Morgunblaðið - 16.08.2019, Page 28

Morgunblaðið - 16.08.2019, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Skráning er hafin schballett.is • 861 4120Skipholt • Kópavogur • Grafarvogur Ballett frá 2ja ára Jazzballett Ballett-fitness Silfursvanir 65 ára+ Mat-pílates og 20-30 ára advanced Ást kvenna til karla spilar stórt hlutverk Ólöf Júlíusdóttir ver doktorsritgerð sína í félagsfræði í dag og fer athöfnin fram í Hátíða- sal Háskóla Íslands klukkan 14. Ritgerðin ber heitið Tíminn, ástin og fyrirtækjamenning: Valdaójafnvægi kvenna og karla í stjórnenda- stöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf hefur alltaf haft áhuga á hvers kyns mismunun og þegar henni bauðst tækifæri á að skoða valdaójafn- vægi í íslensku viðskiptalífi lét hún slag standa. Marta María | mm@mbl.is T íminn, ástin og fyrirtækjamenning, hvernig tengjast þessi þrjú hugtök og hvers vegna urðu þau fyrir valinu? „Þegar leitað var eftir skýringum á lágu hlut- falli kvenna eða að sama skapi á háu hlutfalli karla í æðstu stjórnendastöðum í íslensku viðskiptalífi voru þessi þemu; tíminn, ástin og fyrirtækjamenning áberandi þegar ég vann upp úr viðtölunum og könnuninni sem rannsóknin byggist á. Einnig byggist greiningin á þessum kenningarlegu nálgunum um tímann, ástina og fyrirtækjamenningu en Anna G. Jónasóttir, prófessor emeritus við háskólann í Örebro, kom fram með kenn- inguna um valdatengsl ástarinnar (e. Love power) sem eina af skýringum á undir- skipun kvenna í nútíma sam- félagi. Þemun þrjú eiga það sam- eiginlegt að varpa ljósi á hvers vegna karlar (í gagn- kynhneigðum samböndum) viðhalda völdum sínum í ábyrgðarfullum stöðum. Karlar hafa tímann meira á valdi sínu, þ.e.a.s. þeir hafa frekari tækifæri en konur til að firra sig fjölskylduábyrgð og geta þar af leiðandi veitt launaðri vinnu meiri tíma. Hvernig ástin er skipulögð og hugsuð í vestrænum samfélögum á einnig þátt í því að viðhalda kynjakerfinu þar sem karlar „græða“ meira á ást kvenna en öfugt. Karlar í æðstu stjórnendastöðum í viðskiptalífinu eiga frekar maka sem taka á sig fjölskyldu og heimilisábyrgð sem er hluti af ást kvenna til karla og þeir nýta sér það. Ástin gefur þeim þannig frelsi og tíma til að koma sér áfram á kostnað maka sinna. Fyrirtækja- menning er síðan önnur skýring en hún virðist vera hlið- Það var algengara að þær þyrftu að sinna þessu tvennu jöfnum höndum fljótlega eftir barnsburð, foreldrahlutverkinu og stjórnendastarfinu, þrátt fyrir að eiga lagalegan rétt á 3-6 mánaða mæðraorlofi. Konurnar tóku því oft stutt fæðingarorlof eða tóku börnin með sér í vinnuna. vinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.