Morgunblaðið - 16.08.2019, Side 22

Morgunblaðið - 16.08.2019, Side 22
Að skapa frábært og fræðandi umhverfi krefst aðgangs að fjöl- breytilegum hugbúnaði og marg- miðlunarefni, úrræðum til þess að kynna námsefnið og deila hug- myndum. Það þarf búnað fyrir mismunandi kennsluaðferðir til þess að hjálpa nemendum að ná árangri. Gagnvirkir skjáir frá SMART og Prowise eru góð lausn sem gerir kennslu með tölvum auðveldari og áhrifaríkari. Gagnvirkir skjáir umbreyta tölv- unni í kennslu- og samstarfstæki. Með þeim er hægt að stjórna hugbúnaði, hafa aðgang að og sýna upplýsingar frá internetinu, sýna myndbönd og flytja kynn- ingar, allt frá einum stað með því einfaldlega að snerta skjáinn eða skrifa á hann með þar til gerðum penna eða fingri. Einnig er hægt að fá PC-tölvu innbyggða í gagn- virka skjáinn. Hámarksárangur í kennslustof- unni fæst með því að sýna fjöl- breytilegt margmiðlunarefni frá einum stað. Kennsluna má bæta með því að beina athygli að aðal- atriðum og skrifa niður punkta á skjámyndina. Síðan er hægt að búa til skýrslu um efni kennslu- stundarinnar sem síðan má prenta, senda með tölvupósti eða gefa út sem HTML-skjal. Skjáirnir eru með innbyggt Android-stýrikerfi og einnig er hægt að fá PC-tölvu sem tengist í hólf í baki skjásins. Sumir skjáir eru með fjóra hljóðnema, gott hljóðkerfi og vefmyndavél sem staðalbúnað. Ýmsar rafmagns vegg- og hjólafestingar eru í boði. Gagnvirkir skjáir gjörbreyta kennslunni. Gagnvirkir skjáir umbreyta tölvunni 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 H ver er merkingin á bak við Óskandi? „Nafnið Óskandi samanstendur af ósk og andi. Ósk er dregið af því að óska sér en einnig vísun í föður- nafnið Óskarsdóttir. Andi er þýðing á „spirit“ og vísun í andrúmsloftið, þar sem eitt af að- almarkmiðum skólans er að bjóða upp á upp- byggilegt, jákvætt og notalegt andrúmsloft.“ -vað getur þú sagt mér um skólann? „Óskandi er dansskóli á Eiðistorgi, Seltjarn- arnesi. Skólinn er sjálfstæð eining undir Dans- garðinum og er í nánu samstarfi við Klassíska listdansskólann sem er á Grensásvegi og í Mjóddinni. Óskandi og Klassíski listdansskólinn mynda teymi af góðum kennurum sem vinna saman að því að bjóða upp á faglegt og fjöl- breytt dansnám fyrir börn frá þriggja ára aldri. Markmið skólanna er að bjóða upp á dans- kennslu í þroskandi og uppbyggjandi umhverfi; opna hugann fyrir sköpun og nýrri hugsun, auka félagsfærni, hreyfifærni og sjálfstraust.“ Hvernig er námsleið Óskandi fyrir 12-15 ára börn og 16 ára plús? „Við hjá Óskanda á Eiðistorgi erum mjög spennt að bjóða upp á námsleið sem heitir dans- fjör og er skemmtileg blanda af ballett, nútíma- dansi og jóga. Kjörið fyrir nemendur sem lang- ar að dansa sér til ánægju og huga að líkamlegri og andlegri þjálfun í faglegu og skemmtilegu umhverfi.“ Hvað hefur ballettinn gert fyrir þig? „Ég hef stundum hugsað hvað líf mitt hefði verið öðruvísi ef ég hefði ekki byrjað í dansi og fundið áhugamál sem ég brann fyrir. Ballettinn og dansinn gáfu mér félagsfærni, líkamslæsi og tækifæri til að vera í núinu og síðast en ekki síst mikla gleði. Þegar ég hugsa um mig sem ung- ling þá gaf dansinn mér sjálfstraust til að vera ég sjálf, og það er eitt af því sem ég er svo þakk- lát fyrir í dag.“ Af hverju er dans góður fyrir unga krakka? „Hreyfing er fyrsta tungumál barnsins og gólfið er fyrsti leikvöllurinn þar sem barnið fær tækifæri til þess að finna og þekkja hvar eigin líkami er í rýminu. Dans hvetur til sköpunar, ör- yggis og forvitni, þátta sem undirbúa nemand- ann fyrir lífið. Ég tel að ávinningurinn af dans- tíma sé margvíslegur og lít svo á að hann skili sér þegar litið er til framtíðar. Þegar ég bætti við mig námi í hreyfiþroska barna öðlaðist ég nýja sýn á hvað hreyfing og umhverfi gegna mikilvægu hlutverki við þroskun heilans. Hvern- ig dans og hreyfing geta stutt barnið líkamlega, andlega og tilfinningalega og haft áhrif á sköp- unargáfuna.“ Hvaðan kemur áhugi þinn á ballett? „Áhugi minn á ballett og dansi byrjaði á stofu- gólfinu heima þar sem ég dansaði alla daga og var óstöðvandi. Þegar ég var fimm ára fór ég að æfa samkvæmisdans en sjö ára sendu foreldrar mínir mig í fyrsta balletttímann hjá Ballettskóla Guðbjargar Björgvins og eftir það varð ekki aft- ur snúið. Ég var búin að finna áhugamál og seinna atvinnu sem ég elskaði.“ „Dans eykur félagsfærni“ Guðrún Óskarsdóttir dans- kennari segir að ballettinn og dansinn hafi gefið sér félags- færni, líkamslæsi og tækifæri til að vera í núinu. Svo ekki sé minnst á gleðina. Hún tók nýverið við Ballettskóla Guðbjargar Björgvins sem nú heitir Óskandi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Katla Þórarinsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir danskennarar Óskandi. „Hreyfing er fyrsta tungumál barnsins og gólfið er fyrsti leikvöllurinn þar sem barnið fær tækifæri til þess að finna og þekkja hvar eigin líkami er í rýminu. Fyrsta námskeið Tónagulls var haldið árið 2004. Námskeiðin hafa vaxið og dafnað á 15 árum og hafa aldrei verið vinsælli en nú. Í tilefni tímamótanna bjóðum við upp á Tónagull á pólsku í Gerðubergi í vetur, með stuðningi pólska sendiráðsins. Hefðbundin námskeið á íslensku verða á sínum stað í Reykjavík-Skipholti og á Selfossi. Skráningar á netinu. Tónagull heldur tónlistarnámskeið fyrir börn 0-3 ára og fjölskyldur þeirra þar sem gleði og þátttaka eru í fyrirrúmi. Sjá nánar á www.tonagull.is Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir er höfundur og stofnandi Tónagulls Rannsóknagrundað tónlistaruppeldi síðan 2004 Tónagull er 15 ára! Tónagull þakkar viðtökurnar á sívinsælu tónlistarnámskeiðin fyrir foreldra og börn frá fæðingu til 3ja ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.