Víkurfréttir - 22.08.2019, Page 13
Hvatning vikunnar:
Nú fer haustið að ganga
í garð, nýtt skólaár að
byrja og föst rútína
verður hjá mörgum fjöl-
skyldum. Margir leita
að hreyfingu sem hentar
fjölskyldunni.
Að vera góð dóttir, mamma, amma
og vinkona þá get ég ekki sett í
orð hvað jógaiðkun hefur hjálpað
mér, hreyfing sem er allsherjar
líkamsrækt. Við þjálfum líkamann
og einnig hugann. Allir geta verið
með, bæði frískir og sjúklingar.
Að kyrra hugann er yndisleg til-
finning.
Að staldra við hefur róandi áhrif
á allan líkamann.
Að stjórna öndun er góð slökun.
Að mæta í slökunarjóga eða Yoga
Nidra er á við margra tíma svefn.
Ef við hugsum þetta sem mynd-
líkingu þá er sagt við okkur við
flugtak að setja grímuna fyrst á
okkur þannig að við getum hjálpað
öðrum. Sama má segja um alla
líkamsrækt, setjum okkur í fyrsta
sæti og þá verðum við hæfari til
að sinna öðrum.
Við Suðurnesjabúar erum heppin
hvað það er mikið í boði fyrir
okkur. Bókasöfn, íþróttir fyrir
flesta aldurshópa, söfn, útisvæði
fyrir börn og ferfætlinga og kaffi-
hús. Vil ég hvetja sem flesta til
að lifa lífinu til fulls því það er
svo gaman.
Namaste,
María Magdalena
Birgisdóttir Olsen.
500 RYT-JKFÍ jógakennari.
LEIKLISTARNÁMSKEIÐ FYRIR HAUSTVERK LEIKFÉLAGS KEFLAVÍKUR
Leikfélag Keflavíkur setur upp bráðskemmtilega og sprenghlægilega farsann; Fló á skinni.
Leikfélag Keflavíkur hefur ekki svikið neinn síðustu misseri og sett upp hverja sýninguna á fætur annarri sem hefur slegið
öll fyrri aðsóknarmet. Því er ekki við öðru að að búast en að næsta verk verði engin undantekning en ákveðið hefur verið
að setja upp skemmtilega farsann Fló á skinni sem síðast var settur upp í Borgarleikhúsinu árið 2008.
Leikstjóri er enginn annar en Karl Ágúst Úlfsson sem flestir þekkja úr Spaugstofunni.
Leiklistarnámskeið, eða svokallaðar leikprufur fyrir þá sem hafa áhuga á að vera með í sýningunni, verður haldið
dagana 26. og 27. ágúst frá kl. 19:00 til 23:00 í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17. Samlestur verður svo haldin í kjölfar
námskeiðsins.
Leiðbeinandi námskeiðsins er Ágústa Skúladóttir, leikstjóri og leiklistarkennari, en hún hefur afgripamikla reynslu af
vinnu með áhuga- og atvinnufólki og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín í leikhúsi.
Námskeiðinu er ætlað að reyna á þátttakendur, þjálfa þá í leik á sviði, gefa þeim tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og
kynnast en fyrst og fremst á það að vera skemmtilegt og uppbyggilegt fyrir alla.
Allir áhugasamir, 18 ára og eldri (fædd 2001), eru hvattir til þess að mæta, sama hvort þið viljið leika, farða, smíða,
sauma eða gera eitthvað annað.
Þátttakendur eru beðnir um að koma í fötum sem gott er að hreyfa sig í og hafa með sér þægilega skó.
á timarit.is
ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980
OG TIL DAGSINS Í DAG
WWW.fiskt.is
Hagnýtt nám
Fisktæknir
Spennandi
Fjölbreytt
Nám á Suðurnesjum
boðið er upp á skólaakstur
Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms
Wyjątkowa okazja do nauki technologii przerobu ryby i ry-
bołówstwa (Fisktækni) w Twojej okolicy są nieograniczone!
Podstawy technologii przerobu ryby to dwuletnia szkoła z
możliwością zdobycia różnorodnych kierunków
do zawodów.
Szkoła jest szczególnie interesująca dla tych którzy mają za
sobą ocenę umiejętności (raufærnismat)
jak również osoby które mają zaliczone/ocenione przedmioty
z wcześniejszej edukacji.
Po zakończeniu szkoły otwierają się różnorodne możliwoś-
ci do dalszej nauki; np. Technologia narzędzi połowowych
(veiðarfæratækni-netagerð), zarządzanie jakości (gæðastjör-
nun), akwakultura (fiskeldi) oraz Marel-technologia przetwar-
zania.
Dla chętnych mamy jeszcze wolne miejsca w zbliżającym się
semestrze jesiennym 2019
tu u nas na miejscu jak również na kształcenie na odległość..
Zapoznajcie się z możliwościami na stronie internetowej
www.fiskt.is
Zapisy na Menntagátt www.menntagatt.is na naszej
stronie internetowej jak również u naszych
pracowników Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966
Einstakt tækifæri til náms í Fisktækni í heimabyggð !
tækifærin eru endalaus !
Grunnnám í Fisktækni er tveggja ára nám með fjöl-
breytta starfsmöguleika.
Námið er sérstaklega áhugavert fyrir þá sem lokið
hafa raunfærnimati, þar sem þeir eru þegar búnir að
fá metna áfanga af náminu.
Að námi loknu opnast leið til frekara framhaldsnáms
svo sem veiðarfæratækni
(netagerð) gæðastjórnun, fiskeldi og Marel
vinnslutækni.
Getum bætt við nemendum í fjar-og staðnám
á haustönn 2019
Kynnið ykkur námið á heimsíðunni www.fiskt.is
Innritun fer fram á Menntagátt á www.menn-
tagatt.is inn á heimasíðu okkar eða hjá starfsmön-
num Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966
Leikfélag Keflavíkur sló í gegn á síðasta leikári með revíu.
13MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.