Fréttablaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 24
Ný bók Andra Snæs Magnasonar er Um tímann og vatnið og hann fléttar inn í hana sögum af forfeðrum sínum og
fjölskyldu og kemur víða við, Dalai
Lama er til dæmis meðal persóna.
Það er greinilegt að Andri Snær
hefur lagt gríðarlega vinnu, orku og
hugsun í þessa bók og útkoman er
sannarlega áhrifamikil. Bókin hefur
þegar verið seld til nokkurra landa
og þeim á örugglega eftir að fjölga.
Andri Snær segir að bókin hafi
verið afar lengi í vinnslu. „Þetta
eru hlutir sem ég hef verið með
athyglina á í næstum 20 ár. Það eru
tíu ár síðan fyrstu drögin urðu til og
bókin hefur þróast í fyrirlestrum
sem ég hef haldið í háskólum víða
um heim og samtölum við vísinda
menn. Hér er um að ræða stærsta
mál sem jarðarbúar standa frammi
fyrir og mér fannst óþægilegt að
hafa ekki grundvallaratriðin á
hreinu, ég vildi skilja stærðirnar og
hugtökin. Ég þurfti að læra grunn
atriðin sem varða hafið, loftslagið
og jöklana áður en ég gat skrifað um
þessi málefni á skiljanlegu máli og
lagt inn í aðrar sögur.“
Í bókinni fangar Andri Snær
tímann, leiðir saman kynslóðir og
tengir ungar og komandi kynslóðir
við þær eldri. Bókinni lýkur á árinu
2102. „Mig langaði til að skapa djúpa
tilfinningu fyrir framtíðinni sem
er byggð á sterkri tilfinningu fyrir
minni eigin fortíð og samskiptum
við afa og ömmur og forfeður mína.
Það var mikill galdur að reyna að ná
þessu öllu saman.“
Mannkynið skilur sögur
Andri Snær segir að hann hafi alls
ekki verið fullviss um að hann ætti
að skrifa bók um loftslagsbreyting
ar. „Á tímabili fannst mér að ég væri
ekki rétti maðurinn til að skrifa um
þessa vá. Það sem fyllti mig full
vissu var að fræðimenn, innlendir
og erlendir, sögðu mér að þeir hefðu
ekki endilega hæfileika til að flétta
þetta efni inn í stærra samhengi.
Þeir sögðust vera sérfræðingar á
sínu sviði og vandinn væri sá að
vísindi þeirra kæmust ekki til skila
nema þeim væri f léttað inn í sögur.
Mannkynið skilur sögur. Þess vegna
er Greta Thunberg svo mikilvæg
núna, heimurinn tengir við hana
í gegnum sögu hennar. Hún er að
segja það sama og vísindamenn en
við hlustum á hana.“
Það er gnægð af sögum í þessari
haganlega fléttuðu bók Andra Snæs,
ásamt greiningu á vandanum sem
mannkyn stendur frammi fyrir
og hugmyndum að lausnum. „Það
hefði ekki verið neitt vandamál að
plægja á einni helgi heimsenda
greinar í fréttum, raða þeim í rétta
tímaröð og búa til bók. Mitt vanda
mál var að finna framtíðarsýn þar
sem væru lausnir sem ég tryði sjálf
ur á,“ segir hann. „Allt sem ég segi
byggi ég síðan á vísindum. Færustu
vísindamenn á hverju sviði hafa
ráðlagt mér og lesið yfir hjá mér. Ef
einhverjar villur slæðast inn þá ber
ég ábyrgð á þeim en ég naut meðal
annars liðsinnis jöklafræðinga,
loftslagsfræðinga, sjávarlíffræðinga
og haffræðinga.
Súrnun sjávar er stærsta breyt
ing á efnafræði jarðar í 50 milljón
ár ásamt því sem er gerast í and
rúmsloftinu. Það hlýtur að koma
mér við. En hvernig á ég að segja
frá þessu í bók? Orðið „súrnun“
er ekki þrungið merkingu eins og
kjarnorkusprengja. Ég þarf að gera
lesandanum ljóst að orðið sé risa
vaxið en hafi allt of litla merkingu.
Það er meðal þess sem ég reyni í
þessari bók.“
Allt er tengt í heiminum
Þú segir á einum stað í bókinni að
skáldskapurinn hafi verið þinn
f lótti og þú hafir látið aðra um
aktívismann. Það er greinilegt að
þú hefur lagt mikla ástríðu og orku
í þetta verk, geturðu snúið aftur í
skáldskapinn?
