Fréttablaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 12
FÓTBOLTI Valskonur urðu um helg-
ina Íslandsmeistarar í fótbolta eftir
3-2 sigur á Kef lavík í lokaumferð
Pepsi Max-deildar kvenna. Valur
er þar með Íslandsmeistari kvenna
í öllum stóru boltaíþróttunum,
körfu- , hand- og fótbolta.
Þetta er í fyrsta sinn sem eitt félag
er handhafi Íslandsmeistaratitl-
anna í stærstu þremur boltagrein-
unum á Ísland, og á það bæði við
um karla- og kvennaf lokk. Fyrr á
árinu varð Valur Íslands-, bikar- og
deildarmeistari bæði í Domino’s-
deild kvenna í körfubolta og Olís-
deild kvenna í handbolta.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
sem stóð vaktina á miðjunni hjá Val
segir að sér hafi verið tekið vel frá
fyrstu mínútu en hún kom í félagið
fyrir tímabilið eftir að hafa fengið
þau skilaboð að hennar krafta væri
ekki óskað hjá Stjörnunni, þar sem
hún hafði verið síðan 2005.
„Ég vissi að þegar ég kæmi í Val
þá yrði ég mikill Valsari. Ég er mikil
félagsmanneskja og er mikið hér á
Hlíðarenda og held mikið með Val
í dag. Ég er búin með tímann minn
sem Stjörnumanneskja og það er
alltaf erfitt að kveðja klúbbinn sem
maður var lengi í og viðskilnaður-
inn var leiðinlegur þannig þetta er
extra sætt,“ segir hún.
Marg rét Lára Viðarsdóttir,
markahæsta landsliðskona frá upp-
hafi, kom aftur í Val fyrir fjórum
árum úr atvinnumennskunni. Hún
segir titilinn vera sérstakan í ljósi
sögunnar.
„Baklandið er sterkt og gott. Við
erum með gott teymi í kringum
okkur og allir hjálpast að og róa í
sömu átt. Svo fáum við kveðjur og
hvatningu frá handbolta- og körfu-
boltastelpunum og ég veit hrein-
lega ekki hvaða félag ætlar að toppa
þennan árangur. Að vera með þrjú
lið sem Íslandsmeistara á sama
árinu... Þetta er bara Valur. Þetta
er lýsandi dæmi fyrir þetta félag,“
segir hún.
Valur endaði tímabilið án þess
að tapa leik og segir Margrét Lára
að hún sé ákaf lega stolt af þeim
árangri. „Á stundum sem þessari
finnst mér við hæfi að líta til baka
og við erum búnar að vera frábærar
í sumar. Við höfum ekki tapað leik
og öruggar í okkar aðgerðum.
Ég er ótrúlega stolt af þessu liði,
þessum hóp og ungu stelpunum
sem hafa stigið þvílíkt upp. Elín
Metta hefur blómstrað í sumar
og einhvern veginn hafa ótrúlega
margar sprungið út.“ – bb
FÓTBOLTI Óskar Örn Hauksson
lyfti Íslandsbikarnum fyrir KR og
gleðin var ósvikin. Frá því síðasta
tímabil kláraðist hefur KR gert
ótrúlega hluti.
Þetta byrjaði strax á undirbún-
ingstímabilinu þar sem liðið vann
Bose-mótið eftir sigur á Breiða-
bliki í vítaspyrnukeppni. Thedór
Elmar Bjarnason var þá að íhuga
að koma heim og taka slaginn og
spilaði úrslitaleikinn. Reykja-
víkurmótið var einnig tekið með
gullverðlaun um hálsinn.
Liðið vann svo Lengjubikarinn
eftir sigur á ÍA og þó að f lestir
spáðu fráfarandi Íslandsmeistur-
um Vals titlinum var ljóst að eitt-
hvað var að gerast í Vesturbænum
undir stjórn Rúnars Kristinssonar.
Mótið hófst reyndar ekkert
of boðslega spes fyrir KR og var
liðið í fjórða sæti eftir fimm leiki
með tvo sigurleiki, tvö jafntef li og
eitt tap.
Í áttundu umferð fór KR upp á
Akranes og vann þar spútniklið ÍA
1-3 og skellti sér á topp deildarinn-
ar þar sem það hefur verið síðan.
