Útvegur - 01.08.2001, Page 220
218
Afli erlendra ríkja við Island og heimsafli
Þessi 15 ríki veiddu samtals tæpar 66 milljónir tonna eða
sem svarar til 71,2% heimsaflans. Önnur ríki veiddu samtals
um 26,6 milljónir tonna eða meira en helmingi minna en þau
15 stærstu.
Sé afla skipt eftir heimsálfum þá kemur í ljós að Asíuríki
veiddu langmest eða tæp 49% fiskaflans árið 1999, þar
töluvert á eftir koma síðan Suður-Ameríka og Evrópa með
um 17,5% hvor heimsálfa. Kyrrahaf er langgjöfulasta haf-
svæðið með rúmlega 52 milljónir tonna eða um 57% heims-
aflans, þar á eftir kemur Atlantshaf með rúmar 23 milljónir
tonna árið 1999.
9.3 Norðaustur- og Norðvestur-Atlantshaf
9.3 Northeast- and Northwest Atlantic
í töflum 9.3- 9.6 er fjallað um veiði í Norðaustur- og
Norðvestur Atlantshafi þar semnæstum allar veiðaríslendinga
fara fram.
íslendingar eru í áttunda sæti yfir aflahæstu þjóðir í NV-
Atlantshafi með tæp 10 þús. tonn en Bandaríkjamenn eru þar
efstir á blaði með rúmlega milljón tonn á árinu 1999 eða um
50% af því sem veitt er á svæðinu. Mest var veitt af sfld,
rækju og meinhaddi á þessu svæði.
A NA-Atlantshafi eru Norðmenn fengsælastir þeirra þjóða
sem þar stunda veiðar, Islendingar eru í öðru sæti og Danir
í því þriðja. Samkvæmt heimildum FAO veiddu Islendingar
rúmlega 1,7 milljónir tonna þar á árinu 1999, Danir um 1,6
milljónir tonna en Norðmenn rúmlega 2,6 milljónir tonna.
Mynd 9.4 sýnir skiptingu aflans í NA-Atlantshafi árið 1999.
Uppsjávarafli er stærstur hluti þess afla sem veiddur er á
NA-Atlantshafi. Sfldin yfirgnæfir aðrar tegundir og veiddust
rúmlega 2,1 milljón tonna af henni árið 1999. Veiði á
kolmunna hefur aukist mikið á undanförnum árum og nær
hann að skjóta sér upp í annað sætið á kostnað þorsksins sem
fellur í þriðja sæti, loðna og sandsfli fylgja svo þar á eftir.
Mynd 9.4
Figure 9.4
3.000.000
2.750.000
2.500.000
2.250.000
„ 2.000.000
3
I 1.750.000
tS
c 1.500.000
t2 1.250.000
1.000.000
750.000
500.000
250.000
0
Noregur ísland Danmörk Rússland Bretland Spánn Holland Frakkland Svíþjóð Færeyjar írland Þýskaland Önnur ríki
Heildarafli einstakra ríkja 1 NA-Atlantshafi 1999
Total catch of individual countries in the NA-Atlantic 1999