Vinnumarkaður - 01.10.1994, Blaðsíða 15

Vinnumarkaður - 01.10.1994, Blaðsíða 15
Y firlit yfir helstu niðurstöður 13 1. Yflrlit yfir helstu niðurstöður I þessum kafla verður íjallað um nokkrar helstu niðurstöður skýrslunnar. Nánari skýringar á hugtökum eru í greinargerð um aðferðir og hugtök í kafla 9. Talnaefninu, einkum töflum í kafla 4, má í grófum dráttum skipta í þrennt. 1. Töflur sem ná til allra sem eru á vinnualdri, þ.e. 16-74 ára. 2. Töflur sem ná aðeins til starfandi fólks. 3. Töflur sem aðeins ná til atvinnulausra. Textinn hér á efitir fylgir þessari flokkun að mestu leyti. Til hagræðis fyrir lesendur er tilvísun í töflur eða myndir með fyrirsögn hverrar málsgreinar. 1.1 Mannfjöldinn 16-74 ára Atvinnuþátttaka alls og eftir kyni. Töflur 3.1,4.1. Myndir 2.1-2.4 I vinnumarkaðskönnunum 1991-1993 mældist atvinnu- þátttakan á bilinu 81-82%. Atvinnuþátttakan virðist hafa aukist lítillega írá árinu 1991 til 1992 en minnkað að nýju 1993. Þessi ár var atvinnujrátttaka karla á bilinu 86-88% en kvenna á bilinu 74-77%. A árinu 1993 dróst atvinnuþátttaka karla saman miðað við fyrri ár en atvinnuþátttaka kvenna jókst á hinn bóginn nokkuð á árinu 1993 miðað við fyrri ár. Þetta jafngildir því að á vinnumarkaði hafi verið 140.500 - 144.200 einstaklingar á þessu árabili, þar af 76.200 - 77.200 karlar en 64.300 - 67.000 konur. A sama tíma jókst atvinnuleysi úr 1,9% á árinu 1991 í 5,3% á árinu 1993. Það jafngildir því að atvinnulausum hafi fjölgað úr 3.600 árið 1991 í 7.600 manns á árinu 1993. Samanburður við önnur lönd. Tafla 8.1 Á alþjóðlegan mælikvarða er atvinnuþátttaka mjög mikil á íslandi. Árin 1991-1993 varhún alls um 81%-82%. Á sama tímabili var hún lítið eitt meiri í Svíþjóð en minni á öðrum Norðurlöndum. Hér á landi var atvinnuþátttaka karla þetta árabil svipuð eða meiri en í Svíþjóð, Noregi og Ástralíu, en nokkru minni en í Bandaríkjunum. Aðeins í Svíþjóð var atvinnuþátttaka kvenna meiri en hér á landi á þessu sama tímabili. Atvinnuleysi á Islandi var minna en samanburðar- löndunum á árunum 1991-1993.Þaðj ókst í öllum löndunum. Hlutfallsleg aukning var einna mest í Svíþjóð, Finnlandi og á íslandi en minnst í Bandaríkjunum. Atvinnuþátttaka eftir aldri. Töflur 4.1, 4.5 Atvinnuþátttaka vex fram um miðjan aldur en minnkar eftir það. Atvinnuþátttaka karla nær hámarki á aldursskeiðinu 35-54 ára, 97-99%, en hjá konum er atvinnuþátttaka mest á aldursskeiðinu 45-54 ára eða 89-91%. í aldurshópnum 16- 24 ára er atvinnuþátttaka kvenna nánast sú sama og hjá körlum. Efitir 24 ára aldur skilur mjög á milli atvinnuþátttöku kynja. Á aldrinum 25-34 ára fór atvinnuþátttaka karla yfir 95% á tímabilinu 1991-1993 en atvinnuþátttaka kvenna á sama aldursskeiði var 75-82% þetta árabil. Þetta verður helst skýrt með ijölda bama á heimili. Séu böm á heimili er atvinnuþátttaka kvenna minni en ef engin eru, eða 81-82% á móti 91-92%. Atvinnuþátttaka kvenna minnkar einnig með auknum bamaljölda