Útvegur - 01.08.2001, Page 205
Innflutt hráefni til ftskvinnslu
203
sem vekur athygli við þessar breytingar í magni frá árinu
1998 er að heildarverðmæti minnkar ekki á sambærilegan
hátt. Þannig er heildarverðmæti fiskinnflutnings á árinu
2000, 4,4 milljarðar, nokkru hærra í samanburði við tölur
ársins 1998, þrátt fyrir umtalsvert minna magn. Myndir 8.1
og 8.2 sýna þróun magns og verðmætis innflutts hráefnis til
vinnslu á íslandi 1994-2000.
Mikil breyting varð á samsetningu þess hráefnis sem flutt
var inn til vinnslu á síðustu tveimur árum miðað við árið 1998
en það ár varð gífurleg magn- og verðmætaaukning á innfluttu
hráefni eins og áður hefur verið nefnt. Magnbreytingarnar
frá árinu 1998 má að verulegu leyti skýra með sveiflum á
innflutningi uppsjávarafla, einkanlega kolmunna og loðnu.
Vaxandi hlutur rækju og flatfisks, einkum grálúðu og skráp-
flúru, hefur meiri áhrif á verðmætið, þær eru mun verðmætari
en uppsjávarfiskar og veldur aukning í þessum tegundum því
að verðmæti innflutts afla er meira árið 2000 en á árinu 1998.
í upphafi lönduðu erlend fiskiskip einkum botnfiski til
vinnslu hér á landi, fyrst og fremst þorski, en einnig rækju.
Fleiri tegundir fylgdu svo í kjölfarið. Síðastliðin ár hefur
verið flutt inn mikil loðna og á árinu 1999 var í fyrsta skipti
flutt inn meira af rækju en botnfiski. A árinu 2000 dregst
innflutningur á botnfiski saman um 2/3, hafði verið 11,5 þús.
árið 1999 en nam aðeins 4.119 tonnum árið 2000. Mest
munar hér um minnkandi innflutning á þorski.
Aflanum er ýmist landað frystum eða ferskum og fer það
eftir tegundum. Uppsjávaraflinn kemur ferskur en aðrar
tegundir gjarnan sjófrystar (sjá töflu 8.3 í töfluhluta). Botn-
fiskaflinn fer að mestu í frystingu en einnig í söltun en
megnið af uppsjávarfiskinum fer í bræðslu.
Fróðlegt er að skoða uppruna þess hráefnis sem hingað er
keypt, hann sést vel á mynd 8.3 og í töflu 8.5 í töfluhluta. I
upphafi var þetta hráefni nefnt „Rússafiskur“ og hefur sú
nafngift haldist æ síðan. Skýringin á þessu er sú að megnið af
þeim fiski sem hingað var fluttur í upphafi var botnfiskur og
bróðurparturinn af honum kom af skipum frá ríkjum Austur-
Evrópu, aðallega Rússlandi. A síðari árum hefur samsetning
þess hráefnis sem flutt er inn breyst verulega og hlutur
uppsjávarafla aukist. Uppruni hráefnisins hefur líka breyst og
kemur nú stærstur hluti þess erlenda hráefnis sem hér er landað
til vinnslu. frá öðrum Evrópuríkjum þrátt fyrir að enn komi
megnið af botnfiskinum frá Austur-Evrópu, fyrst og fremst
Rússlandi. Innfluttur botnfiskur til vinnslu hérlendis var því
sannarlega enn „Rússafískur" árið 2000 þrátt fyrir að meira
heildarmagn sjávarfangs komi frá löndum V-Evrópu.
Mynd 8.3. Uppruni innflutts hráefnis til fiskvinnslu 1995-2000
Figure 8.3 Origin of imported raw material for fish processing 1995-2000
A-Evrópa
Eastern Europa
------ Önnur Evrópulönd
Other European
countries
Önnur lönd
Other countries
Minnkandi innflutningur á þroski, sem aðallega hefur
komið frá A-Evrópu, veldur því að verðmæti innflutnings
þaðan fellur en hráefni frá ríkjum Austur-Evrópu skilaði
mestu verðmætunum fram til ársins 1998 þrátt fyrir að
heildarmagnið hafi undantekningarlaust verið mun minna en
það heildarmagn sem barst frá öðrum Evrópuríkjum.
Skýringin er sú að botnfiskurinn, sem eins og fyrr segir
kemur að mestu leyti frá Rússlandi, er mun verðmætari en t.d.
uppsjávarfiskurinn sem er uppistaðan í innfluttu hráefni frá
öðrum Evrópulöndum. Þá kemur stærstur hluti stóraukins
innflutnings á rækju frá öðrum löndum (sjá töflur 8.6 og 8.7
í töfluhluta).