Morgunblaðið - 16.08.2019, Page 25
inu The American Psychologist. Í
framhaldinu dreif ég mig til Banda-
ríkjanna, í The Morningside Aca-
demy í Seattle, og lærði þar að beita
þessum aðferðum saman í kennslu,“
segir hún.
Aðferðirnar sem hafa þróast síð-
astliðin 60 ár eru þaulreyndar og
rannsakaðar, byggjast á haldbærum
gögnum og hægt er að lesa sér nánar
til um þær í alþjóðlegum ritrýndum
fræðitímaritum.
„Til að gera langa sögu stutta, þá
hef ég nú í hartnær tvo áratugi kennt
börnum og fullorðnum bæði að lesa
og skrifa og einnig að reikna, með
þessari samsettu kennslutækni.
Kennslan skilar sér vel og sambæri-
lega við það sem sýnt hefur verið
fram á í öðrum löndum.
Sem dæmi um það má sjá hér á
myndinni, annars vegar framfarir 11
ára stúlku sem greind var með les-
blindu – dyslexíu, og hins vegar 8 ára
drengs með dæmigerða einhverfu.“
„Áður en kennsla hófst las stúlkan
37 rétt atkvæði á mínútu af samfelld-
um texta á lestrarprófi. Hún bað þá
um að mega lesa prófið aftur og hafa
gleraugu með lituðu gleri sem áttu að
auðvelda henni lesturinn. Með þeim
las hún sama textann strax aftur.
Lituðu gleraugun juku ekki lestr-
arhraðann. Eftir 60 skipti af kennslu,
gleraugnalaust, með stýrðum fyrir-
mælum og hraðfærniþjálfun las hún
132 rétt atkvæði á sama prófi. Af-
kastaaukningin er hátt í fjórföld og
var lesturinn flæðandi og áheyri-
legur með gjörbreyttri hrynjandi frá
því sem verið hafði.“
Sama lestrarpróf var lagt fyrir
drenginn áður en kennslan hófst.
„Hann sat í fangi mömmu sinnar
og las í tvær mínútur. Rétt atkvæði
mældust vera þrjú, orðin ‚og‘, ‚í‘ og
‚á‘. Lestrarhraði hans mældist því 1,5
rétt atkvæði á mínútu. Eftir 146
skipti af kennslu með stýrðum fyrir-
mælum og hraðfærniþjálfun las hann
151 rétt atkvæði á mínútu á sama
prófi. Afköstin höfðu eitthundrað-
faldast og lesturinn var flæðandi og
áheyrilegur með góðri hrynjandi.
Hann var orðinn tæknilega læs og
las sér til ánægju.“
Hún segir að margir kennarar sem
hafa lokið Læs í vor lestrarkennslu-
námskeiðum eigi áhugaverð gögn
um árangur kennslu sinnar.
„Það er ekki að undra að þeir sem
hafa tekið upp aðferðir stýrðra fyrir-
mæla og hraðfærniþjálfunar telji það
algjör tímamót sem hafi gjörbreytt
lífi þeirra sem kennara til hins betra.
Í byrjun hélt ég að nemendur sem
til mín kæmu hefðu breytilegar þarf-
ir og mundu þar af leiðandi byrja á
ólíkum stöðum í námsefninu. Það
kom þó fljótt í ljós að svo var ekki.
Óháð lestrarhraða, kyni, aldri eða
greiningum, hafa allir mínir nem-
endur átt eitt sameiginlegt. Nefni-
lega, að þekkja ekki málhljóðin.“
Hún segir að þau viti ekki hvað
stafirnir segja og geta því ekki um-
ritað hratt og örugglega úr tákni í
hljóð og úr hljóði í tákn, þ.e. lesið og
skrifað.
„Þetta hefur reynst algilt og án
undantekninga þau 19 ár sem ég hef
kennt lestur í einkakennslu. Allir
mínir nemendur hefja því lestrar-
námið á sama stað, á einu málhljóði.
Það gerðu þau einnig stúlkan og
drengurinn sem lásu samfelldan
texta og nefnd voru hér áðan. Unnið
var með samtengjandi hljóðaaðferð
(synthetic phonics) upp frá smæstu
einingu – málhljóðinu, í gegnum
stefnumiðað og þrepaskipt Læs í
vor prógrammið, og endað á sam-
felldum texta. Allt kennt með stýrð-
um fyrirmælum og hraðfærniþjálf-
un.
Mikilvægi snemmtækrar íhlutun-
ar er löngu vel þekkt og tími nem-
andans er dýrmætur. Því er brýnt að
bíða ekki eftir að ólæsið lagist af
sjálfu sér og valdi ómældum skaða
sem að lokum þrýstir ungu fólki út í
heilbrigðis- og félagskerfið, heldur
byrja strax að kenna.“
Guðríður Adda segir að á síðustu
árum hafi skólarnir bent foreldrum á
lestrarkennslu hennar.
„Það er svo sárt að nemendur sem
þurfa á slíkri lestrarkennslu að halda
núna, þurfi að fara langar leiðir og
jafnvel bíða í heilt ár á biðlista, í stað
þess að fá þessa sömu kennslu og
þjálfun strax í skólanum sínum. Þess
vegna býð ég kennurum verklegt
Læs í vor lestrarkennslunámskeið
með ráðgjöf og eftirfylgd.“ Hægt er
að nálgast frekari upplýsingar á
adda@ismennt.is
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 25
Er kominn tími til
að gera eitthvað?
Styrkleikar og núvitund
Færni í núvitund og aukin þekking á eigin styrkleikum stuðlar að vellíðan og sátt
með lífið.
Bókfærsla, Excel og tölvubókhald
Þátttakendur læra færslu bókhalds frá grunni og því ekki gert ráð fyrir forþekkingu
og námskeiðið nýtist einnig þeim sem hafa ákveðinn grunn fyrir.
Í fókus
Markmið námskeiðsins er að fræðast um hvernig ADHD hefur áhrif á líf okkar, og
hvernig við getum náð stjórn á lífi okkar og byggt upp sjálfsmyndina. Við tökum
skref í þessa átt á námskeiðinu.
ÚFF - Úr frestun í framkvæmd
Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Fyrir þá sem vilja hætta að
fresta og fara að ná árangri í lífinu.
Tölvur
Markmið námskeiðsins er að efla færni þátttakenda í undirstöðuatriðum tölvu-
notkunar til undirbúnings námi í skólanum eða til eigin nota.
Jákvæð sálfræði
Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu þátttakenda á leiðum til þess
að auka andlega vellíðan og efla andlega heilsu og auka færni þeirra í að nota
þessar aðferðir í daglegu lífi.
Einkenni og afleiðingar meðvirkni
Tilgangur námskeiðsins er að fræðast um einkenni meðvirkni og afleiðingar.
Þátttakendum gefst kostur á að skoða eigin meðvirkni í einkaviðtali síðasta dag
námskeiðsins.
Næstu námskeið í boði hjá Hringsjá
Ég heiti Freyr
Jóhannsson.
Ég er rekstarstjóri
Hamborgarabúllu
Tómasar í Hafnar-
firði. Ég var nemandi
í Hringsjá náms-
og starfsendurhæfingu.
„Hringsjá gaf mér ómælda trú á
sjálfan mig og hjálpaði mér að sjá
hvað í mér býr“.
Hringsjá býður úrval af
öðruvísi og spennandi
námskeiðum sem hafa
hjálpað mörgum að
komast aftur eða í
fyrsta sinn af stað til
meiri virkni, meiri lífs-
gæða og fleiri valkosta
í námi eða starfi.