Morgunblaðið - 16.08.2019, Side 12

Morgunblaðið - 16.08.2019, Side 12
A rna Gerður Bang fór á sínum tíma í Háskóla Ís- lands og útskrifaðist það- an með BA-gráðu í heim- speki með ítölsku sem aukafag. „Heimspekin heillaði mig snemma, ekki síst stjórnmálaheim- speki og umhverfissiðfræði með sín- um áleitnu og óþægilegu spurningum um umgengni okkar hvert við annað, aðrar dýrategundir og móður jörð. Ég nýtti tækifærið á meðan á nám- inu stóð og tók hluta þess sem Eras- mus-skiptinemi í heimspeki við Middlesex University í London. Það var virkilega þroskandi reynsla og mæli ég eindregið með því að taka hluta náms erlendis sé það í boði. Dvölin í London ýtti undir enn frek- ari áhugi minn á endalausum pæl- ingum um alþjóðastjórnmál, sam- skipti og siðfræði. Ég fann að mig langaði til að kafa dýpra í fræðin og lauk í framhaldinu meistaraprófi í Al- þjóðastjórnmálafræði (MSc Int- ernational Relations) í London Scho- ol of Economics and Political Science (LSE).“ Hvernig lýsir þú vinnunni þinni? „Vinnan mín sem sérfræðingur á alþjóðdeild Alþingis felst m.a. í því að veita þingmönnum og alþjóða- nefndum faglega aðstoð á sviði al- þjóðamála og undirbúnings fyrir al- þjóðlega þingmannafundi hér heima og erlendis. Ég vinn þessa stundina aðallega með Íslandsdeildum þriggja alþjóðanefnda sem beina sjónum sín- um að málefnum Sameinuðu þjóð- anna, öryggis- og varnarmálum og norðurslóðamálum.“ Hvers vegna viðbótar diplómanám í opinberri stjórnsýslu? „Ég fann vaxandi löngun til að fríska upp á toppstykkið og takast á við hugar- leikfimi á nýjum sviðum sem gætu nýst mér bæði í leik og starfi. Mig langaði til að dýpka skilning minn fræðilega á stjórnun, stjórnsýslunni og ákvarðanatöku, án þess þó að minnka við mig vinnu. Það hentaði því vel að skrá sig í diplómanám á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands með vinnu og klára það á viðráðanlegum hraða. Að því loknu er svo hægt að taka stöð- una um það hvort maður vilji halda áfram og fá námið metið að fullu inn í MPA-námið (meistaranám í opin- berri stjórnsýslu) í sama skóla.“ Hvernig fannst þér námið? „Mér fannst það eflandi, gefandi og gleðjandi. Það spilaði vel saman við meistaragráðuna mína í alþjóða- stjórnmálafræði og frá fyrsta áfanga naut ég þess að sökkva mér ofan í námið og finna sömu ástríðuna og áð- ur fyrir því að uppgötva og skilja ný fræði. Að bæta við sig nýrri þekkingu og ná settu marki er svo nærandi og gaf mér aukið hugrekki til að spyrja nýrra og krefjandi spurninga.“ Hvað kom á óvart? „Kannski helst hvað námsefnið var dýnamískt og frjótt og hver einasti áfangi gagnlegur. Verkefnin voru raunhæf og endurspegluðu íslenskan veruleika á skemmtilegan og krefj- andi hátt.“ Hvernig sérðu fyrir þér að nota það? „Námið breikkaði starfsmöguleika mína og uppfærði ferilskrána mína á styrkjandi hátt. Það hefur eflt mig í starfi á ýmsa vegu; aukið sjálfstraust og fengið mig til að horfa út fyrir boxið og skoða hlutina frá nýjum sjónarhornum. Það er svo hollt að stíga aðeins út fyrir þægindaramm- ann og hrista aðeins upp í hlutunum. Það kemur í veg fyrir stöðnun og ýtir undir og nærir forvitnina sem býr í okkur öllum.“ Hvernig er lífið utan vinnu? „Glimrandi gott og fallegt. Þó að vellíðan í vinnu sé ómetanleg er dýr- mætasti tíminn samt klárlega með fjölskyldu og vinum.“ Hvað finnst þér áhugavert að gera? „Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á því að heimsækja ný land- svæði og menningarheima. Að upp- lifa það hvernig fólk hagar lífi sínu á mismunandi vegu eftir heimshlutum finnst mér heillandi og áhugavert. Fjölskyldan mín er þó helsta áhuga- mál mitt og veit ég ekkert betra en að eiga stundir með henni. Ekki skemmir fyrir ef hægt er að sam- tvinna þær stundir með hinu stóra áhugamálinu mínu sem eru ferðalög. Að ferðast um heiminn hefur verið samofið einkalífi mínu og vinnu um árabil og þykir mér það dýrmæt for- réttindi.“ Áttu gott ráð fyrir þá sem langar að bæta við sig í námi? „Já, ekki hika við að kanna málið og taka fyrsta skrefið. Það er ótal margt í boði hjá menntastofnunum og háskólum og oft eru vinnuveit- endur tilbúnir að koma til móts við starfsfólk varðandi sveigjanleika og endurmenntun. Þegar ég byrjaði í náminu fannst mér gott að fara ekki of geyst af stað, án þess þó að missa marks á endapunktinum, sem var að klára námið innan ákveðins tíma- ramma.“ Er stjórnsýsla skemmtileg? „Ef þú hefur gaman af alls konar starfsemi sem snýr að því að fram- fylgja stefnu stjórnvalda hverju sinn, þá er hún dúndurskemmtileg.“ Er vinnustaðurinn góður? „Eftir 15 fín ár starfandi á skrif- stofu Alþingis svara ég því heilshug- ar játandi. Þar starfar afburðahæft og yndislegt fólk eftir góðum gildum. Mér þykir virkilega vænt um vinnu- staðinn minn.“ Hvað er menntun í þínum huga? „Mennt er máttur, endurmenntun er ofurmáttur!“ „Nám nærir forvitnina“ Arna Gerður Bang alþjóðastjórnmálafræð- ingur hefur starfað um árabil sem sérfræðingur á alþjóðadeild nefndasviðs Alþingis. Hún lauk viðbótar diplómanámi á meistarastigi í opin- berri stjórnsýslu í Háskóla Íslands í sumar. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Eggert 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.