Vinnumarkaður - 01.10.1994, Blaðsíða 115

Vinnumarkaður - 01.10.1994, Blaðsíða 115
Greinargerð um aðferðir og hugtök 113 9. Greinargerð um aðferðir og hugtök í þessari greinargerð er fjallað um vinnumarkaðskannanir Hagstofunnar, framkvæmd þeirra, áreiðanleika talna og helstu hugtök sem notuð eru. Þá er fjallað á svipaðan hátt um annað talnaefni skýrslunnar. 9.1 Vinnumarkaðskannanir Hagstofunnar 9.1.1 Aðdragandi Hér á landi hafa upplýsingar launagreiðenda um fjölda vinnuvikna samkvæmt launamiðum lengi verið ein helsta undirstaða mælinga á stærð vinnumarkaðar og fjölda ársverka eftir atvinnugreinum, kyni og búsetu. Þá hefur skráð atvinnuleysi hjá opinberum vinnumiðlunum legið til grundvallar mati á atvinnuleysi. Ymsir ágallar hafa verið á þessum gögnum. Upplýsingamar um fjölda vinnuvikna hafa hvorki verið fúllkomnar né nákvæmar og ekki verið hægt að draga ályktanir af þeim um vinnutíma, starfsstétt og fleira. Þá hafa upplýsingar um atvinnuleysi verið ósambærilegar við gögn um atvinnuleysi erlendis, auk þess sem erfítt hefur verið að greina þær eftir ýmsum hópum. í lok 9. áratugarins afréð Hagstofan því að efna til reglubundinna kannana til að afla haldbærra og greinargóðra gagna um vinnumarkaðinn hér á landi. Leitað var fyrirmynda frá öðrum Norðurlöndum og athugaðar vom sambærilegar kannanir sem gerðar voru í löndum Evrópubandalagsins. Fyrsta könnun Hagstofunnar var gerð í apríl 1991. Þær hafa síðan verið gerðar í apríl og nóvember ár hvert. 9.1.2 Framkvaemd Spurningalisti. Spumingar í vinnumarkaðskönnununum eru byggðar á ýmsum fyrirmyndum úr sambærilegum könnunum í nágrannalöndunum, einkum Norðurlöndum. Þar sem fyrstu sex kannanimar sem skýrsla þessi nær til em frumraun á sviði vinnumarkaðskannana hér á landi hefur spumingalistinn verið í nokkurri þróun á þessu tímabili. Bætt hefur verið við spumingum, aðrar felldar út og enn aðrar hafa verið umorðaðar til að fá áreiðanlegri svör. Þá hefúr verið tekið mið af því að hægt sé að senda gögn á stöðluðu formi til Hagstofu Evrópusambandsins í samræmi við samninga um Evrópska efnahagssvæðið. Tímasetning og fjöldi spyrla. Þátttakendur í hverri könnun em spurðir um atvinnuþátttöku í tiltekinni viku, svokallaðri viðmiðunarviku. Viðmiðunarvikan byrjar á laugardegi og er síðasta heila vikan áður en viðtal fer fram. Þar eð hver könnun stendur yfir í 12-14 daga er viðmiðunar- vikan færð fram á áttunda degi fyrir þá þátttakendur sem þá eru eftir. I fyrstu könnuninni var viðmiðunarvikan þó aðeins ein. Tafla 9.1. Framkvæmdatími, viðmiðunarvikur og fjöldi spyrla Table 9.1. Survey períods, reference weeks and number of inlerviewers Framkvæmdarími Survey period Viðmiðunarvikur Reference weeks Fjöldi spyrla Number of interviewers Apríl1991 13.-26. apríl 6.-12.apríl 60 Nóvember 1991 16.-29. nóv. 9.-22. nóv. 36 Apríl 1992 4.-15. apríl 28. mars-10. apríl 32 Nóvember 1992 7.-20. nóv. 31. okt.-13. nóv. 22 Apríl 1993 27. mars -7. apríl 20. mars-2. apríl 20 Nóvember 1993 13.-24. nóv. 6.-19. nóv. 20 Spyrlar í fyrstu vinnumarkaðskönnuninni voru ýmist starfsmenn Hagstofunnar eða starfsfólk sem var sérstaklega ráðið auk 24 nema úr HI. Alls komu 60 spyrlar við sögu í þeirri könnun en þó vom aldrei fleiri en 35 spyrlar að störfum samtímis. I síðari könnunum var svo til eingöngu stuðst við sérstaklega ráðna spyrla. Starfsmenn vom þá færri en hver vann lengur að viðkomandi könnun. Aður en kannanimar hefjast fá spyrlar tilsögn í að taka viðtöl, farið er yfir spumingamar og vafaatriði útskýrð. Gagnaöflun. Upplýsinga í vinnumarkaðskönnunum Hagstofunnar er aflað með símtölum. Aðallega er hringt á kvöldin og um helgar. Einnig er reynt að hringja að degi til í þátttakendur sem upplýsingar frá öðrum heimilismönnum benda til að séu helst viðlátnir þá. Símanúmer fólks í úrtakinu em fengin frá Póst- og símamálastofnun. Itarlegar tilraunir eru gerðar til þess að hafa uppi á þeim sem hafa flutt eða ekki hafa heimasíma. Engir þátttakendur eru þó heimsóttir. í nóvember 1992 var tekin upp sú nýbreytni að nota tölvur við gagnaöflun. Notast er við sérstakt forrit fyrir spurningakannanir, BLAISE, sem þróað hefur verið af hollensku hagstofunni og er notað víða erlendis. Forrit þetta sparar tíma við framkvæmd, auðveldar spyrlum að velja rétta röð spuminga og dregur til muna úr villum. Ekki síst hefur það gjörbreytt vinnubrögðum við úrvinnslu á gögnum þar sem tíminn frá því könnun lýkur og þar til fyrstu niðurstöður liggja fyrir hefur styst verulega. Svör við spumingum um starf, fyrirtæki og atvinnu voru áfram skráð á sérstök eyðublöð þar til í nóvember 1993 þegar spumingalistinn var allur forritaður fyrir tölvur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Vinnumarkaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnumarkaður
https://timarit.is/publication/1382

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.