Fréttablaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 10
Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Hegðunin ó af sakan leg og maðurinn leitað sér að stoðar Starfsmaður forsetaskrifstofunn­ ar áminntur vegna kynferðislegrar áreitni í starfsmannaferð í París. Forseti Íslands segir að um sé að ræða óafsakanlega hegðun. 2 Hafnar full yrðingum Mána um sér hags muna gæslu vegna RÚV Guð mundur H. Páls son, for­ maður Sam bands ís lenskra aug­ lýsinga stofa, hafnar full yrðingum um að þóknanir RÚV til SÍA séu for senda af stöðu SÍA. 3 Myrti barnið sitt því það hætti ekki að gráta Réttað var yfir breskri konu sem hristi barnið sitt því það hætti ekki að gráta með þeim afleiðingum að barnið lést. 4 Skatt svika máli Sigur Rósar vísað frá Máli fjögurra liðs­ manna hljóm sveitarinnar Sigur Rósar var vísað frá dómi. Fjór­ menningarnir sættu á kæru fyrir stór felld skatt svik. Allur máls­ kostnaður greiðist úr ríkissjóði. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Rvík · hekla.is Sími 590 5000 · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum Mitsubishi Það þarf ekki að fjölyrða um vinsældir Mitsubishi Outlander. Frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið hefur þjóðin tekið honum með útbreiddan faðminn enda kemur hann frá góðri fjölskyldu. Colt, Lancer, Galant og Pajero eru þjóðþekkt nöfn úr fjölskyldunni sem hefur um árabil átt hug og hjörtu Íslendinga. Mitsubishi fjölskyldan saman- stendur af fjölbreyttum tegundum gæðabíla sem henta við allar aðstæður. Komdu við og hittu fjölskylduna á bakvið Outlander. Við hlökkum til að sjá þig! Styrkurinn liggur í breiddinni Outlander PHEV 2020 Verð frá 4.690.000 kr. Eclipse Cross Verð frá 4.090.000 kr. ASX 2020 Verð frá 4.190.000 kr. MIKILVÆGASTA AF ÖLLU ER FJÖLSKYLDAN 5 ár a áb yr gð fy lg ir fó lk sb ílu m H E K LU a ð up p fy llt um á kv æ ðu m á b yr gð ar sk ilm ál a. Þ á er a ð n na á w w w .h ek la .is /a b yr gd Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/mitsubishisalur K JAR AMÁL Samband íslenskra sveitar félaga (SÍS) hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Félagsdóms í máli sem Starfsgreinasambandið (SGS) höfðaði til að knýja fram viðræður um jöfnun lífeyrisrétt- inda. Með úrskurði í síðustu viku féllst Félagsdómur á að yfirlýsing sem gefin var út í tengslum við kjarasamninga 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda lyti að kjaraatriðum. Forsaga málsins er sú að í yfir- standandi kjaraviðræðum aðila vildi SGS að gengið yrði til viðræðna um hvernig ná megi fram jöfnuði milli almenna og opinbera lífeyriskerfis- ins. Var þar vísað til áðurnefndrar yfirlýsingar frá 2009. Samninga- nefnd Sambands íslenskra sveitar- félaga hefur hins vegar ekki viljað ræða þetta í viðræðunum nú. Af þeim sökum ákvað SGS í ágúst- mánuði að höfða mál fyrir Félags- dómi. Voru þar settar fram aðal- og varakröfur um að sveitarfélögin tryggðu starfsmönnum sínum sem eiga aðild að SGS greiðslu á sér- stöku viðbótariðgjaldi til að jafna lífeyrisréttindi. Þessum kröfum var í síðustu viku vísað frá Félags- dómi þar sem þær voru ekki taldar lúta að réttarágreiningi um skilning eða gildi kjarasamnings. Til þrautavara krafðist SGS þess að aðilar hæfu viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda en eins og fyrr segir hafnaði Félagsdómur frávísunar- kröfu SÍS í þeim lið. Til stóð að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar í Félagsdómi í næstu viku. SÍS ákvað hins vegar að nýta sér heimild til að vísa málinu til Hæstaréttar. Magnús M. Norðdahl, lögfræð- ingur ASÍ, rekur málið fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Hann segir sveitarfélögin byggja á því að samkomulagið frá 2009 hafi ekkert skuldbindandi gildi. „Sveitarfélögin eru að svara af fullri hörku í þessu efni og það er ekkert rosalega gott innlegg í samningaviðræðurnar,“ segir Magnús. Hann hafnar alfarið málflutningi SÍS um að hér sé um „skúffuskjal“ að ræða sem sé ekki hluti af undirrit- uðum kjarasamningi. „Þessi samn- ingur um lífeyrismálin er gerður sér- staklega. Þar er skuldbinding um að aðilar ætli að setjast niður og ræða lífeyrismálin. Það er bara verkefni sem menn þurfa að fara í. Það verður ekkert komist undan því.“ Samningurinn sé ótímabundinn en sé uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara einu sinni á ári. Hann sé því enn í gildi. „Samningur er samn- ingur og samninga ber að virða,“ segir Magnús. Gera má ráð fyrir að SÍS fái viku- frest til að skila Hæstarétti kæru- málsgögnum í málinu. Að því loknu fær SGS vikufrest til að skila sínum gögnum. Það gæti svo tekið Hæstarétt aðra viku að komast að niðurstöðu. Það gætu því liðið um þrjár vikur þangað til það liggur fyrir hvort Félagsdómur muni fjalla efnislega um málið. Í yfirlýsingu SGS segir að mál- flutningur SÍS veki upp spurningar um hvernig hægt sé að gera samn- inga við aðila sem kalli samninga sem þeir sjálfir skrifi undir „skúffu- skjal“. „Þessi harða og ósveigjanlega afstaða gagnvart starfsmönnum sveitarfélaganna er gríðarlega mikil vonbrigði og getur haft afar alvar- legar af leiðingar á næstu vikum,“ segir í yfirlýsingu SGS. sighvatur@frettabladid.is Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað deilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) um efndir á samkomulagi um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda til Hæstaréttar. Mikil vonbrigði að mati SGS. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Í yfirlýsingu SGS er lýst yfir miklum vonbrigðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þessi harða og ósveigjanlega afstaða gagnvart starfs- mönnum sveitarfélaganna er gríðarlega mikil von- brigði og getur haft afar alvarlegar afleiðingar á næstu vikum. Yfirlýsing Starfsgreinasambandsins 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 3 -6 2 6 0 2 3 F 3 -6 1 2 4 2 3 F 3 -5 F E 8 2 3 F 3 -5 E A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.