Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.05.1995, Qupperneq 10
8
Sveitarsjóðareikningar 1993
Hagstofiinnar eru allgóð árin 1992 og 1993. Öll sveitarfélög
með 400 íbúa eða fleiri skiluðu ársreikningum til Hag-
stofunnar bæði árin. Langflest sveitarfélaga með færri en
400 íbúa skiluðu gögnum; 130afl34árið 1992 og 131 af 135
árið 1993. Eftirtalin sveitarfélög stóðu ekki skil á árs-
reikningum til Hagstofu íslands þessi tvö ár:
Árið 1992 íbúafjöldi
Fljótahreppur 164
Haukadalshreppur 45
Nauteyrarhreppur 38
Saurbæjarhreppur 111
Samtals 4 hreppar 358
Árið 1993
N autey rarhreppur 33
S aurbæj arhreppur 111
Skefilsstaðahreppur 46
Þverárhreppur 101
Samtals 4 hreppar 291
Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að afla reikninga frá öllum
sveitarfélögum nær skýrslugerðin til sveitarfélaga með
99,86% af íbúafjölda landsins fyrra árið og 99,89% það
seinna.
Afkoma sveitarfélaga 1993. Umfang sveitarfélaga eins
og það kemur fram í þessari skýrslu er annað en það sem
mælt er í þjóðhagsreikningum. Munurinn skýrist einkum af
því að hér eru fjármál sveitarfélaga sett fram sérstaklega, en
í þjóðhagsreikningum eru þau talin hluti af starfsemi hins
opinbera í heild. Þetta snertir fýrst og fremst innbyrðis
samskipti ríkissjóðs og sveitarfélaga og þar með hvar út-
gjöld af sameiginlegri starfsemi þessara aðila eru talin. í
þjóðhagsreikningum eru tilfærslur frá ríkissjóði til sveitar-
félaga færðar sem útgjöld hjá ríkissjóði og koma til frá-
dráttar vergum (brúttó) útgj öldum sveitarfélaga. í reikningum
sveitarfélaga - og þar með í þessari skýrslu - eru þessar
tilfærslur taldar til tekna hjá þeim og koma þannig á móti
vergum útgjöldum þeirra. Þá koma tekjur af seldri þjónustu
sveitarfélaga til lækkunar á útgjöldum þeirra í uppgjöri
þjóðhagsreikninga og teljast í flestum tilvikum til einka-
neyslu. Hjá sveitarfélögum eru þessar tekjur færðar í tekju-
hlið rekstrarreiknings og eru hluti af ráðstöfunarfé þeirra.
Að síðustu eru öll fjármál Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga talin
hjá sveitarfélögum í þjóðhagsreikningum. I þessari skýrslu
kemur fram hjá sveitarfélögum eingöngu sá hluti af flár-
málum Jöfnunarsjóðs sem varðar samskipti hans við þau en
fyrirgreiðsla sjóðsins við aðra aðila er ekki meðtalin.
í þessari skýrslu um fjármál sveitarfélaga á árinu 1993 er
í yfirlitstöflum reynt að sýna þau í samhengi við afkomu
þeirra árið á undan. Með því móti fæst gleggri mynd en ella
af helstu breytingum sem urðu á fjárhag sveitarfélaganna á
árinu 1993. í 2. yfirliti er dregin upp mynd af fjármálum
sveitarfélaganna þessi tvö ár.
2. yfirlit. Tekjur og gjöld sveitarfélaga 1992-1993
Summary 2. Local government revenue and expenditure 1992-1993
Milljónir króna á verðlagi hvers árs Million ISK at current prices HlutfallafVLF') Percent of GDP
1992 1993 1992 1993
Heildartekjur 37.924 37.731 9,5 9,2 Total revenue
Skatttekjur 26.354 25.484 6,6 6,2 Tax revenue
Þ.a. beinir skattar 15.441 15.636 3,9 3,8 Direct taxes
Þ.a. óbeinir skattar 10.913 9.848 2,7 2,4 Indirect tœces
Þjónustutekjur 6.985 8.023 1,8 2,0 Service revenue
Vaxtatekjur 856 846 0,2 0,2 Interest
Tekjurtil fjárfestingar 3.059 3.364 0,8 0,8 Capital transfers received
Ýmsartekjur 670 14 0,2 0,0 Other revenue
Heildargjöld 40.382 43.442 10,1 10,6 Total expenditure
Rekstrargjöld 26.236 28.856 6,6 7,0 Operational outlays
Fjármagnskostnaður 1.973 2.350 0,5 0,6 Interest
Gjöldtil fj árfestingar 12.173 12.236 3,1 3,0 Investment outlays
Tekjujöfnuður -2.458 -5.711 -0,6 -1,4 Revenue balance
Verglandsframleiðsla,enhúnvar397.917m.kr. 1992og410.982 m.kr. 1993samkvæmtáætlunÞjóðhagsstofnunarímars 1995.Landsframleiðslandróstsaman
um 3,3% að raungildi fyrra árið en jókst um 1,1% seinna árið. Gross domesticproduct was 397.917 million ISK in 1992 and 410,982 million ISK in 1993.