„Þegar ég hafði lokið við bókina
hugsaði ég um það hvort ég ætti
afturkvæmt í skáldskapinn. Ég vona
að ég eigi það en það fór gríðarlega
mikil orka í þetta verk. Stundum
var efnið það yfirþyrmandi að ég
varð að leggja það frá mér og skrif
aði Tímakistuna og smásagnasafn.
Fyrir tveimur árum hugsaði ég:
Hvernig í ósköpunum ætlarðu að
tengja saman brúðkaupsferð afa
og ömmu upp á Vatnajökul, Dalai
Lama og frænda sem endurholdg
aðist sem krókódíll? Lausnin var að
flæða úr einni sögu í aðra og skapa
samt heildstæða sögu. Mig langaði
að búa til heim þar sem einhvers
konar tilviljanir og töfrar tengdu
þetta allt saman. Ég vissi líka að
þetta ætti allt heima í einni bók og
yrði ein heild, ég vildi sýna fram á
að allt er tengt í heiminum og allir
tengjast öllu.“
Allsherjar endurhugsun
Í þessari bók ertu að lýsa kynslóð
afa þíns og ömmu sem byggði allt
frá grunni og endurnýtti allt, bar
virðingu fyrir verðmætum og henti
engu. Er þetta ein af lausnunum fyrir
okkur?
„Já, það er þannig. Ein af lausn
unum er það sem amma sagði:
Kláraðu matinn þinn og vertu í
peysunni af stóru systur þinni! Þessi
kynslóð byggði upp 20. öldina. Hún
byggði hitaveitur og íþróttahallir,
vegina, brýrnar og sjúkrahúsin.
Þessi kynslóð fór í gegnum ýmis
legt, margir ólust upp við skort,
en maður upplifir ekki að það hafi
verið óhamingja í því að þurfa að
stofna íþróttafélög eða jöklarann
sóknarfélag og búa til þá hluti sem
við erfum. Þvert á móti, það er
ákveðinn kraftur í frumkvöðla
and an um og því að stofna lýðveldi.
Við héldum að við gætum tekið við
þessu og byggt lúxus ofan á það og
sýndarveruleika. Það er ekki þann
ig.
Stóra verkefnið fram undan er
allsherjar endurhugsun. Ef við höld
um línulega áfram eins og ekkert sé
þá fer ekki vel, það er vísindalega
sannað. Það er samt ekki endilega
neikvætt að vera hluti af kynslóð
sem þarf að breyta hlutum. Það er
mikil sköpun og hugsun í því. Það
er heldur ekki endilega neikvætt að
vera kynslóð sem hefur æðra hlut
verk, og í þessu tilfelli felst hlut
verkið í því að tryggja lífvænlega
jörð fram á næstu öld. Það þarf að
endurhanna nánast allt, það þarf að
breyta allri orkuframleiðslu, mat
vælaframleiðslu, samgöngum og
neysluvenjum á næstu 30 árum og
helst fyrr.“
Er í alvöru einhver von um að það
takist? Kína, Rússland og Banda-
ríkin virðast til dæmis ekki ætla að
leggja mikið af mörkum og skortur á
áhuga þeirra hlýtur að skipta máli.
„Ég er ekki gott viðmið á bjart
sýni. Ef það væru 0,1 prósent líkur
á að þetta takist myndi ég halda í
þetta 0,1 prósent. Og fræðimenn
hafa sýnt fram á að það sé vel hægt
að ná þessum markmiðum þótt það
geti verið pólitískt erfitt og það er
Þarf að
endurhanna
allt
Um tímann og vatnið er titill á nýrri bók
eftir Andra Snæ Magnason. Þar fjallar hann
á afar áhrifaríkan hátt um þá skelfilegu vá
sem steðjar að mannkyni vegna loftslags-
breytinga og boðar róttækar lausnir.
„Mitt vandamál var að finna framtíðarsýn þar sem væru lausnir sem ég tryði sjálfur á.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VIÐ BÚUM VIÐ SIÐFERÐI-
LEGA KREPPU OG ERUM
FÖST Í KERFI SEM ERFITT
ER AÐ SLÍTA SIG ÚT ÚR EN
ER EKKI AÐ FARA NÓGU
HRATT Í RÉTTA ÁTT.
NÆSTU 30 ÁR SNÚAST UM
MIKLAR KERFISBREYT-
INGAR.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
3
-7
1
3
0
2
3
F
3
-6
F
F
4
2
3
F
3
-6
E
B
8
2
3
F
3
-6
D
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
0
4
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K