á heimili. Þá skiptir aldur bama máli. Sé bam yngra en 7 ára á heimili er atvinnuþátttaka kvenna minni en ef yngsta bam er 7 ára eða eldra. Atvinnuþátttaka eftir hjúskaparstétt. Tafla 4.4 Hjúskaparstétt virðist ekki hafa mikil áhrif á atvinnuþátttöku, en þar virðist aldur og kyn ráða meiru. Þó er nokkur munur efitir kynjum. Atvinnuþátttaka karla er mismikil eftir hjú- skaparstétt en lítill munur er á atvinnuþátttöku kvenna eftir hjúskaparstétt. Af körlum í sambúð eða hjónabandi eru 97- 98% á vinnumarkaði á móti 89-97% ógiftra eða áður giftra karla. Töflur sem greina atvinnuþátttöku eftir hjúskaparstétt ná aðeins til aldurshópsins 25-64 ára. Sá háttur er hafður á til þess að minnka áhrif aldurs á greininguna enda eru 16-24 ára íj ölmennastir í hópi ógiftra og 6 5 ára og eldri Ij ölmennastir í hópi áður giftra. Atvinnuþátttaka eftir búsetu. Tafla 4.2. Mynd 2.3 Atvinnuþátttaka í kaupstöðum og bæjum utan höfuðborgar- svæðisins virðist vera nokkru meiri en annars staðar á landinu, eða 82-84% á móti 80-81%. Atvinnuþátttaka í minni sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins virðist hafa dregist nokkuð saman milli áranna 1991 og 1993. Atvinnuþátttaka eftir menntun. Tafla 4.3. Mynd 2.4 Greining atvinnuþátttöku eftir menntun sýnir meiri atvinnu- þátttöku með aukinni menntun.Árin 1991-1993 varatvinnu- þátttaka 75-76% meðal fólks með grunnmenntun, um 85% hjá þeim sem höfðu aflað sér starfs- og framhaldsmenntunar og 95-96% hjá háskólamenntuðu fólki. Þessi munur eftir menntun mælist hjá báðum kynjum. Atvinnuþátttaka skólanema. Tafla 4.6 Milli 42-45% námsfólks vinnur með námi. Algengara er að konur vinni með námi en karlar, einkum á aldursskeiðinu 16-24 ára. Meðalvinnustundafjöldi karla er þó meiri en kvenna. Vinna með skóla er nokkuð árstíðabundin. Atvinnuþátttaka námsfólks er að jafnaði meiri í nóvember en í apríl. Aðaliðja. Töflur 4.1, 4.53-4.56 Aðaliðju fólks má gera gleggri skil með þvi að setja mörk atvinnuþátttöku við 12 klst. eða fleiri á viku í stað einnar klst. á viku eins og alþjóðleg skilgreining gerir ráð fyrir. Þessi breytta viðmiðun veldur því að færri á aldursbilinu 16- 24 áraog færri konurreiknasttil vinnuaflsins. Heildaratvinnu- þátttaka reiknast 78% í stað um 81%, atvinnuþátttaka kvenna reiknast 70-71% í stað 75-76% og atvinnuþátttaka 16-24 ára fólks reiknast 54-58% í stað 65-67%. 1.2 Starfandi Fjöldi starfandi fólks. Töflur 4.1-4.41. Heildaríjöldi starfandi fólks stóð í stað á árunum 1991- 1993. Alls voru starfandi milli 136.600 og 136.900 manns. Starfandi körlum fækkaði úr 74.500 árið 1991 í 73.300 árið 1993 en konum fjölgaði úr 62.400 í 63.300 á sama tíma. Þessar breytingar eru þó of litlar til að fullyrða um þær með vissu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Vinnumarkaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnumarkaður
https://timarit.is/publication/1382

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.