Fréttablaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 2 1 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 2 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Kolefnisjafnaðu aksturinn með Orkulyklinum Jafnaðu þig hjá Orkunni orkan.is A ct av is 9 1 1 0 1 3 Omeprazol Actavis 20 mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is STJÓRNMÁL Fjórar nýjar ríkisstofn- anir verða til á næstunni nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Húsnæðis- og mannvirkjastofn- un er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúða lánasjóð og Mannvirkjastofn- un og verður hinni nýju stofnun ætlað að „annast framkvæmd hús- næðis- og byggingarmála hér á landi og framfylgja þeirri stefnu stjórn- valda að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem er vistvænt, heilsu- samlegt og uppfyllir nútímakröfur og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform“, að því er fram kemur í þingmálaskrá félags- og húsnæðis- málaráðherra. Frumvarp fjármálaráðherra um nýja Nýsköpunar- og umbótastofn- un verður lagt fram í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri stofnun á þessu sviði sem heildstæð nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins. Á vorþingi hyggst umhverfisráð- herra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðs- ins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja frumvarp um endurupptöku- dóm fram að nýju en frumvarp um sérstakan dómstól um endurupp- töku mála var fyrst lagt fram í tíð Sigríðar Á. Andersen. Í frumvarpinu er lagt til að endur- upptökunefnd verði lögð niður og settur verði á fót sérdómstóll sem skeri úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt frumvarp- inu á hinn nýi dómstóll að hafa aðsetur hjá Dómstólasýslunni. Á næstu dögum verður lagt fram að nýju frumvarp fjármálaráðherra um Þjóðarsjóð. Sjóðnum verður ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Ekki er ljóst af frum- varpinu hvort og hve mikil yfir- bygging Þjóðarsjóðs verður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir áformin ekki til þess fallin að auka skil- virkni eða hagræðingu í kerfinu, það sé einfaldlega ekki innbyggt í ríkisstjórnina. „Það er alltaf gott að sameina ríkisstofnanir og reyna að ná sem mestri hagræðingu í ríkisrekstri en þessi ríkisstjórn er ekki að ein- falda stjórnkerfið, hún er að flækja það,“ segir Þorgerður Katrín. „Ríkis- stjórnin er ekki að spá í neitt annað en að halda sér saman, á meðan þenst ríkisbáknið út.“ – aá / sjá síðu 4 Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Ríkisstjórnin áformar að sameina og breyta ríkis- stofnunum ásamt því að setja á laggirnar nýjan dómstól sem og Þjóðarsjóð. Alls verða til fjórar nýjar ríkisstofnanir. Formaður Viðreisnar telur áformin ekki verða til að auka skilvirkni í kerfinu. Ríkisstjórnin er ekki að spá í neitt annað en að halda sér saman, á meðan þenst ríkisbáknið út. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar Fjöldi manns tók þátt í göngu í tilefni af bíllausa deginum í hádeginu í gær. Bíllausi dagurinn er árlegur við- burður, gangan í gær var skipulögð af Samtökum um bíllausan lífsstíl og Ungum umhverfissinnum. Gengið, eða hjólað, var frá gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar niður að Lækjartorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÍÞRÓTTIR Valskonur urðu um helg- ina Íslandsmeistarar í knattspyrnu þegar liðið vann Keflavík í lokaleik sínum í Pepsi Max-deild kvenna. Þar með eru Valskonur handhafar allra stóru boltatitlanna. Valskonur urðu Íslands-, bikar- og deildar- meistarar bæði í Domino’s-deild kvenna í körfubolta og Olís-deild kvenna í handbolta. Hinum meg in við lækinn fékk KR af hentan Íslandsmeist- arabikarinn eftir sigur á FH. Mikil gleði ríkti á Meistara- völlum í gær þeg a r Ósk a r Örn Hauksson lyfti bikarnum. – bb / sjá síðu 12 Bikarar á loft UMHVERFISMÁL Auðvelt væri að skipta út einni milljón lítra af olíu, sem notuð er í Eyjafirði, fyrir lífdísil. Olían yrði framleidd úr líf- rænum úrgangi sem fellur til. Orku- skiptin væri hægt að framkvæma á innan við tveimur árum. „Við gerum ráð fyrir að verkefnið muni kosta um fimm hundruð milljónir króna og greiðast upp á um 15 árum,“ segir Guð- mundur Haukur Sigurðsson, fram- k v æ m d a s t j ó r i Vistorku á Akur- eyri. Ef af yrði myndi það þýða minnkandi kolefn- islosun sem nemur útblæstri þús- und bíla. – sa / sjá síðu 6 Olía úr fitu 2 3 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :4 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 D 6 -E 4 7 4 2 3 D 6 -E 3 3 8 2 3 D 6 -E 1 F C 2 3 D 6 -E 0 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.