Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.05.1995, Page 11
Sveitarsjóðareikningar 1993
9
Árið 1993 voru gjöld sveitarfélaga 5,7 milljarðar umíram
tekjur og er það rösklega tvöfalt meiri halli en árið áður.
Halli sveitarfelaga svaraði til 15% af heildartekjum þeirra
á árinu 1993. Heildartekjur sveitarfélaga námu um 9,2% af
landsframleiðslu ársins 1993 og heildargjöld þeirra um
10,6%. Hlutfall gjalda var töluvert hærra á árunum 1992 og
1993 en það hafði verið um árabil, en hlutfall tekna var
svipað og árin á undan. Áratuginn 1980-1990 mældust
umsvif sveitarfélaga yfirleitt á bilinu 9-10% af landstfam-
leiðslu hvers árs. Á sama tíma jókst landsffamleiðslan um
30% að raungildi.
Tekjur sveitarfélaga eru af þrennum toga; skatttekjur,
eigin rekstrartekjur og framlög frá öðrum. Síðasttaldi tekju-
stofninn kemur aðallega frá ríkissjóði vegna greiðslu á
hlutdeild hans í sameiginlegum verkefnum með sveitarfé-
lögum. í þeim yfirlitum sem hér eru sýnd er hugtakið
þjónustutekjur notað sem samheiti fyrir rekstrartekjur sveit-
arfélaga af veittri þjónustu að viðbættum rekstrarfram-
lögum frá öðrum, svo sem vegna kostnaðarhlutdeildar annarra
í sameiginlegum rekstri.
Á níunda áratugnum var hlutfall rekstrar- og Qármagns-
kostnaðar annars vegar og fjárfestingar hins vegar af heildar-
útgjöldum sveitarfélaga tiltölulega stöðugt. Á þessu tíma-
bili rann um ijórðungurafheildarútgjöldum sveitarfélaga til
fjárfestingar. Árin 1989-1992 hækkaði hlutfall ljárfestingar-
útgjalda í um og yfir 30% en á árinu 1993 lækkaði hlutfallið
í 28%.
Afkoma sveitarfélaga er afar mismunandi. Þar sem þau
eru mjög breytileg að stærð, legu og íbúaíjölda er erfitt að
finna hentugan mælikvarða til að bera ljármál þeirra saman.
Til að fá vísbendingu um mismunandi afkomu þeirra eru hér
dregnar ffam ýmsar upplýsingar um tekjur og gjöld sveitar-
félaga á hvem íbúa. Þetta kemur fram í 3. yfirliti en þar em
sveitarfélög með svipaðan íbúafjölda flokkuð saman og
afkoma þeirra sýnd á hvem íbúa í samanburði við önnur
sveitarfélög.
3. yfirlit. Afkoma sveitarfélaga á hvern íbúa 1992-1993
Summary 3. Local government finances per inhabitant by size of municipalities 1992-1993
í krónum á verðlagi hvers árs Höfuð- Önnur sveitarfélög eftir íbúafjölda ISK at current prices
Allt borgar- Other municipalities by number of inhab.
Whole Capital 1.000- 400-
country region >3.000 3.000 999 <400
Árið 1992 1992
Fjöldi sveitarfélaga er
skiluðu ársreikningum 193 9 7 19 28 130 Municipalities covered
Fjöldi íbúa þar 1. desember 261.835 151.779 42.353 29.829 17.874 20.000 Number of inhabitants
Hlutfall af heildarfjölda íbúa 99,86 100,0 100,0 100,0 100,0 98,2 Percent of total inhabitants
Heildartekjur 144.843 143.726 148.025 151.767 152.640 129.288 Total revenue
Heildargjöld -154.224 -159.096 -147.294 -156.049 -157.893 -125.922 Total expenditure
Tekjujöfnuður -9.380 -15.370 731 -4.283 -5.253 3.366 Revenue balance
Árið 1993 1993
Fjöldi sveitarfélaga er
skiluðu ársreikningum 192 9 7 19 26 131 Municipalities covered
Fjöldi íbúa þar 1. desember 264.628 154.232 42.641 29.927 17.081 20.747 Number of inhabitants
Hlutfall af heildarfjölda íbúa 99,89 100,0 100,0 100,0 100,0 98,6 Percent of total inhabitants
Heildartekjur 142.580 142.383 145.763 145.965 150.998 125.689 Total revenue
Heildargjöld -164.164 -169.656 -158.024 -158.259 -169.286 -140.253 Total expenditure
Tekjujöfnuður -21.583 -27.273 -12.260 -12.294 -18.287 -14.564 Revenue balance
Hlutfallsleg breyting Percentage change
1991-1992, %: 1991-19929
Heildartekjur 3,6 3,5 3,4 1,4 4,1 7,3 Total revenue
Heildargjöld 6,8 5,2 4,4 12,1 11,5 13,9 Total expenditure
Hlutfallsleg breyting Percentage change
1992-1993, %: 1992-19939
Heildartekjur -1,6 -0,9 -1,5 -3,8 -1,1 -2,8 Total revenue
Heildargjöld 6,4 6,6 7,3 1,4 7,2 11,4 Total expenditure
11 Tilsamanburðarmánefnaaðvísitalaframfærslukostnaðarhækkaðiaðmeðaltalium3,7%milliáranna 1991 og 1992 ogum 4,1% milliáranna 1992 og 1993.
By comparison the consumer price index rose by 3.7% between 1991 and 1992 and by 4.1% between 1992 and 1993.