðunum sem þú kvaddir okkur öll svo oft með: Guð varðveiti þig, elsku hjart- ans vinan mín. Þín tengdadóttir og vinkona, Auður. Elsku besta amma mín. Þú varst og ert sterkasta konan sem ég þekkti. Þú varst alltaf góð við alla, sama hverjir þeir væru. Ég gæti aldrei sagt þér nógu oft hvað ég elska þig mikið, það myndi taka mig svona 20 ár að segja þér það! Allar strand- ferðirnar sem við fórum í út á Dalvík, ísrúntarnir okkar, veiði- ferðir á bryggjuna, þegar við bökuðum saman, prjónuðum saman og svo miklu miklu meira. Þetta eru allt minningar sem ég mun aldrei gleyma. Þú varst alltaf svo góð við mig og litla bróður minn og ég mun aldrei gleyma þér. Ég trúi því alla daga að ég sé heppnasta barnabarnið i öllum heiminum að hafa átt þig sem ömmu mína og afa sem afa minn. Ég mun sakna þín alla daga, restina af lífi mínu. Allar stundirnar sem ég fékk að eyða með þér eru svo dýrmætar fyrir mér og ég er svo þakklát að hafa fengið tólf og hálft ár: að þekkja þig, knúsa þig, elska þig og hlæja með þér. Hvíldu þig í friði, elsku besta amma mín. Þín prinsessa, Ásta Karítas Beck. Meira: mbl.is/andlat Elsku Jóna vinkona. Ég kveð þig með sárum söknuði og ég þakka þér samfylgdina og vin- áttuna í gegnum árin. Allar góð- ar stundir mun ég geyma. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Fjölskyldu Jónu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. María Snorradóttir. Elsku Jóna, mín ljúfasta vina. Þá er komið að leiðarlokum á samfylgd okkar hér á þessu jarðsviði nú um stund. Eiginlega finnst mér það allt of fljótt og eitthvað svo skyndilega. Sama hvað er, þá er maður einhvern veginn aldrei undirbúinn fyrir kveðjustundina. Og þegar svo kærir vinir víkja úr lífsmyndinni manns er stórt skarð höggvið í hversdaginn. Mikið óskaplega á ég eftir að sakna þín. Yfir sökn- uðinn á ég fá orð. En góðar og hlýjar minningar um glaðar stundir með þér ljúfust, ætla ég að ylja mér við um ókomna tíð. Ég ætla ætíð að minnast þess hve fasið þitt var skemmtilegt, hressileikinn einstakur, já- kvæðnin ætíð í fararbroddi, brosið breitt og hláturinn inni- legur. Og hlýja þín og mildi var svo notaleg, eitthvað sem um- vafði allt um kring. Þar sem þú varst, þar var gleði. Ég ætla að minnast skemmtilegra samveru- stundanna í vinnunni í Dalvíkur- skóla, þá á Dalbæ, alls stússins kringum „Ellismellina“ og líka þegar þið Balli heimsóttuð okk- ur Nonna til Danmerkur – að ógleymdu fjörinu okkar saman á Tenerife. Það sem við gátum fundið okkur til gleði. Fjöl- margir góðir dagar í „skott- sölubrasinu“ lifa áfram, og líka huggulegheitin við eldhúsborðið í Mímisveginum ófáa aðfanga- dagana. Spjall og spekúlasjón- ir … og risastórt „dýrið“ í ofn- inum. Eiginlega voru jólin aldrei komin fyrr en knúsið var í höfn. Þá má ekki gleyma gæðastund- um í smurbrauðinu með „geng- inu“. Hópurinn sendir þér hlýjar kveðjur og þakkar allt. Já, þú varst svo einstaklega iðin við að gleðja aðra, elsku Jóna. Ófáa dagana í gegnum tíð- ina geystist þú hér inn í Hóla- veginn með bakkelsið ilmandi heitt og ljúft, dúnmjúka svamp- tertubotna eða brauð af ýmsu tagi. Enda kallaði ég þig oft „Botníu“ og saman hlógum við. Þér hef ég eflaust aldrei þakkað þetta allt nógsamlega. Það geri ég nú. Í huganum mun líka áfram lifa hnyttni þína í tilsvör- um, hvernig þú hafðir svörin ávallt á reiðum höndum, og öll skemmtilegu orðatiltækin þín og öðruvísi heitin öll á hlutum og gjörðum eiga sinn stað í ljúfu minningarhólfi hugans. Þú varst alltaf tilbúin að taka þátt í ýmsu glensi og gamni og „þvottastuld- urinn í Ásgarði“ er eitt af mörg- um uppátækjum, eitthvað sem alltaf kallar fram ákveðinn hlátur. Ég hlæ núna, en ég græt þig líka um leið. Elsku besta, mér fannst við eiga eftir að gera svo margt saman. Og það var sumt sem við fengum ekki sagt. En við sumt verður bara ekki ráðið. Þinn tími kominn. Það er svo. Þú tókst þetta svo sannarlega á Já.Is! Og það sem hann Balli hefur verið einstakur þetta síðasta ár, dug- legur, hlýr, umhyggjusamur – já og einstakur í alla staði. Afar eftirtektarvert. Elsku Jóna, þegar leiðir okk- ar nú skilur langar mig afar mikið að segja það að lokum: ég elska þig, alltaf. