Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 42

Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 Rjóminnaf ísnum Lára Sóley Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ), og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri skrifuðu í gær undir nýjan samstarfssamning sem felur m.a. í sér að tónleikum SÍ verði áfram miðlað til þjóðarinnar í beinum útsendingum á Rás 1 en sjónvarpsútsendingum á RÚV verði fjölgað. „Þá verður þáttur barna- menningar aukinn í samstarfinu en bæði SÍ og RÚV hafa lagt mikla áherslu á dagskrá fyrir yngstu kyn- slóðina sem er í senn fræðandi og skemmtileg,“ segir í tilkynningu. „Okkar farsæla samstarf við RÚV er lykillinn að því að við sem hljóm- sveit getum miðlað tónlist til lands- manna og mikilvægur hlekkur þeg- ar kemur að flutningi tónleika SÍ hjá erlendum útvarpsstöðum. Með þessum nýja samningi útvíkkum við samtal og samstarf stofnananna enn frekar og leggjum sérstaka áherslu á samstarf á sviði barna- menningar. Það veitir okkur dýr- mætt tækifæri til þess að miðla fræðslustarfi hljómsveitarinnar sem hefur vaxið hratt og dafnað á síðustu árum,“ segir Lára Sóley. „Við erum afskaplega stolt af því samstarfi sem RÚV og SÍ hafa átt um árabil og hvernig það hefur eflst á síðustu árum. Við búum að því að eiga glæsilega Sinfóníu- hljómsveit og því er það með mikilli ánægju sem við eflum samstarfið enn frekar. Það er í takt við aðra þróun hjá RÚV á síðustu árum þar sem áhersla á innlent efni og menn- ingarefni hefur verið aukin mark- visst. Og svo er kjörið að hin dásamlega Maxímús Músíkmús og annað í barnastarfi hljómsveitar- innar birtist börnum landsins í KrakkaRÚV,“ segir Magnús Geir. Undirrituðu nýjan samstarfssamning Handsalað Lára Sóley Jóhanns- dóttir, framkvæmdastjóri SÍ, og Magnús Geir Þórðarson útvarps- stjóri í Hörpu í gær. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta er lýrískur djass í ætt við Norðurlandadjass,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, tónskáld og pí- anóleikari, um nýútkomna plötu sína, Tengingu. „Ég hef reyndar sjálfur ákveðnar skoðanir varðandi djass-hugtakið, um hvort það eigi að vera að takmarka bæði sjálfan sig og hlustandann með því að segja að eitthvað sé djass. Þetta er bara tónlist! En í eyrum margra er þetta djass og ég er að sjálfsögðu með djassbakgrunn eft- ir áralangt tónlistarnám í Hollandi og á Norðurlöndunum. En ef mað- ur ímyndar sér heim þar sem eru ekki til stílar, hvernig tónlist myndi maður búa til?“ veltir tón- skáldið fyrir sér. Tekur lög upp á símann Innblásturinn að baki plötunni segir Ingi Bjarni vera „rann- sóknarleiðangur á því hvernig ég tengist tónlist og hvað tónlist er fyrir mér. Mikið af þessum lögum er sprottið upp úr söngröddinni fremur en píanóinu sjálfu. Þá söng ég oft stuttar hugmyndir og reyndi svo að vinna úr þeim við pí- anóið“. Ingi Bjarni skrifaði mast- ersritgerð í Gautaborg sem tengd- ist því að gefa innsæinu meira vægi við tónlistarsköpun. „Við gerð laganna reyndi ég að fókus- era minna á þekkingu og fræði sem viðkoma tónlist og leyfði frek- ar innsæinu að ráða. Ég tók upp fjölda lagahugmynda á símann minn og svo valdi ég það sem tal- aði til mín. Inni á milli voru lög sem ég ákvað að vinna meira í.