Fréttablaðið - 23.09.2019, Page 4

Fréttablaðið - 23.09.2019, Page 4
ÁRA5ÁBYRGÐ FIAT ATVINNUBÍLAR FIAT DUCATO Verð frá 4.024.194 án vsk. 4.990.000 m/vsk. FIAT TALENTO L2H1 Verð frá 3.298.387 án vsk. 4.090.000 m/vsk. FIAT DOBLO Verð frá 2.225.806 án vsk. 2.760.000 m/vsk. FIAT FIORINO Verð frá 1.854.032 án vsk. 2.299.000 m/vsk. ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 STJÓRNMÁL Ráðherrar mæta nú til þingnefnda til að kynna þau mál sem þeir hyggjast leggja fram á næstunni. Af þeim málum sem formenn fastanefnda nefna við Fréttablaðið má búast við að átök um ólíka hagsmuni höfuðborgar- svæðisins annars vegar og lands- byggðarinnar hins vegar verði fyrir- ferðamikil á nýhöfnu haustþingi. Meðal stærstu mála sem koma til þingsins eru samgönguáætlun, auk frumvarpa um veggjöld og einkaframkvæmdir í vegakerfinu, frumvarp um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum auk margra stórra landbúnaðarmála. Formenn fastanefnda nefna þó f leiri mál eins og þjóðarsjóð, lækkun bankaskatts og neyslurými fyrir notendur fíkniefna. Þótt Alls- herjar- og menntamálanefnd eigi eftir að fá kynningu frá ráðherrum er óhætt að fullyrða að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði ofar- lega á baugi í nefndinni en mennta- málaráðherra hefur lagt áherslu á að hið nýja styrkjakerfi komist til framkvæmda nú um áramót. Styrr hefur staðið um málið, ekki síst í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Mismikill málaþungi er í nefnd- um enda eðli þeirra og hlutverk ólíkt. Stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd er ekki með eins mikið af hefðbundnum þingmálum til meðferðar en fjallar um skýrslur frá bæði Ríkisendurskoðun og Umboðsmanni Alþingis. Nefndin fjallar líka um ýmis mál sem upp kunna að koma til að rækja eftir- litshlutverk þingsins. Ekki er ólík- legt að nefndin muni funda um þau ágreiningsmál sem komin eru upp innan lögreglunnar en Ríkisendur- skoðun hefur samþykkt að gera stjórnsýsluendurskoðun á embætti ríkislögreglustjóra. Utanríkismálanefnd hefur einnig nokkra sérstöðu og fjallar gjarnan um alþjóðamál þegar þau koma upp. „Reynslan kennir okkur að ólíklegustu mál geta undið upp á sig og aukaatriði jafnvel orðið að aðalatriðum,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýr formaður utanríkis- málanefndar. Nefndin tekur við öllum EES-málum óháð því á hvaða málefnasviði þau eru en Sigríður hyggst setja kraft í endurskoðun á verklagi við innleiðingu þeirra bæði formlega og efnislega í nefndinni og í viðeigandi málefnanefndum. Mikið annríki verður í efnahags- og viðskiptanefnd þetta haustið og á formaður nefndarinnar, Óli Björn Kárason, von á um það bil 50 Stefnir í átök borgar og byggða Samgöngumál, veggjöld, landbúnaðarmál, sameiningar sveitarfélaga. Stærstu mál nýhafins þings eru þekkt átakamál byggðapólitíkur hér á landi. Fréttablaðið ræddi við formenn fastanefnda Alþingis. Þingmenn landsbyggðarkjördæmanna þriggja munu hafa í nógu að snúast á yfirstandandi þingi miðað við viðfangsefnin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Meðal helstu mála í nefndum Alþingis Utanríkismálanefnd • Ýmsar lagabreytingar með það markmið að tryggja áunnin rétt- indi breskra og íslenskra borgara við Brexit • Verklag við innleiðingu EES- gerða Efnahags- og viðskiptanefnd • Þjóðarsjóður • Lækkun bankaskatts • Lækkun erfðafjárskatts • Breytingar á samkeppnislögum • Breytingar á