Varnarleikur KR hefur verið til
fyrirmyndar og liðið hefur aðeins
fengið á sig 22 mörk. Séu varnar-
menn liðsins skoðaðir þá má þar
finna markvörðinn Beiti Ólafsson
sem var nánast hættur í fótbolta.
Hægri bakvörður hefur verið
Kenny Chopart sem er þekktari
fyrir sóknarleik en varnarleik en
Daninn hefur sprungið út í nýrri
stöðu. Kristinn Jónsson hefur
verið vinstri bakvörður og er
einn af mönnum mótsins. Frá því
Kristinn snéri heim úr atvinnu-
mennsku hefur hann lítið sýnt í
búningi KR en í sumar hefur hann
blómstrað svo eftir hefur verið
tekið.
Miðverðirnir eru annars vegar
Finnur Tómasson og hins vegar
Ar nór Sveinn Aðalsteinsson.
Finnur hefur komið eins og storm-
sveipur inn í íslenskan fótbolta og
margir vilja meina að Arnór sé
einn af mikilvægustu mönnum
KR. Hann er jú ekki vanur að spila
miðvörð, er með ungling sér við
hlið og óreyndan Dana hægra
megin við sig.
Lykilmenn hafa sloppið við
meiðsli og þannig hafa Óskar Örn,
Pálmi Rafn, Tobias Thomsen og
Pablo Punyed spilað nánast hverja
mínútu. Þegar svo meiðslin bönk-
uðu á dyrnar komu aðrir inn í liðið
svo áfallið varð minna. Arnþór
Ingi varð á skömmum tíma einn
mikilvægasti leikmaður liðsins
og þegar hann meiddist út tíma-
bilið var búist við að KR myndi
taka smá dýfu. Það gerðist þó ekki.
KR er vel að titlinum komið.
Liðið spilaði heilsteyptasta bolt-
ann í sumar og náði í úrslit sem
skiptu máli. Rúnar Kristinsson
hefur verið frábær á hliðarlínunni
og varla stigið feilspor. Í viðtölum
eftir að titillinn kom í hús er ljóst
að þjálfarateymið vann vel saman
og náði vel til leikmanna. Það skil-
aði sér í að Óskar Örn fékk bikar-
inn af hentan í gær.
benediktboas@frettabladid.is
KR-ingar hafa verið magnaðir í allt sumar og eru verðskuldaðir sigurvegarar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Björgvin Stefánsson og Rúnar Krist-
insson á góðri stundu.
Óskar Örn Hauksson klappar fyrir stuðningsmönnum KR.
Ein af stjörnum KR í sumar, Arnór
Sveinn, smellir kossi á bikarinn.
Margrét Lára og Dóra María Lárusdóttir rífa upp Íslandsmeistarabikarinn en níu ár eru síðan Valur vann síðast.
Valskonur töpuðu ekki leik á tíma-
bilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Magnað hjá KR á Meistaravöllum
KR fékk Íslands-
meistarabikarinn af-
hentan í gær eftir sigur
á FH. Tímabilið hefur
verið lyginni líkast fyrir
stuðningsmenn KR sem
hafa geta brosað ansi
lengi.
3
mörk hefur KR skorað á 55.
mínútu.
4
vítaspyrnur hefur KR fengið
í sumar og skorað úr þeim
öllum.
37
gul spjöld hefur KR fengið.
2
rauð spjöld hefur liðið
fengið í sumar.
308
leiki hefur Óskar Örn
Hauksson spilað í efstu
deild. Hann sló einn-
ig markamet í Ellerts B.
Schram í sumar og er orðinn
markahæsti KR-ingurinn.
4
tapleikir í sumar hjá KR.
Fyrir Grindavík og HK í
deildinni, FH í bikarnum og
Molde í Evrópukeppninni.
9
sinnum í sumar vann KR
eins marks sigur, þar af
fjórum sinnum 1-0.
49
stig eru komin í hús og getur
KR jafnað stigametið í 12
liða deild, 52 stig, sem KR
sjálft og Stjarnan eiga.
Valskonur handhafar allra Íslandsmeistaratitla í kvennaflokki
+PLÚS
2 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
3
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
D
6
-E
4
7
4
2
3
D
6
-E
3
3
8
2
3
D
6
-E
1
F
C
2
3
D
6
-E
0
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K