Fréttablaðið - 05.10.2019, Page 32

Fréttablaðið - 05.10.2019, Page 32
Kynferðisofbeldi 1. hluti af 5 „Ég ætlaði aldrei að kæra. Vinnu- veitandi minn tók eftir mikilli vanlíðan. Ég mætti illa í vinnu og gaf óljósa skýringu á því. Sagði ein- faldlega að það væri búið að ganga svolítið á hjá mér. Vinnuveitandinn bað um fund með mér og ég sagði honum allt af létta. Í framhaldinu fylgdi hann mér í Bjarkarhlíð og þar var tekið vel á móti mér. Ég var spurð hvort ég vildi kæra og ég svaraði, nei, ekki séns! Ég gat ekki hugsað mér það þá. En það átti eftir að breytast. Ég smám saman áttaði mig á því að ég þyrfti þess og fann til ábyrgðar. Ég vildi ekki að sá sem braut á mér myndi meiða fleiri. Ég fór á lögreglustöðina með vin- konu minni og réttargæslumaður fylgdi mér. Ég beið lengi niðri í and- dyrinu og hitti svo rannsóknarlög- reglumanninn og tvo aðra til við- bótar. Ég sagði frá og fann strax að þeim fannst frásögnin skrýtin. Þau reyndar sögðu það beint við mig. Að þau skildu málið ekki. Að þetta væri svo ótrúlega skrýtið mál og f lókið. Mér fannst viðmótið strax kuldalegt. Svo fékk ég símtal frá réttar- gæslumanni mínum sem tjáði mér að annar maður hefði verið handtekinn. Ég fékk ekki að vita af hverju þó að seinna hafi komið í ljós að þarna hefði hinn rétti ger- andi verið handtekinn. Þegar ég fór aftur í skýrslutöku til lögreglunnar var ég ítrekað spurð hvort ég hefði tekið eftir því hvort viðkomandi hefði verið með skegg. Svo skellti rannsóknarlögreglukonan því fram að annar maður hefði játað á sig verknaðinn. Hún hreytti þessu í mig. Ég fékk taugaáfall. Ég vissi samt að ég bar ekki ábyrgð á því hvernig komið var. Gerandinn villti á sér heimildir, þóttist vera maðurinn sem ég kærði. En rannsóknarlögreglan sýndi mér ískalda fyrirlitningu og spurði mig hvort ég vissi hvað sá sem ég kærði hefði þurft að ganga í gegnum. Hvernig honum liði? Hún varpaði skömminni á mig. Hún sýndi aldrei þessar áhyggjur af minni líðan. Ég og sá sem ég kærði upphaflega erum félagar. Við vitum og skiljum að það er gerandinn sem á sök á öllum þessum sársauka. Hans er skömmin, ekki mín og ekki okkar. En það gerði ekki lögreglan. Réttargæslumaður minn sagði lögregluna vilja senda mig í geð- rannsókn. Ég var send í sálfræði- mat. Ég fékk ekki að vita af hverju ég var send í þetta mat. Hvort það væri mér til stuðnings eða nauðsyn- legt við rannsókn málsins. Niður- staðan var að ég væri skýr og við góða heilsu en þyrfti mikla og sér- tæka áfallahjálp. En það var ekki minnst á það við mig. Þetta skipti engu máli. Ég var oft nálægt því að gefast upp. Ég grét eftir hvert einasta skipti sem ég þurfti að hitta þessa konu sem rannsakaði mál mitt. En mamma stappaði í mig stálinu og sú tilhugsun að hann gæti gert þetta við f leiri. Mig langaði ekkert til að hætta við en var oft að bugast. Ég skil vel fólk sem treystir sér ekki til að kæra þegar framkoman er svona. Ég þarf að glíma við af leiðingar kynferðisof beldisins allt mitt líf. En nú þarf ég líka að glíma við van- traust og sársauka eftir samskiptin. En ég vil samt taka það fram að ég er þakklát lögreglunni fyrir sitt starf, það er bara viðmótið sem jók á áfallið. Þolendur ættu ekki að þurfa sérstaklega að leita sér hjálpar vegna framkomu lögreglu við sig.“ Grét eftir hvert einasta skipti hjá lögreglunni 300 250 200 150 100 50 0 ✿ Fjöldi nauðgana skv. málaskrárkerfi lögreglu 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 99 98 128 180 129 185 122 178 213 263 Tölfræði vegna ársins 2018 fyrir landið alltFrásögn ungu konunnar SVO SKELLTI RANN- SÓKNARLÖGREGLUKONAN ÞVÍ FRAM AÐ ANNAR MAÐUR HEFÐI JÁTAÐ Á SIG VERKNAÐINN. HÚN HREYTTI ÞESSU Í MIG. ÉG FÉKK TAUGAÁFALL. „Ég vil samt taka það fram að ég er þakklát lögreglunni fyrir hennar starf, það er bara viðmótið sem jók á áfallið,“ segir unga konan sem lýsir viðmóti lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 239 MÁLSMEÐFERÐAR- DAGAR Á NAUÐGUN Í RANNSÓKN. 41% KÆRÐRA NAUÐGANA FER Í ÁKÆRUMEÐFERÐ. 24% MÁLA ERU ENN Í VINNSLU. 107 NAUÐGANIR FÓRU Í ÁKÆRUMEÐFERÐ. *H ei m ild : R ík is lö gr eg lu st jó ri 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 3 -3 1 0 0 2 3 F 3 -2 F C 4 2 3 F 3 -2 E 8 8 2 3 F 3 -2 D 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.