Morgunblaðið - 16.08.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 16.08.2019, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 HREINT. NÁTTÚRULEGT. ÍSLENSKT NÝ VARA REFOCUS HUGUR & ORKA Ertu að byrja í námi eða takast á við stærri verkefni? REFOCUS er ný vara frá GeoSilica sem er tileinkuð þeim sem þurfa að einbeita sér. REFOCUS inniheldur 100% náttúrulegan kísil með viðbættu D-vítamíni og járni. Frábær blanda fyrir þá sem þurfa auka hugarorku. REFOCUS er Vegan vottuð. mjög góð alhliða þjálfun fyrir alla, eykur styrk, liðleika og jafnvægi og er mjög góður undirbúningur fyrir svo margt annað. Börnin læra ákveðinn aga sem er öllum hollur. Að læra að standa í röð og fara eftir fyrirmælum en þó byggj- um við kennsluna mest á dansgleðinni og að það sé gaman. Mesti ávinningurinn tel ég þó að sé að allir sem koma í ballett læra að rétta úr sér og að líkamsstaða verður betri og réttari. Við byrjum á að tala um það við litlu börnin hvernig eigi að standa beinn og þau heyra oft orðið „svanaháls“ þegar við erum að minna þau á að lengja og rétta úr sér. Síðan eykst tæknin smátt og smátt þegar þau læra að nota magavöðvana til að halda miðju líkamans, sem dæmi. Enda má alltaf sjá dansara skera sig svo- lítið úr vegna þess að þeir bera sig vel.“ Ballettskóli Eddu Scheving var stofnaður 1961 og hefur allar götur síðan sérhæft sig í kennslu á klassískum ballett fyrir allan aldur, eða frá tveggja ára og upp úr. „Við bjóðum einnig upp á B rynja tók ballettkennarapróf á vegum Félags íslenskra listdansara árið 1988 og hefur starf- að óslitið við kennslu síðan. Af hverju valdir þú þér ballett sem starfsgrein? „Það má eiginlega segja að ballettinn hafi valið mig! Ég á svo margar minningar af mér með mömmu í tengslum við ballettinn. Ég skottaðist með henni í vinnuna og niður í Þjóðleikhús þegar hún sinnti verkefnum þar fyrir Ís- lenska dansflokkinn. Ég og systir mín vorum mikið að dansa saman og við settum oft upp heilu ballettana í stof- unni heima. Við settum Tsjaíkovskí á fóninn, keyrðum upp öll ljósin og spegluðum okkur svo í stærsta glugganum. Toppurinn var þegar ég fékk svo gamla táskó að gjöf frá einum dansara Íslenska dansflokksins. Þá leið mér eins og príma ballerínu. Pínulítil skotta í allt of stórum skóm en mikið fannst mér ég fín. Ætli þetta hafi ekki verið upphafið? Eftir að stúdentsprófi lauk tók ég ballettkennara- prófið og fór að starfa við hlið mömmu, eiginlega án þess að hugsa mikið um það. Ég hef alla tíð elskað að vera innan um börn og að fá að starfa með börnum alla daga er einstaklega gefandi og ákveðin forréttindi og einnig að starfa við það sem veitir manni mesta gleðina, þá dansinn. Í dag kenni ég alla daga en þó mest í yngri deildinni.“ -Hvaða áhrif hefur ball- ett á líkama og sál? „Ballettinn er mjög kröfuharður húsbóndi fyrir þá sem ætla sér að ná langt. Þetta er margra ára vinna, krefst mikillar tækni og gríð- arlegrar vinnu og sjálfsaga. En fyrir þá sem stunda námið sér til ánægju er þetta kennslu í jazzballett fyrir yngri og nútímadans fyrir eldri. Við erum einnig með tíma fyrir eldri framhaldsnemendur sem við köllum „20-30 ára advanced“. Svo bjóðum við upp á flokka fyrir fullorðna á öllum aldri. Tímar fyrir fullorðna, sem við köllum Ballett-fitness. Svo eru Silfursvanirnir fyrir 65 ára+ og Mat-pílates,“ seg- ir hún og bætir við: „Gaman er að segja frá því að í dag er Edda dóttir mín í fullu starfi í skólanum og er hún því þriðji ættliðurinn til að feta þessa braut. Það er yndislegt að hafa hana mér við hlið og hún hefur lært bæði af mér og ömmu sinni auk þess sem hún kemur inn með sínar áherslur og nýja strauma.