Útvegur - 01.08.2001, Qupperneq 18
16
Aðferðir og hugtök
eru smíðuð með heilt, vatnsþétt þilfar stafna á milli sem
aðeins er rofið með vatnsþéttum yfirbyggingum. Þilfarsskip
skiptast í togara annars vegar og vélskip hins vegar. Togarar
eru þilfarsskip sem eru útbúin til að veiða með botnvörpu og
draga vörpuna inn að aftan (öðru nafni skuttogarar) en
vélskip eru þilfarsskip önnur en togarar. Afl aðalvéla er mælt
í kílówöttum og rúmmál skips í brúttótonnum, mælt sem
heildarrúmtak allra lokaðra rúma skipsins í rúmmetrum,
margfaldað með ákveðnum stuðli. Meðalaldur og miðtala
aldurs reiknast útfrá smíðaári til viðmiðunarárs. Ekki er
miðað við dagsetningu sjósetningar heldur telst skip eins árs
í árslok næsta ár eftir smíðaár.
Við stærðarmælingu íslenska fiskiskipastólsins var notast
við mælieininguna brúttórúmlestir fram til ársins 1998 en frá
og með árinu 1999 hefur verið notast við brúttótonn. Þetta
leiðir til þess að ekki er hægt að bera saman stærð skipa nema
þrjú ár aftur í tímann. Mælieiningarnar eru það frábrugðnar
hvor annari að sum skip stækka á meðan önnur minnka.
I töflum þar sem fram kemur fjöldi skipa er miðað við
skráningamúmer en ekki nafn skips. Því telst hvert skip
aðeins einu sinni þrátt fyrir að það komi fram undir tveimur
eða fleiri nöfnum.
Vert er þó að hafa íhuga þegar tafla 5.14 er skoðuð að alls
lögðu 1.548 skip upp afla á árinu 2000. Að teknu tilliti til þess
að skip flytjast milli landshluta við flutning milli heimahafna
á árinu og færast á milli kvótaflokka í byrjun nýs fiskveiðiárs
þá verður heildarfjöldinn 1.613 í stað 1.548.
15. kafla er gerð grein fyrir afla og aflaverðmæti íslenskra
ftskiskipa og í 6. kafla er fjallað um ráðstöfun aflans. Eins og
fyrr segir er allur afli í ritinu umreiknaður í óslægðan afla
(fisk upp úr sjó). Aukaafurðir eru ekki teknar með í heildar-
tölum, heldur er birt ein tafla í 6. kafla um aukaafurðir eftir
vinnslu þeirra (tafla 6.11). Aflanum er skipt í botnfiskafla,
flatfiskafla, uppsjávarafla, skel- og krabbadýraafla og annan
afla. Samkvæmt eðli máls flokkast botnfisktegundir undir
botnfiskafla, flatfiskar til flatfiskafla, uppsjávarfiskar til
uppsjávarafla og skel- og krabbadýr til skel- og krabbadýra-
afla. Til annars afla telst afli sem ekki getur flokkast í
fyrrgreinda flokka. Aflanum er ennfremur skipt upp eftir
veiðisvæðum, tegund löndunar, ástandi við löndun, tegund
vinnslu, tegund viðskipta, ráðstöfun, kvótaflokkum skipa,
heimahöfnum skipa, löndunarsvæðum og staðsetningu
kaupenda
Við landshlutaskiptingu aflans er notuð hefðbundin lands-
hlutaskipting Hagstofunnar:
Höfuðborgarsvæði: Reykjavík, Kópavogur, Garðabær,
Hafnarfjörður, Seltjamarnes.
Suðurnes: Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Sandgerði,
Garður, Vogar, Hafnir.
Vesturland: Akranes, Hellissandur, Rif, Ólafsvík, Grandar-
fjörður, Stykkishólmur, Hellnar, Borgames, Arnarstapi,
Búðardalur, Flatey á Breiðafirði.
Vestfirðir: Reykhólar, Barðaströnd, Brjánslækur, Patreks-
fjörður, Tálknafjörður, Bfldudalur, Þingeyri, Flateyri, Suður-
eyri, Bolungarvík, Hnífsdalur, Isafjörður, Súðavík, Strandir,
Drangsnes, Hólmavík.
Norðurland vestra: Hvammstangi, Blönduós, Skagaströnd,
Sauðárkrókur, Hofsós, Haganesvík, Siglufjörður.
