Vinnumarkaður - 01.10.1994, Page 118
116
Greinargerð um aðferðir og hugtök
Brottfallsskekkj ur. í öllum rannsóknum geta niðurstöður
skekkst vegnaþess að brottfall í úrtakinu dreifist misj afnlega.
Helstu ástæður brottfalls eru neitun, erfiðleikar vegna
veikinda eða fötlunar, fjarvera frá heimili meðan könnun
stendur yfir eða að ekki tekst að fmna heimili eða símanúmer
þeirra sem veljast í úrtakið.
Yfirleitt reynist erfiðara að ná til karla en kvenna. Oftast
er það vegna fjarveru frá heimili eða þess að ekki tekst að
finna þátttakendur. Erfiðara er að hafa upp á ungu fólki í
síma en þeim sem eldri eru. Þá reynist fólk á höfuðborgar-
svæðinu oftar ijarverandi en fólk annars staðar á landinu.
Konur, höfuðborgarbúar og eldra fólk neitar hlutfallslega
oftar en aðrir að taka þátt í könnuninni.
Konur, fólk utan höfuðborgarsvæðis og fólk á miðjum
aldri eru hins vegar að jafnaði með hærra svarhlutfall en
aðrir þátttakendur. (Tafla 9.5).
Vegna mismikilla affalla hafa niðurstöður verið vegnar
efitir kyni og aldri. Þar sem nokkur brögð eru að því að
aðsetur fólks sé í reynd fjarri lögheimili þess voru upplýsingar
um lögheimili ekki notaðar við þessa leiðréttingu.
Tafla 9.5. Heimtur og afföll í hlutfalli af nettó úrtaki eftir aldri, búsetu og kyni 1991-1993
Table 9.5. Response and non-response as percentage of net sample by age groups, residence and sex 1991-1993
Ó vegnar hlutfallstölur Unweighted percentages, Alls Total Höfuðborgarsvæði Capital region Utan höfiiðborgarsvæðis Other regions
Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur
Total Males Femáles Total Máles Females Total Males Females
Svör Responses
Alls Total 87,9 86,9 89,0 86,6 85,3 87,9 89,8 89,1 90,7
16-24 ára years 88,9 88,7 89,2 88,8 88,9 88,6 89,1 88,3 89,8
25 - 54 ára years 88,4 86,6 90,3 86,7 84,6 88,9 90,8 89,4 92,4
55-74 ára years 85,7 85,8 85,6 84,3 83,6 84,9 87,9 88,9 86,9
Neitanir Refusals
Alls Total 4,8 4,5 5,1 5,4 5,2 5,6 3,9 3,5 4,3
16 - 24 ára years 2,5 2,6 2,4 3,1 3,2 3,0 1,7 1,8 1,7
25 - 54 ára years 5,0 4,7 5,3 5,6 5,4 5,8 4,1 3,7 4,6
55 - 74 ára years 6,4 5,8 7,0 6,9 6,5 7,2 5,7 4,9 6,6
Fjarverandi/finnastekki
Not at Itome/no contact
Alls Total 5,9 7,1 4,7 6,4 7,6 5,1 5,3 6,3 4,1
16-24ára years 7,5 7,6 7,4 6,9 6,6 7,3 8,2 8,8 7,6
25 - 54 ára years 5,9 7,6 4,1 6,8 8,6 5,0 4,6 6,3 2,7
55 - 74 ára years 4,4 4,9 3,9 4,7 5,8 3,7 4,0 3,7 4,3
Veikir lll/disabled
AIIs Total 1,4 1,5 1,2 1,6 1,9 1,4 1,0 1,1 0,9
16-24 ára years 1,1 1,1 1,0 1,2 1,3 1,1 1,0 1,1 0,9
25 - 54 ára years 0,7 1,1 0,3 0,9 1,4 0,3 0,5 0,6 0,3
55 - 74 ára years 3,5 3,5 3,5 4,1 4,1 4,2 2,4 2,5 2,2
Af einstaka starfsstéttum eru það sjómenn og aðrir sem
vinna fjarri heimili sínu sem eru hlutfallslega flestir í hópi
þeirra sem annað hvort eru fjarverandi eða finnast ekki. Frá
og með nóvember 1993 hefur verið reynt að mæta þessu
sérstaklega með því að leggja spumingar fyrir maka eða
foreldra þessara þátttakenda. Fjöldi slíkra svara er þó
óverulegur eða um 0,5% af öllum svörum.
Annars konar brottfall varðar svör við einstökum
spumingum. Þótt einstaklingur sé tilbúinn að taka þátt í
könnun getur verið að hann vilji ekki svara einstökum
spumingum, annað hvort vegna þess að þær ganga honum
nærri eða hann man ekki eða veit ekki rétta svarið. Einnig
getur slíkt brottfall stafað af því að spyrlum láðist að leggja
fram spuminguna eða gleymdu að skrá svarið.
í stað þess að láta slíkt brottfall afskiptalaust hefur í
þessari skýrslu verið fyllt upp í öll ófullgerð svör með
sérstökum aðferðum. Þessar aðferðir em aðallega tvenns
konar. Annars vegar hefur líklegt svar verið leitt af svömm
annarra líkra svarenda. Til dæmis hafa ónýt svör um
vinnutíma verið reiknuð með tilliti til dreifmgar vinnutíma
eftir kyni, starfshlutfalli og starfsstétt. Hins vegar hefur
líklegt svar verið leitt af öðrum svömm sama einstaklings í
sömu könnun eða öðrum vinnumarkaðskönnunum sem hann
hefur tekið þátt í.
Mælingaskekkjur. Mælingaskekkjum má skipta í þrjá
flokka: Skekkjur vegna framkvæmdar, skekkjur vegna
úrvinnslu og skekkjur vegna könnunarsniðsins.
Framkvœmdaskekkjur. Spyrlar geta skráð svör við-