lögum um neyt- endalán – neytendavernd gagn- vart smálánafyrirtækjum Atvinnuveganefnd • Búvörulög – kostnaður við út- hlutun tollkvóta • Endurskoðun búvörusamnings • Einföldun regluverks í sjávar- útvegi og landbúnaði • Bætt eftirlit með fiskveiði (meðal annars vegna brottkasts) Umhverfis- og samgöngunefnd • Samgönguáætlun • Gjaldtaka af umferð og heimild til að fela einkaaðilum fjár- mögnun, framkvæmdir og veghald á tilteknum köflum þjóðvega • Lágmarksfjöldi íbúa í sveitar- félagi Fjárlaganefnd • Fjárlög og fjáraukalög • Frumvarp um umbótamál ríkisins • Fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 (á vorþingi) Allsherjar- og menntamálanefnd • Stuðningur við einkarekna fjöl- miðla • Breytingar á fyrirkomulagi námslána • Frumvarp um heimild ráðherra til að skipa sama sýslumanninn yfir fleiri embætti Velferðarnefnd: • Frumvarp um Neyslurými • Heildarendurskoðun lyfjalaga Stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd • Umfjöllun um skýrslur ríkisend- urskoðunar og umboðsmanns Alþingis • Breytingar á upplýsingalögum – réttarstaða þriðja aðila Sigríður Á. Andersen utanríkismála- nefnd Helga Vala Helgadóttir velferðarnefnd Þórhildur Sunna Ævarsdóttir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Páll Magnússon allsherjar- og menntamála- nefnd Bergþór Ólason umhverfis- og samgöngunefnd Óli Björn Kárason efnahags- og viðskiptanefnd Willum Þór Þórsson fjárlaganefnd Lilja Rafney Magnúsdóttir atvinnuvega- nefnd málum frá ríkisstjórninni, auk þing- mannamála. „Nefndarmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af verkefna- skorti í vetur,“ segir Óli Björn. Bergþór Ólason, for maðu r umhverfis- og samgöngunefndar, býst við miklum skoðanaskiptum um annars vegar samgöngumál og hins vegar um fyrirhugaðan lág- marksfjölda íbúa í sveitarfélagi en í atvinnuveganefnd má einkum búast við skiptum skoðunum um landbúnaðarmálin. adalheidur@frettabladid.is Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Hilmar biðlar til stjórn valda um hjálp: „Ég er mjög leiður yfir þessu“ Mohammad Sayeed, dyggur stuðningsmaður íslenska landsliðsins, fær ekki vegabréfs- áritun hingað til lands. Stjórnar- meðlimur Tólfunnar er leiður. 2 Stuðnings menn E ver ton æfir út í Gylfa Stuðningsmenn Everton eru æfir út í Gylfa Sigurðs- son vegna frammistöðu hans í tapi Everton á laugardaginn. 3 Tryggvi Rúnar: „Má Katrín skammast sín fyrir sinn þátt í þessari sögu“ Barna barn eins af sak borningunum í Guð mundar- og Geir finns málinu, er harðorður í garð forsætisráðherra. 4 „For ysta Eflingar hagi sér eins og verstu skúrkar í at vinnu- rek enda stétt“ Tveir starfsmenn Eflingar sendu frá sér yfirlýsingu vegna ummæla framkvæmda- stjóra Eflingar um helgina. HÚSAVÍK Starfsmaður PCC-kísil- versins á Bakka slasaðist í síðasta mánuði þegar hann fékk í sig skot úr byssu sem er notuð til að losa þrýsting úr bræðsluofnum verk- smiðjunnar. Þetta er annað slíkt slys á tæpu ári. Skotið endurkastaðist í hönd starfsmannsins en hann var aldrei í lífshættu. Byssuskotin eru varaúrræði til að losa ofnana ef hefðbundnar leiðir eru ekki færar, til dæmis vegna bilunar. – bþ Annað slys í kísilveri PCC Byssan sem brúkuð er á Bakka. 2 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :4 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -F D 2 4 2 3 D 6 -F B E 8 2 3 D 6 -F A A C 2 3 D 6 -F 9 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.