Vinnumarkaður - 01.10.1994, Blaðsíða 117
Greinargerð um aðferðir og hugtök
115
9.1.3 Áreiðanleiki
Villur og skekkjuvalda í úrtakskönnunum má í grófum
dráttum flokka í tvennt: 1. Urtökuskekkju og 2. aðrar
skekkjur. Hér á eftir er aðallega ljallað um þær skekkjur sem
skipta máli fyrir úrvinnslu vinnumarkaðskönnunarinnar.
Ekki má líta á umfjöllunina sem tæmandi yfirlit yfir skekkjur
í úrtakskönnunum.
Úrtökuskekkja. Úrtaksrannsóknir hafa ávallt ákveðna
óvissu í för með sér, þar sem einstaklingar í úrtakinu eru
valdir af handahófi úr einhverri heildarskrá, t.d. þjóðskrá.
Óvissan felst í því að úrtakið er ekki nákvæm eftirmynd af
heildarskránni eða þýðinu. Þar sem þessi óvissa ræðst af
hendingu er unnt að reikna út öryggismörk fyrir þær stærðir
sem metnar eru. í töflu 9.3. eru sýnd öryggismörk fyrir
metnar stærðir í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar, miðað
við 95% öryggisstig. Til að ftnna öryggismörk fyrir t.d.
3.600 atvinnulausa á árinu 1991 eru fundin öryggismörk
fyrir þá metnu stærð í töflunni sem kemst næst þeim fjölda,
þ.e. ± 600. Af því má álykta að 95% líkur séu á því að
meðalatvinnuleysi 1991 haft verið á bilinu 3.000 til 4.200.
Sé stærð hóps metin minni en 1.000 fer frávikshlutfallið,
þ.e. hlutfall staðalskekkjunnar af metnu stærðinni, yfir
20%. Þær tölur svo og hlutfallstölur og meðaltöl fyrir smærri
hópa en 1.000 eru sérstaklega auðkenndar með stjömu (*,
sbr. t.d. töflu 9.4.).
Tafla 9.3. Staðalskekkja, frávikshlutfall og
öryggismörkívinnumarkaðskönnun-
um Hagstofu íslands
Table 9.3. Standard error, relative standard error and con-
fidence limits in the labourforce surveys
Metinnfjöldi Estimated number Staðalskekkja Standard error Frávikshlutfall Relative standard error Öryggismörk Confidence limits
1.000 200 17,8 ±400
3.000 300 10,2 ±600
5.000 400 7,9 ±800
8.000 500 6,2 ± 1.000
12.000 600 5,0 ± 1.200
17.000 700 4,1 ± 1.400
23.000 800 3,5 ± 1.600
31.000 900 2,9 ± 1.800
41.000 1.000 2,4 ± 2.000
56.000 1.100 2,0 ± 2.200
90.000 1.200 1.3 ± 2.400
Aðrar skekkjur. Aðrar skekkjur en úrtökuskekkju má
flokka í þrennt: 1. Skekkjur vegna þekju, 2. skekkjur vegna
brottfalls og 3. skekkjur vegna mælinga.
Þekjuskekkjur. Þekjuskekkjur stafa annars vegar af því
að sú skrá sem lögð er til grundvallar vali á úrtakinu, þ.e.
úrtökuramminn, er ekki tæmandi og hins vegar af því að í
rammanum em einstaklingar eða einingar sem ekki eiga þar
heima. Þetta kallast hvort um sig vanþekja og ofþekja.
Eins og áður er getið er úrtak vinnumarkaðskönnunarinnar
tekið úr hópi fólks á aldrinum 16-74 ára sem hefur lögheimili
á Islandi skv. þjóðskrá. I þjóðskránni er hins vegar allstór
hópur fólks sem hefur aðsetur erlendis vegna náms eða
vinnu til lengri tíma en 6 mánaða. Aðeins hluti þessa fólks
er skráður með slíkt aðsetur. Sé þessi hópur ekki dreginn frá
mannljöldanum á vinnualdri kemur fram umtalsverðurbjagi,
áætlanir um heildartölur verða ofáætlaðar sem því nemur.
I þessari skýrslu hafa því allar áætlaðar heildartölur verið
umreiknaðar til samræmis við meðalmannfjölda á
viðkomandi ári, eins og Hagstofan reiknar hann út, að
frádregnum fjölda þeirra sem vinnumarkaðskönnunin gefur
vísbendingu um að séu búsettir erlendis en hafa lögheimili
á Islandi. í töflu 9.4 er birt yfirlit um meðalmannijölda
1991-1993 eftir aldri og aðsetri eins og hann er metinn skv.
þessari aðferð.
Ekki er ástæða til að ætla að í þjóðskránni sé umtalsverð
vanþekja, þ.e. að í hana vanti fólk sem ætti að teljast til
þýðisins.
Tafla 9.4. Meðalmannfjöldi 16-74 ára eftir
aldursflokkum og aðsetri 1991-1993
Table 9.4. Mean population 16-74 years by age group and
residence 1991-1993
Árlegurmeðalfjöldi Alls Áíslandi Erlendis
Annual averages Total In Iceland Abroad
1991
Alls Total 177.988 173.386 4.602
16-24 ára years 37.799 36.100 1.699
25-34 ára years 43.167 41.069 2.098
35-44 ára years 36.278 36.090 188*
45-54 ára years 24.094 23.911 183*
55-64 ára years 20.754 20.539 215*
65-74 ára years 15.896 15.677 219*
1992
Alls Total 180.321 174.979 5.342
16-24 ára years 37.698 35.663 2.035 *
25-34 áiayears 43.313 40.893 2.420
35-44 ára years 37.289 36.807 482*
45-54 ára years 25.066 24.920 146*
55-64 árayears 20.707 20.612 95*
65-74 ára years 16.248 16.085 163*
1993
Alls Total 182.040 177.848 4.192
16-24 ára years 37.505 35.820 1.685
25-34 ára years 43.034 41.435 1.599
35-44 árayears 38.101 37.668 433*
45-54 ára years 26.210 26.015 195*
55-64 árayears 20.610 20.424 186*
65-74 ára years 16.580 16.485 95*
* Frávikshlutfall yfír 20%. Relaíive standarderror exceeds 20%.