Fréttablaðið - 23.09.2019, Síða 34
Fyrirtækið Rými selur fyrst og fremst fallega ofna í fínni kantinum, hitapanela sem
sinna geislahitun í híbýlum og loft-
skiptakerfi, sem eru frábær nýjung í
loftræstingu.
„Rými selur vönduð þýsk loft-
skiptakerfi, en slík kerfi hafa verið í
miklum vexti síðasta áratuginn eða
svo,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson,
sölustjóri hjá Rými. „Þau eru mjög
hljóðlát, en loftskiptin virka þannig
að bæði heitt og kalt loft sem kemur
inn er sent í gegnum varmaskipti.
Heitara loft hitar þá kaldara og
öfugt, eftir þörfum,“ segir Þor-
steinn. „Það munar bara einni
gráðu á loftinu sem kemur inn
og fer út. Þannig er hægt að halda
jafnvægi í hitastigi loftsins og spara
bæði hita og orku.“
Það er svo hægt að breyta öllum
stillingum með forriti í símanum og
til dæmis tímastilla kerfið, þannig
að maður komi heim úr vinnunni í
hreint og ferskt loft.“
Lækkar kostnað, minnkar þrif
Heimir Finnsson pípulagninga-
meistari setti upp loftskiptakerfi
á heimili sínu og er afar ánægður
með kerfið.
„Þetta þrælvirkar. Maður losnar
til dæmis alltaf við alla matarlykt út
Alltaf ferskt loft á heimilinu
Það fer ekki mikið fyrir loftskiptakerfinu í loftinu á stofunni hjá Heimi, þar
sjást aðeins þessi litlu göt í loftinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Ívar Guðlaugur Ingvarsson, jarð-fræðingur og stofnandi Ingeto, hefur starfað að margvíslegri
rannsóknarvinnu á jarðvegi og
sjó á Íslandi. Allar rannsókn-
irnar miða að því að sækja orku úr
umhverfinu fyrir varmadælur með
ýmsum lausnum. Rannsóknirnar
hefur Ívar meðal annars unnið
í samstarfi við Die Friedrich-
Alexander háskólann í Erlangen-
Nürnberg þar sem hann stundaði
meistaranám, Rehau í Þýskalandi
og Orkustofnun. „Við fengum sýni
víðsvegar frá í Evrópu og mældum
varmaeiginleika jarðvegsins við
mismunandi aðstæður. Rannsókn-
in beindist að því að sækja orku úr
jarðvegi. Ég komst meðal annars
að því að íslensku sýnin sýndu
fram á öðruvísi gildi en víða í Evr-
ópu,“ segir Ívar. „Til að búnaðurinn
virki sem best þurfa fyrst að fara
fram ýmsar rannsóknir,“ bendir
hann á. „Áhersla var lögð á að nýta
tækni og búnað sem góð reynsla er
komin á en með varmadælum er
hægt að sækja orku á umhverfis-
vænan hátt sem þar að auki eykur
orkusparnað hjá neytendum.“
Ingeto býður upp á mikið úrval
af varmadælum og búnað til
að gera þær skilvirkar, svo sem
lághitaofna, stýribúnað og loft-
hreinsikerfi. Öll kerfin eru hönnuð
með þarfir viðskiptavinar að
leiðarljósi. Ingeto sér um að hanna
kerfin í samstarfi við notendur,
framleiðendur, hönnuði og verk-
fræðinga, allt eftir því hvað á við
í hvert skipti. Rafson ehf. sér um
sölu, uppsetningu og þjónustu en
einnig eru þjónustuaðilar úti um
allt land. „Varmadæla ein og sér
er ekki töfralausn, hlutirnir þurfa
að passa saman en þá er átt við
hitastýringu, hringrásardælur,
loftflæði og síðast en ekki síst þarf
kerfið að vera sniðið að notand-
anum sjálfum. Eins fer það eftir
aðstæðum hvar þörfin er mest. Oft
er hægt með réttri stýringu á ofna-
kerfi að lækka orkukostnað um
30% jafnt á heimilum sem vinnu-
stöðum,“ útskýrir Ívar.
„Ingeto býður upp á bestu
mögulegu lausnir hverju sinni. Við
sérhæfum okkur í sölu og þjónustu
á vörum frá leiðandi merkjum í
Evrópu og eigum sterkt tengslanet
við framleiðendur. Við setjum
aðstæður og óskir viðskiptavina
í fyrsta sæti og leitumst ávallt við
að finna hagstæðustu lausnina,“
bætir Ívar við. „Við vinnum með
ýmsum fyrirtækjum, meðal
annars fjölda verkfræðistofa.
Allir birgjar sem við verslum við
eru evrópskir en meðal þeirra
er Dimplex í Þýskalandi sem er
annað tveggja fyrirtækja í heim-
inum sem komu fyrst með varma-
dælur á almennan markað.“
Ívar og samstarfsfólk hans hafa
verið að rannsaka hvernig best
er að nota orku úr íslenskum sjó
við Seyðisfjörð til að kynda með
varmadælum. „Við unnum þetta
verkefni fyrir Nýsköpunar- og iðn-
aðarráðuneytið með erlendri verk-
fræðistofu sem sérhæfir sig í slíkum
verkefnum. Niðurstöðurnar sýndu
þrjár mismunandi leiðir til að hita
húsnæði á Seyðisfirði með varma-
dælum sem sækja orkuna í kaldan
sjóinn. Þetta var í fyrsta skipti sem
sýnt hefur verið fram á raunhæfa og
hagkvæma aðferð til að nýta svona
kaldan sjó í svona stóru verkefni.