“ Ingi Bjarni segir Tengingu vera ólíka fyrri plötum hans tveimur, tríóplötunum Skarkala (2015) og Fundi (2018), vegna þess að nú bætist við gítarleikari og tromp- etleikari. „Þau eru öll mjög lýrísk og næm á þessa tónlist,“ segir hann um tónlistarfólkið á plötunni. „Varðandi tónlistina sjálfa þá er kannski meiri frjáls spuni sem blandast við tilbúnar útsetningar. Svo það er aðeins opnara and- rúmsloft en á tríóplötunum.“ Kynntust í flökkunámi Tónlistarfólkinu sem kemur fram með honum á plötunni kynntist Ingi Bjarni þegar hann stundaði nám á Norðurlöndunum. „Í náminu flakkaði ég milli þriggja borga á Norðurlöndum; Gauta- borgar, Óslóar og Kaupmanna- hafnar, og kynntist fólki í gegnum námið.“ Trompetleikarinn Jakob Eri Myhre og trommarinn Tore Ljøkelsøy eru Norðmenn sem voru með Inga Bjarna í þessu flökkunámi. Bassaleikarinn Daiel Andersson er Svíi og Merje Kägu frá Eistlandi spilar á gítar, en Ingi Bjarni segir hana sinn uppáhalds- gítarleikara til þess að spila með. Ingi Bjarni segir útgáfuferlið hafa verið langt. „Þessi músík er ekk- ert rosalega ný fyrir mér lengur en nú er þetta loksins að koma út.“ Útgáfunni verður fagnað með tónleikaferðalagi um landið. Haldnir verða tónleikar í Stykkis- hólmi, á Ísafirði og í Borgarnesi. Tónleikar í Reykjavík verða svo haldnir föstudaginn 27. september í Fríkirkjunni í Reykjavík áður en haldið verður til Vestmannaeyja og Hveragerðis. Nánari upplýs- ingar má finna á vefnum: www.ingibjarni.com. „Ég er alltaf að vinna í laga- hugmyndum en ég er ekki alveg ákveðinn hvað næsta verkefni verður. Ég á til dæmis nokkur lög tilbúin fyrir þessa sömu hljómsveit en svo hef ég líka verið að gæla við þá hugmynd að gefa út sóló- píanódisk einhvern tímann. En það er ekkert ákveðið,“ segir Ingi Bjarni að lokum. Ljósmynd/Marek Meristo Kvintett Ingi Bjarni Skúlason, tónskáld og píanóleikari, (annar frá vinstri) ásamt hljóðfæraleikurum í kvintett hans. Leyfir innsæinu að ráða  Tónskáldið og píanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason gefur út plötuna Tengingu  Frjáls spuni í bland við tilbúnar útsetningar  Fer í tónleikaferð um landið Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 15 á Akureyrarvöku. Annars vegar er um að ræða sýningu Hrafnhild- ar Arnardóttur / Shoplifter, sem nefnist Faðmar, og hins vegar sýn- ingu Eiríks Arnars Magnússonar, sem nefnist Turnar. „Sýning Hrafnhildar er í rými sem tileinkað er safnkennslu Listasafnsins. Með vísun í æv- intýraheima, frjóu ímyndunarafli og leikgleði höfða litrík verkin til barna á öllum aldri og ekki síður til barnsins sem býr innra með fullorðnum,“ segir í tilkynningu. „Í öllum mínum verkum vinn ég aðallega út frá þeirri tilfinningu sem ég hef fyrir viðfangsefninu hverju sinni. Þegar ég leita að efnivið fyrir verkin þá leita ég eftir gömlum hlutum með sögu eða þá hlutum sem hafa glatað upphaf- legu hlutverki sínu. Að mínu mati er fegurð og saga á bak við bók sem einhver batt saman í hönd- unum fyrir hundrað árum. Bók sem hefur ef til vill farið víða þar til hún endaði á skurðarborðinu hjá mér,“ segir Eiríkur Arnar í til- kynningunni frá Listasafninu á Akureyri. Verk Eiríkur Arnar Magnússon hef- ur aðallega unnið fígúratíf málverk. Faðmar og Turnar í Listasafninu á Akureyri Innsetning Hrafnhildur Arnar- dóttir, betur þekkt sem Shoplifter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.