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku Baldur, Friðbjörn, Telma, Steinar og fjölskyldur, ég sendi ykkur öllum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Arnar Símonarson. Elsku Jóna, það er einhvern veginn svo ótrúlegt að þú skulir vera horfin okkur frá. Nokkuð sem ég er að átta mig á þessa dagana og verð að sætta mig við. Mikið mun ég sakna þín og hlýju þinnar. Ég kynntist þér í gegnum Adda minn þegar ég flutti hing- að norður á Dalvíkina og svo fór ég að vinna með Baldri þínum. Síðar kom í ljós að við erum líka skyld ættarböndum. Yndislegt. Við brösuðum ýmislegt sam- an og þið Baldur hafið verið góð- ir og tryggir vinir og aldrei bar skugga á samskipti okkar. Mig langar með þessum fáu orðum að þakka þér samfylgdina og kæra vináttu. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég Baldri, börnum og barnabörnum. Takk fyrir allt, elsku Jóna mín. Jón Arnar Sverrisson. Jóna Kristjana Möller Björnsdóttir ✝ HjálmarBjörn Geirs- son, Bakkakoti, Borgarfirði eystra, fæddist í Steinholti 4. jan- úar 1950. Hann lést 21. ágúst 2019. Hann var næst- yngstur níu systk- ina sem öll eru á lífi utan Karls Brynjars sem lést 18 ára gam- all árið 1965. Foreldrar Hjálmars voru Geir Sigurjónsson, hann lést 1982, og Sigríður Ingibjörg Eyjólfsdóttir, hún lést 2008. Hjálmar lætur eftir sig tvo syni, þá Einar Eirík, f. 1972, hann á dæt- urnar Viktoríu og Ísabellu, og Karl Brynjar, f. 1977. Hjálmar verður jarðsunginn frá Bakkagerðis- kirkju í dag, 31. ágúst 2019, klukkan 14. Sumarið 1974 fékk ég pláss á sjó á bátnum Sunnutindi frá Borgarfirði eystra. Eigandi og skipstjóri var Hjálmar Geirsson. Sunnutindur var fallegur trébát- ur, smíðaður frá Borgarfirði, hvítur og rauður. Mamma bað hann um plássið en ég var 16 ára sveitadrengur sem aldrei hafði verið á sjó. Þetta var gæfuspor fyrir mig og Hjálmar reyndist mér einstaklega vel. Við vorum á handfæraveiðum, ekkert raf- magn á rúllum. Margt þurfti að læra og Hjálmar var þolinmóður og kennari góður og þarna á sjón- um var Hjálmar á heimavelli. Báturinn í toppstandi, bilaði aldr- ei, hreinlætið um borð mikið, allt á sínum stað. Hjálmar var skap- góður og tók mér sem jafningja. Krafturinn og snerpan í honum var aðdáunarverð við vinnu. Hann þekkti öll mið og var fisk- inn. Við veiddum vel og uppgjörið um haustið var gott fyrir mig, ég fékk meira en ég átti skilið og það lýsir Hjálmari vel. Næsta sumar, 1975, var ég einnig hjá Hjálmari. Mörgum árum seinni áttum við fjölskyldan hund, hann Móra. Við hjónin töldum að við gætum ekki haft hann hjá okkur í Reykjavík og bauð ég Hjálmari að taka Móra á Borgarfjörð. Hann gerði það og var það gæfu- spor fyrir hundinn. Þar leið hon- um vel. Umhyggjan og væntumþykja Hjálmars var einstök. Hvíldu í friði félagi Hjálmar. Njáll. Hjálmar Björn Geirsson Að gefa af eigum sín- um er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér. (Spámaðurinn) Hlíf vinkona okkar gaf vissu- lega af sjálfri sér. Ef eitthvað bjátaði á hjá einhverri okkar var hún fyrst til að bjóða fram aðstoð og hjá henni áttu ýmsir athvarf um lengri eða skemmri tíma ef þannig stóð á. Hlíf var hlý í viðmóti, skapgóð og skemmtileg en vissulega ekki skaplaus. Hún lét alveg vita af sér ef eitt- Hlíf Borghildur Axelsdóttir ✝ Hlíf Borghild-ur Axelsdóttir fæddist 5. október 1945. Hún lést 1. ágúst 2019. Útför Hlífar fór fram 13. ágúst 2019. hvað mátti betur fara. Við höfum brallað ýmislegt saman í öll þessi ár. Við eigum svo margar skemmti- legar minningar úr mörgum uppákom- um og ferðum, bæði hérlendis og erlend- is. Minnisstætt er fimmtugsafmæli Hlífar sem við héldum henni að óvörum heima hjá Möggu og Hákoni í Garða- bænum, þar sem allir skemmtu sér með eindæmum vel. Við eigum eftir að sakna sam- verustundanna með Hlíf og þökk- um fyrir að hafa átt hana sem trausta vinkonu svo lengi. Við sendum ástvinum hennar samúðarkveðjur. Erla, Lilja, Nína, Ólafía og Sigrún. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Minningargreinar Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns og vinar, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR JÓNSSONAR, Mýrarvegi 113, Akureyri. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Júlía Sjöfn Sigurjónsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.