Þá teljum við nauðsynlegt að vinna
með óháðum aðilum í stórum verk-
efnum þar sem trúverðugleiki þarf
að vera báðum megin borðsins,“
segir Ívar og bendir á að gott sam-
starf hafi verið við Guðmund H.
Sigurðsson hjá Rafson en hann sé
með 15 ára reynslu í uppsetningu
á varmadælubúnaði og búnaði
honum tengdum.
„Til að tryggja sem bestu
þjónustu verðum við með nám-
skeið á tveimur stöðum hér á landi í
október sem verða haldin af tækni-
manni frá Dimplex. Hann mun
sýna hvernig á að þjónusta búnað
frá okkur eins og varmadælur,
loftræsikerfi, stýribúnað og fleira,“
segir Ívar en Ingeto hefur verið með
fjölmörg námskeið á undanförnum
árum, bæði hér á landi og erlendis.
Ingeto hefur starfað frá árinu
2016 og hefur vaxið mikið frá þeim
tíma. Ívar hefur sjálfur unnið við
orkurannsóknir frá árinu 2013.
Til að fræðast meira um ýmsa
möguleika er varðar hitun húsa
með varmadælum er hægt að hafa
samband við Ívar hjá Ingeto í síma
888 3361 eða Rafson. Þá er hægt að
skoða vöruúrval á heimasíðunni
www.ingeto.eu.
Raunhæf lausn til að lækka hitakostnað
Fyrirtækið Ingeto sérhæfir sig í hönnun á dælukerfum í samstarfi við Rafson ehf. Fyrirtækið býð-
ur margvíslegar lausnir er varða varmadælur og ofnakerfi. Gæði og fagmennska eru í fyrirrúmi.
Ívar Guðlaugur frá Ingeto og Guðmundur frá Rafson ehf. á Seyðisfirði.
Rými selur loft-
skiptakerfi sem
geta séð heimil-
inu fyrir fersku
og góðu lofti og
lækkað kynding-
arkostnað, geisla-
hitunarkerfi og
gullfallega ofna.
af heimilinu á 10-15 mínútum eftir
eldamennsku því það er stöðugt
að koma ferskt loft inn í húsið,“
segir Heimir. „Á morgnana er líka
alltaf ferskt loft í öllu húsinu þó að
gluggar hafi verið lokaðir á meðan
fólk svaf, því það myndast ekkert
þungt loft. Það sama gildir ef maður
hefur verið að heiman í hálfan
mánuð og allir gluggar hafa verið
lokaðir á meðan. Annar kostur,
sem ég sá ekki fyrir, er að það berst
miklu minna ryk inn í íbúðina, sem
minnkar þörfina fyrir þrif.
Maður þarf í rauninni aldrei að
opna glugga frekar en maður vill,“
segir Heimir. „Varmaskiptakerfið
tryggir líka að kyndikostnaður í
húsinu verður rosa lítill.
Þetta ætti bara að vera staðal-
búnaður í öll hús,“ segir Heimir.
Ný aðferð við hitun
sem sparar orku
„Við seljum líka hitapanela sem
eru snilldartæki, en útreikningar
sýna að þeir spara orku um allt
að 45 prósent. Panelarnir senda
frá sér hitageislun sem hitar þig
en ekki endilega allt rýmið,“ segir
Þorsteinn. „Auðvitað hitnar rýmið
um leið, en það er ekki tilgangur
kerfisins. Hitamyndavélar sýna
að hitinn verður mestur neðst og
kalda loftið situr efst í herberginu,
öfugt við það sem gerist vanalega.
Þetta var sett upp í 23 metra
hæð í nýju flugskýli Icelandair og
svínvirkar þar,“ segir Þorsteinn.
„Annar góður kostur við þessa
hitunaraðferð er að skýlið kólnar
til dæmis ekki mikið þó að það sé
opnað. Hitablásaraloft myndi allt
leita út og hitastigið falla, en hitinn
er kominn aftur mjög fljótt þegar
svona geislun er notuð. Þessi tækni
hefur líka verið að koma inn í skrif-
stofubyggingar hægt og rólega og
það er einnig hægt að láta kerfið
taka inn kalt vatn, en þá virkar það
jafn vel og loftræsting til að kæla
loftið.“
Fallegir ofnar í öll rými
„Við seljum líka ýmsar gerðir af
ofnum til að prýða heimili, en útlit
ofnanna er tekið inn í hönnun
rýmanna sem þeir eiga að prýða,“
segir Þorsteinn. „Það eru nokkur
dæmi um vel heppnaða nýtingu
á slíkum ofnum í Reykjavík, til
dæmis á Exeter hótelinu, Grill-
markaðnum og á nýja Hilton
hótelinu í Hafnarstræti.“
fyrir öll tölvurými og gagnaver
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Við tökum út
og þjónustum
kæli- og
loftræsti-
kerfi
Hismið
FRETTABLADID.IS
á frettabladid.is
hlustaðu þegar þér hentar
4 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M Á N U DAG U RLOFTRÆSTIKERFI OG HITASTÝRINGAR
2
3
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
D
7
-0
2
1
4
2
3
D
7
-0
0
D
8
2
3
D
6
-F
F
9
C
2
3
D
6
-F
E
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K