Morgunblaðið - 16.08.2019, Page 21

Morgunblaðið - 16.08.2019, Page 21
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 21 Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Kennslustaður: Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Kennsla hefst 4. september Rafræn skráning er á jsb.felog.is. Nánari upplýsingar í síma 581 3730. Jazzballett Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur og stráka frá 6 ára aldri. Í boði eru byrjenda- og framhaldshópar á aldrinum 6-7 ára, 8-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára og 16 ára og eldri. Uppbyggileg dansþjálfun sem veitir nemendum útrás fyrir dans- og sköpunargleði. Unnið er með fjölbreytta tónlist í tímum. Frábært dansnám sem eflir og styrkir nemendur, bæði líkamlega og andlega. Forskóli fyrir 3-5 ára Skemmtilegt og þroskandi dansnám fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Dansgleði og hreyfifærni nemenda virkjuð í gegnum dans og leiki. Kennt er 1x í viku. Vertu með í vetur! Innritun fyrir haustönn stendur yfir á www.jsb.is og kunna ekki að tjá tilfinningar sínar. Það getur verið vandasamt að vita hvar heilbrigð mörk liggja þegar fólki hefur ekki verið kennt að setja sér sjálfum og öðrum heilbrigð mörk. Fæstir kunna hins vegar að lesa hugs- anir og flestir eru til í að virða þau mörk sem þeim eru sett.“ Sara tekur dæmi um fólk sem hringir og biður um að- stoð. „Ef þú segir nei við fólk þegar það biður um aðstoð hringja þessir aðilar vanalega bara í einhvern annan, án þess að erfa það við þig. Það er mikil sjálfsvirðing fólgin í því að kunna að setja heilbrigð mörk.“ Erum með innbyggða skömm úr æsku Er ekki nóg að segja fólki að elska sig fyrst og aðra svo? ,,Nei, því við erum öll með ótta við það óþekkta. Mín reynsla er sú að við erum með innbyggða skömm úr æsku þar sem við upplifðum okkur ekki nóg. Rótin er sú að sem börn vorum við elskuð fyrir það sem við gerðum, í staðinn fyrir það eitt að vera til. Við hrósum fyrir ranga hluti. Við t.d. hrósum börnunum okkar fyrir háar ein- kunnir í stað heiðarleika eða að tjá tilfinningar sínar. Þetta gerir það að verkum að sjálfsmat okkar sem börn og samþykki felst í einkunnaspjaldinu. Afleiðingarnar eru þær að við leitum eftir samþykki með árangri og við verðum aldrei nóg, þar sem það er alltaf hægt að ná meiri árangri. Dæmið gengur ekki upp. Við verðum eins og hamstrar í hjóli í vinnunni og í öllum þeim verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur. Þar til við lendum á vegg og fáum kulnun, streitutengda kvilla eða aðra sjúk- dóma. Rannsóknir sýna að það er sterkt samband á milli áfalla í bernsku og líkamlegra heilsufarsvandamála, en áföll eru ekki bara atburðir sem rata í fréttirnar. Eins er ekki viðurkennt í dag að gangast við öllum tilfinningum sínum. Því allur skalinn er eðlilegur. Það er almennt ekki viðurkennt að það felist styrkleiki í berskjöldun. Ef fólk á hús, börn og fellihýsi er eins og það sé búið að afsala sér réttinum að mega vera með vandamál, sem er fráleitt að mínu mati.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Sem lögmaður má ráðleggja fólki og fara með stærstu hags- munamál þess sam- kvæmt lögum. For- ræði barna, framtíð fyrirtækis, skilnaðir, kynferðisbrot og fleira. En við nálg- umst ekki kjarnann, rót vandans, þar sem orsökina er að finna. Ef við óttumst stöð- ugt að vera hafnað eða dæmd og viður- kennum ekki þessa skömm og sektar- kennd sem fylgir okkur verðum við ekkert annað en leikbrúða sem speglar annað fólk. Þá erum við sífellt í viðbragði og reyn- um að þóknast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.