Norðurland eystra: Ólafsfjörður, Grímsey, Hrísey, Dalvík,
Árskógssandur, Árskógsströnd, Hauganes, Hjalteyri,
Akureyri, Grenivík, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn,
Þórshöfn.
Austurland: Bakkafjörður, Vopnafjörður, Egilsstaðir,
Borgarfjörður eystri, Seyðisfjörður, Mjóifjörður, Neskaup-
staður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvar-
fjörður, Breiðdalsvík, Djúpivogur, Homafjörður.
Suðurland: V ík, Stokkseyri, Eyrarbakki, Selfoss, Vestmanna-
eyjar, Þorlákshöfn.
Landshlutaskipting miðast ýmist við heimahafnir skipa,
löndunarhöfn aflans, staðsetningu kaupanda hans eða
verkunarstað. Skv. 5. gr. laga nr. 115/1985 skal skrá í skipa-
skrá Siglingastofnunar heimahöfn skips þar sem eigandi eða
leigutaki ætlar því heimilisfang. í töflum þ.s. upplýsingar em
greindar eftir heimahöfnum skipa em gerðar keyrslur fyrir
hvem mánuð ársins og því tekið tillit til breytinga á heima-
höfnum einstakra skipa. Löndunarhöfn aflans er sú höfn þar
sem aflanum er landað og hann veginn. Verkunarsvœði og
verkunarstaður em landsvæði eða staður þar sem afli er
verkaður. Afli sem unninn er í útlöndum erfluttur útóunninn.
Staðsetning kaupanda miðast við staðsetningu þeirrar
vinnslustöðvar sem fær aflann en ekki skrifstofur eða
„höfuðstöðvar" ef þær em annarsstaðar. I töflum 5.21 - 5.23
em settar fram í fyrsta skipti tölur yfir „tilfærslu" afla frá
löndunarstað til kaupenda. Með kaupanda er átt við þann
sem kaupir afla af íslensku skipi, hvort sem aflinn er keyptur
á fiskmarkaði eða af eigin skipum (bein viðskipti). Þegar afli
er seldur áfram á milli vinnslustöðva er hins vegar ekki hægt
að fylgjast með löndunarhöfn hans og því er ómögulegt að
fylgja aflanum frá löndunarstað til vinnslustaðar. Upplýsingar
um vinnslustaði er að finna í 6. kafla. Viðskipti milli
vinnslustöðva eru þó frekar lítil því aðeins rúm 2% afla
skiptir um eigendur eftir að hann hefur verið keyptur í fyrsta
sinn (4% af verðmæti).
I ritinu er afla íslenskra fiskiskipa skipt niður á Islandsmið,
Barentshaf, Flæmingjagrunn og önnur veiðisvæði. Með
Islandsmiðum er átt við fiskveiðilögsöguna eins og hún er
afmörkuð í reglugerð nr. 299 frá 15. júlí 1975. Barentshafe,r
hafsvæði norður af Noregi og Rússlandi. Islensk skip hafa
veitt á því svæði sem kallað hefur verið „smugan”.
Flœmingjagrunn er hafsvæði austur af Nýfundnalandi en
íslensk rækjuskip hafa veitt þar á svokölluðum „Flæmska
hatti“. Önnur mið skýra sig sjálf. I töflum yfir afla erlendra
ríkja við ísland og heimsafla (9. kafli) liggja til gmndvallar
veiðisvæðaflokkun Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES)
og Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NAFO). Veiði-
svæði Va umlykur ísland, en fylgir hins vegar ekki 200
sjómflna fiskveiðilandhelgi íslands (sjá mynd 1.1). Að auki
er í 9. kafla notast við við hafsvæði sem skilgreind hafa verið
af Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna
(FAO) t.d. Norðaustur-Atlantshafog Norðvestur-Atlantshaf.
I textahluta 5. kafla er viðskiptum með nokkrar fisktegundir
gerð skil. Bein viðskipti eiga sér stað þegar útgerð selur afla
beint til vinnslustöðvar. Gámaviðskipti eiga sér stað þegar
afli er seldur til útlanda og er landað ferskum í gám sem
sendur er til kaupandans. Innlendir markaðir teljast viðskipti
með afla þ.s. aflinn er seldur í gegnum uppboðsmarkað
innanlands og er unninn innanlands.
Greint er á milli tegunda löndunar eftir því hvar og