Gistiskýrslur - 01.08.2000, Page 17

Gistiskýrslur - 01.08.2000, Page 17
Gistiskýrslur 1999 15 á milli ára utan höfuðborgarsvæðisins var því gerólík því sem hún var innan þess. A höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum aðallega utan hins hefðbundna ferðamannatíma- bils en fjölgun gistinátta á landsbyggðinni gerðist hins vegar einkum á ferðamannatímabilinu sjálfu. Þegar allt tímabilið frá 1996 til 1999 er skoðað fyrir hótel og gistiheimili utan höfuðborgarsvæðisins er myndin ekki eins einhlít. Á árunum 1996-1999 fjölgaði gistinóttunum, á hótelum og gistiheimilum, um 27,8% utan höfuðborgar- svæðisins, samanborið við 36% á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin á þessu tímabili er ekki eins augljóslega bundin við mitt árið og breytingin sem varð á milli áranna 1998 og 1999, þó svo að janúar, febrúar og nóvember séu með áberandi minnsta aukningu. Desember er t.d. með mestu aukninguna á þessu tímabili, eða 49,6%. Hlutfall útlendinga af þeim sem gista á hótelum og gistiheimilum er töluvert minna utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess og minnkaði enn á milli ára, fór úr 58,4% árið 1998 í 57,9% árið 1999. Lækkun varð á þessu hlutfalli á milli ára í 8 af 12 mánuðum ársins og áberandi mest í apríl, þar sem hlutfallið fór úr 27,4% í 16,4%. Yfir allt tímabilið 1996 til 1999 jókst hlutfall útlendinga utan höfuðborgarsvæðisins aðeins, fór úr 57,1% í 57,9%. Þegar þessar tölur, ásamt myndum 4, 5, og 6, eru skoðaðar sést að dreifing gistinátta á hótelum og gistiheimilum er allt öðruvísi fyrir höfuðborgarsvæðið en utan þess. Dreifingin er mun jafnari yfir árið á höfuðborgarsvæðinu og þar er hlutfall útlendinga mun hærra. Utan höfuðborgarsvæðisins eykst fjöldi gistinátta umtalsvert yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst og það er einungis í þessum þremur mánuðum sem Ijöldi gistinátta á hótelum og gistiheimilum er meiri utan höfuð- borgarsvæðisins en innan þess. Árið 1996 voru 70,4% allra gistinátta á hótelum og gistiheimilum utan höfuðborgar- svæðisins í júní, júlí og ágúst en 69,5% árið 1999. Á höfuð- borgarsvæðinu var sama hlutfall hins vegar 40,8% árið 1996 en 38,7% 1999. Þróunin milli áranna 1998 og 1999 eykur enn frekar þennan mun milli landsvæðanna, því þó að aukningin hafi verið svipuð fyrir allt árið bæði á höfuðborgar- svæðinu og utan þess, er dreifingin yfir mánuðina gerólík. Þegar landsvæði eru skoðuð árin 1998-1999, sést að gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgaði hlutfallslega mest á Vestfjörðum (12,5%), Austurlandi (10,9%) og Norðurlandi vestra (10,3%) (sbr. Yfirlit 6). Þegar tímabilið 1996 til 1999 er skoðað kemur í ljós að á tímabilinu hefur gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgað mest á höfuðborgarsvæðinu ( 36%) og á Austurlandi (34,5%) en minnst á Norðurlandi eystra (25,9%) og Norðurlandi vestra (26,9%). Stærstur hluti gistinátta á hótelum og gistiheimilum var á höfuðborgarsvæðinu eða 52,5% árið 1996 og 54% árið 1999. Norðurland eystra og Suðurland komu næst með 12- 13% hlutdeild á árunum 1996 og 1999. Hlutfall gistinátta útlendinga á hótelum og gistiheimilum fór úr 81,9% á Suðurnesjum árið 1996 í 67% árið 1999. Litlar breytingar urðu á öðrum landsvæðum. Nýting gistirýmis versnaði nánast undantekningarlaust í öllum mánuðum frá árinu 1985 og fram til ársins 1995 (sjá yfirlit 7 og 8). Ástæða þess er sú að á sama tíma og gistinóttum fjölgaði mikið hafði gistirými stóraukist. Árið 1994 er eins og botninum hafi verið náð, mánuðina janúar- mars og október-desember árið 1995 var nýting gistirýmis betri en árið áður. Árið 1999 var nýting gistirýmis einnig betri flesta mánuði ársins samanborið við árið 1995. Mynd 7 sýnir nýtingu herbergja árin 1998 og 1999 en þar sést að nýting herbergja í hverjum mánuði fyrir sig árið 1999 er ýmist betri eða verri en árið áður. Yfir árið 1999 í heild var nýting herbergja 46,4% (sjá töflu 5) samanborið við 45,2% árið áður, en nýting á rúmum á sama tímabili var 36,4% samanborið við 35,8% árið áður. Nýting rúma og herbergja á hótelum og gistiheimilum batnaði því á milli áranna 1998 og 1999. Orlofsliúsabyggðir eru gististaðir þar sem í boði er gisting í sumarhúsum, húsin á staðnum eru a.m.k. þrjú og þau leigð út gegn gjaldi og í hagnaðarskyni. Sumarhús félagasamtaka tilheyra ekki þessum hópi. Framan af voru orlofshúsa- byggðir flokkaðar sem heima- eða bændagististaðir en frá og með 1996 var farið að flokka þær sérstaklega. Ekki er auðvelt fyrir gististaðaeigendur að fylgjast nákvæmlega með fjölda gesta í sumarhúsunum. Oftast er hægt að fylgjast með fjölda gesta þegar útlendingar eiga í hlut en það er verra með Islendinga. Umsjónarmönnum hefur því verið bent á að þegar tala gesta er mjög á reiki þá sé tekið mið af skráðu gistirými hússins. Gistinætur í húsi með gistirými fyrir fjóra í eina nótt eru því fjórar. Orlofshúsabyggðir voru 30 talsins árið 1999 og hafði þeim 9. yfirlit. Gistirými í orlofshúsabyggðum', á farfuglaheimilum, svefnpoka- og heimagististöðum 1997-1999 Summary 9. Available accommodation in holiday centres youth hostels, sleeping-bag and private-home accommodation 1997-1999 Fjöldi gististaða Number of establisments Fjöldi rúma Number of bed-places 1997 1998 | 1999 1997 1998 1999 Alls Total 277 258 288 Orlofshúsabyggðir Holiday centres 22 28 30 645 822 910 Farfuglaheimili Youth hostels 28 28 30 912 817 831 Svefnpokagististaðir Sleeping-bag accommodation 75 66 75 Heimagististaðir Private home accommodation 152 136 153 1.436 1.307 1.454 Með orlofshúsabyggð er átt við sumar- og smáhýsahverfi með a.m.k. þremur húsum sem eru leigð út gegn gjaldi. Orlofshús stéttar- og starfsmannafélaga eru ekki meðtalin. Holiday centers refers to clusters ofat least three summer houses or cabins (for hire). Holiday centers owned by trade- or company unions are not included.

x

Gistiskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gistiskýrslur
https://timarit.is/publication/1383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.