Útvegur - 01.08.2001, Side 43
Afli og aflaverðmæti
41
5. Afli og aflaverðmæti
5. Catch and catch value
5.1 Heildarafli íslendinga
5.1 Iceland’s total catch
Heildarafli Islendinga árið 2000 reyndist vera rétt tæpar 2
milljónir tonna sem er aukning sem nemur rúmum 14% frá
árinu áður. Þetta er samt nokkuð frá metveiðinni 1997 en það
ár var mesta aflaár Islandssögunnar þegar 2,2 milljónir tonna
veiddust. Heildarveiðin á árinu 2000 var þó vel yfir meðaltali
áranna 1990-1999 sem er um 1.660 þúsund tonn.
Þessi aflaaukning skýrist af auknum afla uppsjávartegunda
áborð við loðnu og kolmunna. Loðnuaflinn jókst um 180.000
tonn og kolmunnaaflinn var um 100.000 tonnum meiri á
árinu 2000 en árið áður. Þrátt fyrir þessa aukningu í afla þá
dróst aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa lítlisháttar saman
sem skýrist best af tæplega 9% aflasamdrætti í verðmætustu
tegundinni, þorski.
Botnfiskafli dróst saman um tæp 4% í magni á árinu 2000
samanborið við 3% aukningu ársins 1999. Aflasamdráttur
varð í þorski (8,6%) og ýsu (6,8%) en nokkur aukning í
ufsaafla (7,2%) og steinbítsafla (9,3%). Heildarveiði á karfa
(karfi og úthafskarfi) jókst um 5,4% milli ára.
Flatfiskafli minnkaði um 350 tonn á árinu 2000 samanborið
við árið 1999, eða um rúmt prósentustig. Afli síðustu ára
hefur staðið í stað nálægt 30.000 tonna markinu og hefur
minnkað nokkuð ef miðað er við árin 1990-1996 þegar
flatfiskaflinn var á bilinu 51-55 þús. tonn á ári. Arið 1997 fór
flatfiskaflinn í um 47 þús. tonn, en á milli áranna 1999 og
2000 dróst skarkolaafli saman um fjórðung (26%) þrátt fyrir
nokkra aukningu á grálúðuafla (35%).
Uppsjávarfiskar eru þær tegundir sem bera uppi aflamagnið
hj á íslenska flotanum, aðallega loðna og sfld en kolmunnaveiði
fer ört vaxandi. Arið 2000 jukust veiðar á uppsjávarafla um
fjórðung í magni frá fyrra ári og voru rúmar 1,4 milljónir
tonna dregnar úr sjó. Loðnuaflinn jókst um fjórðung og var
um 885.000 tonn. Veiði á sfld jókst lítillega og var aflinn um
100.000 tonn en veiðar úr norsk-íslenska sfldarstofninum
drógust saman um tæp 18.000 tonn. Árið 2000 var enn eitt
árið þar sem veiðar á kolmunna jukust stórlega og hafa
íslensk fiskiskip aldrei áður veitt meira af kolmunna eða um
260.000 tonn, aukningin er nærri 2/3 á milli ára.
Kolmunnaflinn var 68.000 tonn árið 1998 og 160.000 tonn
árið 1999.
Skel- og krabbadýraafli dróst saman á árinu 1999 og gerði
það einnig á árinu 2000. Féll veiðin úr um 57.000 tonnum
árið 1999 í 46.000 tonn árið 2000, sem er samdráttur um
19%. Samdráttur hefur verið á hverju ári frá metárinu 1996
en það ár veiddust um 107.000 tonn af skelfiski og krabba-
dýrum. Þennan mikla samdrátt síðastliðinna ára má að mestu
leyti rekja til minnkandi rækjuafla eftir gífurlega veiði árin
þar á undan. Eftir samdrátt í rækjuafla á heimamiðum færðust
veiðarnar tímabundið á fjarlæg mið (Flæmingjagrunn) en
rækjuafli af fjarlægum miðum hefur hins vegar verið mun
minni en áður, þrátt fyrir örlitla aukningu árið 1999. Árið
1997 jókst hins vegarrækjuafli á íslandsmiðum að mun en sú
aukning náði þó ekki að vega upp á móti samdrættinum sem
varð á fjarlægum miðum. Árið 1998 dróst rækjuafli á
Islandsmiðum saman um 20.000 tonn, árið 1999 um rúmlega
20.000 tonn og aftur árið 2000 um 11.000 tonn. Þessi afla-
brestur, bæði á Islandsmiðum og fjarlægum miðum, skýrir
þann mikla samdrátt í skel- og krabbdýraafla sem orðið hefur
á síðustu þremur árum.
Á mynd 5.1, sem sýnir heildarafla Islendinga 1980-2000,
sést glöggt að aflinn sveiflast talsvert á þessu tímabili en er
Mynd 5.1 Heildarafli íslenskra fiskiskipa 1980-2000. Afli af öllum miðuin
Figure 5.1 Total catch oflcelandic vessels 1980-2000. Catch from all fishing grounds
gjj Fjarlæg mið
Distant
grounds
Hj íslandsmið
Iceland
grounds
1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000