Fréttablaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 77
hins vegar á að í bók sem Løvland
skrifaði sjálfur og ber titilinn You
Raise Me Up komi fram að hann
hafi verið við störf á Íslandi í tvær
ískaldar vikur í janúar 1995. Og það
hafi ekki verið fyrsta heimsóknin
til Íslands. „Árið áður hafði ég fram-
leitt tvær plötur á Íslandi,“ rifjar
Løvland upp í bókinni sem kom út
árið 2015.
Að sögn Jons Kjell voru útvarps-
stöðvar RÚV og Bylgjan iðulega
hafðar á í Stúdíó Sýrlandi. „Að
teknu tilliti til stöðugrar og reglu-
legrar spilunar á Söknuði, sem
íslenskt útvarpsfólk getur staðfest,
tel ég það mjög líklegt að Løvland
hafi heyrt Söknuð á meðan hann
var í Stúdíó Sýrlandi,“ segir í yfir-
lýsingu Jons Kjell.
Tókst loks að stefna Løvland
Með skjölunum sem lögð hafa verið
fyrir dóminn í LA er einmitt yfir-
lýsing frá útvarpskonunni Andreu
Jónsdóttur. Staðfestir hún að Sökn-
uður hafi fengið gríðarlega útvarps-
spilun allt frá því lagið kom fyrst út.
„Í ljósi þessarar stöðugu spilunar í
útvarpi í meira en fjóra áratugi
getur Söknuður talist mest leikna
lag allra tíma í íslensku útvarpi,“
fullyrðir Andrea.
Einnig er meðal skjalanna yfir-
lýsing frá Jónasi R. Jónssyni og
upptökumanninum Tony Cook
varðandi tímasetningu á upptöku
plötunnar Hananú með Vilhjálmi
Vilhjálmssyni þar sem lagið Söknuð
er að finna. Segja þeir svokallaðar
demóupptökur hafa verið gerðar
í maí 1976 og að eiginlegar upp-
tökur hafi byrjað 7. desember það
ár. Platan kom svo út 1977.
Steinar Berg Ísleifsson, sem gaf út
fjölda hljómplatna í gegnum fyrir-
tækin Steina og Skífuna, vitnar í
yfirlýsingu um hversu gríðarvel
Söknuður hafi selst. Það hafi í raun
gert plötuna Hananú að því sem
hún varð. Lagið hafi komið út í
fjölda útgáfa. Fyrir dóminum liggur
skjal þar sem listaðar eru 47 útgáfur
af laginu.
Þá vitnar Jófríður Björnsdóttir
um það að lagið Söknuður í instrú-
mental útgáfu hafi verið á lagalista
sem leikinn hafi verið um borð í
f lugvélum Icelandair fyrir f lug-
tak og eftir lendingu á tíunda ára-
tugnum, eða á því tímabili sem Rolf
Løvland heimsótti Ísland. Jófríður
var þá f lugfreyja hjá Icelandair.
Segir lögmaður Jóhanns líklegast að
Løvland hafi f logið með Icelandair
og þannig heyrt Söknuð.
Ellert Ingason, hjá Útfararstofu
Kirkjugarðanna, staðfestir að allt
frá því Söknuður kom út árið 1977
til dagsins í dag sé það mest leikna
lagið við útfarir að frátöldum
lögum sem finna megi í íslensku
sálmabókinni.
Vitnað er í Fréttablaðið frá 8. júlí
2007 þar sem 25 álitsgjafar völdu
Söknuð sem besta íslenska dægur-
lag 20. aldarinnar.
Greining Ríkarðs Pálssonar og
Arnar Óskarssonar frá árinu 2004
sem unnin var fyrir STEF þar sem
líkindi milli Söknuðar og You Raise
Me Up eru sögð vera 97 prósent er
einnig lögð fram. Þetta hefur áður
komið fram í Fréttablaðinu.
Í skjölunum er einnig að finna
yfirlýsingu frá Hjalta Árnasyni
sem kveðst ásamt félögum sínum
hafa rekið útvarpsstöð í Ósló
fyrir Íslendingafélagið árin 1995
til 2002. Útsendingar hafi verið í
sex klukkustundir á þriðjudags-
kvöldum á rás sem þeir deildu með
öðrum útvarpsstöðvum og útsend-
ingin náð til Óslóar og Akershus.
„Þar sem ákveðið var strax í
byrjun að spila aðeins íslenska
tónlist var Söknuður oft leikinn,“
segir í yfirlýsingu Hjalta sem kveðst
glaður munu mæta ásamt sam-
starfsmanni sínum og vitna.
Stefna Jóhanns Helgasonar á
hendur Rolf Løvland sjálfum var loks
birt Norðmanninum með atbeina
norskra yfirvalda og samkvæmt
Haag-sáttmálunum um stefnu-
birtingar 16. ágúst síðastliðinn.
Áður hafði Norðmaðurinn í tvígang
endursent stefnuna til lögmanns
Jóhanns. Løvland mun ekki enn hafa
tilnefnt lögmann fyrir sína hönd
fyrir dómstólnum í Los Angeles.
SEINNA KOMST ÉG AÐ ÞVÍ
AÐ STUTTU EFTIR ÚT-
GÁFU PLÖTUNNAR HEFÐU
EIGENDUR RÉTTARINS AÐ
AUTUMN LEAVES SAKAÐ
LØVLAND UM LAGASTULD.
Jon Kjell Seljeseth
Bók Rolfs Løvland frá árinu 2015 er nú notuð gegn honum fyrir dómi.
Rolf
Løvland
við störf
í Stúdíó
Sýrlandi
á Íslandi.
Góður undirbúningur skiptir öllu máli
Félagsmenn VR og atvinnurekendur þurfa að komast að samkomulagi um
útfærslu styttingarinnar fyrir 1. desember. Ef ekkert samkomulag er gert styttist
vinnudagurinn sjálfkrafa um 9 mínútur.
Kynntu þér mögulegar útfærslur á vr.is/9min
Á DAG
Á VIKU
Á MÁNUÐI3 51
54
9
Er vinnustaðurinn
þinn tilbúinn?
Vinnudagur félagsmanna VR
styttist um 9 mínútur 1. janúar 2020
Er vinnustaðurinn þinn
tilbúinn?
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 37L A U G A R D A G U R 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
0
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
3
-5
8
8
0
2
3
F
3
-5
7
4
4
2
3
F
3
-5
6
0
8
2
3
F
3
-5
4
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
0
4
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K