Vinnumarkaður - 01.10.1994, Síða 5
Formáli
I þessu riti birtast í fyrsta sinn niðurstöður heildarúrvinnslu
úr vinnumarkaðskönnunum Hagstofu íslands árin 1991-
1993.
Hagstofa Islands hóf gerð reglubundinna kannana á vinnu-
markaðnum í apríl 1991. Tvisvar á ári er leitað símleiðis til
rúmlega 4.000 einstaklinga á aldrinum 16-74 ára sem valdir
eru af handahófi úr þjóðskrá og þeir spurðir um stöðu sína
á vinnumarkaði.
Eíhi þessarar skýrslu er skipt í ljóra meginflokka. Kafli 1
dregur fram helstu niðurstöður úr talnaefni því sem birt er.
I köflum 2 til 4 eru myndir og töflur úr vinnumarkaðs-
könnunum Hagstofu íslands 1991-1993. í köflum 5 til 8 eru
birt yfirlit yfir vinnumarkaðinn á sama árabili sem byggjast
á öðrum gögnum en vinnumarkaðskönnunum. I kafla 9 er
gerð grein fyrir aðferðum, áreiðanleika og hugtökum. Kafli
10 hefur að geyma enska útgáfu af greinargerð um aðferðir
og hugtök.
Undirbúningur, framkvæmd og úrvinnsla kannananna fór
öll fram á Hagstofunni. Margir hafa unnið við hana. Má þar
einkum nefna Astu Urbancic, Einar Olafsson, Elías
Héðinsson, Guðmund Amason, Hrönn Helgadóttur, Lárus
Blöndal, Omar S. Harðarson, Sigrúnu Gunnarsdóttur og
Þóru Ásgeirsdóttur. Höfundar þessarar skýrslu eru Ómar S.
Harðarson og Hrönn Helgadóttir en Sigurborg Steingríms-
dóttir annaðist umbrot ritsins.
Að því er stefnt að gefa út skýrslu um vinnumarkaðinn
fyrri hluta hvers árs með niðurstöðum kannana á næstliðnu
ári.
Við vinnumarkaðskannanimar sex, árin 1991-1993, hafa
um 8.000 manns verið spurðir af um 100 spyrlum. Hagstofan
kann öllu þessu fólki bestu þakkir fyrir ágætt samstarf.
Hagstofu íslands í október 1994
Hallgrímur Snorrason
Preface
The Statistical Bureau of Iceland began making regular
labour market surveys in April 1991. Twice a year the
Bureau contacts by telephone just over 4000 individuals
who are picked at random from the national register of
persons and interviewed about their employment status.
The present report contains an account of the results of
labour market surveys in the years 1991-1993 as well
selected data from other sources conceming the labour
market in the same period. The report gives an account of
the sampling, participation, participants, procedure, process-
ing and results of these surveys. Ómar S. Harðarson and
Hrönn Helgadóttir prepared this publication.
The Bureau intends from now on to publish an annual
labour market report in the first part of each year containing
the results of its labour market surveys in the preceding year.
The preparation, execution and processing of the surveys
was conducted exclusively by the Bureau's staff. In the six
surveys conducted in 1991-1993 some 8000 people were
interviewed by 100 interviewers. The Bureau wishes to
express its gratitude to all these people for their excellent
cooperation.
The Statistical Bureau of Iceland in October 1994
Hallgrímur Snorrason