“ -Geta allir dansað ballett? „Já, það geta allir dansað en lykilatriðið er að hafa gam- an af. Hvort þú hefur alla þessa meðfæddu hæfileika sem teljast mikilvægir til að ná langt skiptir ekki máli. Ekki heldur hvort þú ert með háa rist eða lága, hvernig líkaminn er byggður, það geta allir lært ballett. Meira að segja tveggja ára kríli geta dansað ballett. Við erum ekki að ætlast til að þau læri eða muni mikið frá ein- um tíma til þess næsta. En að koma inn í sal með mömmu eða pabba og bara dansa saman og syngja eða gera þrauta- braut er svo gaman. Þau fara stundum að gráta þegar tím- inn er búinn því þau vilja dansa meira. Þau eru svo yndis- leg og einlæg og þegar við sjáum gleðina sem skín úr augunum, sama á hvaða aldri það er, þá er tilgang- inum náð. Þetta getur verið krefjandi en einnig er svo gam- an að sjá árangurinn og hvað þessi litli kríli ná að muna og geta. Þau öðlast um leið styrk og öryggi og smátt og mátt geta þau séð af foreldrum sín- um og notið sín ein að dansa.“ Hverjir eru silfursvanir? „Silfursvanirnir okkar eru frábær viðbót við nemendaflóruna. Þar bjóðum við upp á mjúka og létta tíma sem einkennast þó mest af tignarlegum hreyfingum, glæsileika og gleði. Þar er oft mikið hlegið og ofsalega gaman. Þetta var búið að blunda í mér í nokkur ár því ég sá oft á netmiðlum að eldri konur voru að óska eftir því að svona tímar væru í boði hér á landi og við settum því saman frá- bært prógramm fyrir aldurinn 65 ára plús og þessir tímar hafa aldeilis slegið í gegn. Við erum með þessa tíma á morgnana, í eftirmiðdaginn og á kvöldin. Við erum svona smá að vinna í því að fá þær með okkur upp á svið í Borg- arleikhús á árlegu nemendasýningarnar. Það kemur vonandi að því á næsta ári. Þær segjast alltaf þurfa að æfa sig og læra meira. Sjálfar segjast þær finna mikinn mun á sér eftir að þær byrjuðu, þá aðallega á auknum styrk, úthaldi og jafnvægi, sem er svo nauðsynlegt þegar við eldumst.“ Hvað gerir þú til að halda þér í formi? „Sjálf stunda ég mat-pílates tímana sem við bjóðum upp á. Ég er eiginlega alveg háð þeim. Þessir tímar hafa verið mjög vinsælir enda frábært kerfi til að styrkja allt út frá miðju líkamans. Tímarnir byggjast á styrktaræfingum, jafnvægisæfingum og djúpvöðvaþjálfun, mest unnið á dýnu og alltaf út frá miðju líkamans. Þetta finnst mér besta líkamsræktin fyrir mig í dag. Næ oft að finna fyrir nýjum harðsperrum sem ég hef kannski aldrei fundið áð- ur.“ Hvaða heilsuráð hefur þú haldið þig við frá upphafi? „Hreyfingin fylgir mér í vinnunni en það þarf líka að huga að andlegri heilsu, hugsa um og næra sjálfan sig og það finn ég betur eftir því sem ég eldist. En fyrir utan þetta klassíska eins og að huga að mataræði og svefni finnst mér góður göngutúr oft gera kraftaverk, andlega sem líkamlega. Og svo auðvitað að drekka nóg af vatni.“ Hvað með drengi, eru þeir mikið í ballett? „Drengirnir eru í minnihluta í almennu dansnámi, því miður. En það eru alltaf að koma fleiri inn, sérstaklega í yngstu hópana. Það er jafn hollt fyrir þá að læra aga, regl- ur, fá að dansa eins og mús eða hoppa eins og kanína. Þetta er þroskandi prógramm fyrir öll börn og eykur hreyfifærni og styrk og er góður undirbúningur fyrir svo margt.“ „Ballettinn valdi mig“ Brynja Scheving er skólastjóri Ballettskóla Eddu Scheving. Hún hóf ballettnám ung að árum í skól- anum móður sinnar en auk þess stundaði hún nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Hún segir ballett kenna aga og laga stöðu fólks. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Anna K. Scheving Ballettskóli Eddu Scheving var stofnaður 1961 og hefur allar götur síðan sérhæft sig í kennslu í klassískum ballett. Myndir frá árlegum nemendasýningum skólans í Borgarleikhúsinu þar sem allir nemendur frá þriggja ára aldri koma fram. Brynja Scheving ásamt dóttur sinni Eddu. Ljósmynd/Anna K. Scheving

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.