Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.08.2019, Side 14

Víkurfréttir - 22.08.2019, Side 14
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is SMÁAUGLÝSINGAR Atvinna Viðhaldsvinna, viðgerðir, smáverk, málning, flísalögn. Ekkert verk er of lítið. GSM 787 2333. AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 Orkupakkar hækka raforkuverð Árið 2003 var fyrsti orkupakki Evrópusambandsins innleiddur í íslenska löggjöf en með honum fylgdi sú krafa að aðskilja skyldi orkudreifingu frá orkuframleiðslu. Þetta var gert undir því yfirskyni að slík breyting myndi auka samkeppni á orkumarkaði, sem ætti að vera til hagsbóta fyrir neytendur. Raunin varð önnur og raforkuverð til heimila og fyrir- tækja hækkaði. Þegar orkuverð eftir þessa nýju löggjöf er rannsakað má sjá að þegar framleiðslan var aðskilin frá dreifing- unni hækkaði orkuverð snögglega eða um 10%. Þessa hækkun má því beintengja við fyrsta orkupakkann og breyt- ingar sem honum fylgdu. Í nýlegri skýrslu sérfræðinefndar Orkunnar okkar kemur fram að meðaltals- hækkun á raforku frá 2003 er að raunvirði 7–8% þegar horft er á landið sem heild. Fjöldi landsmanna hefur hins vegar fundið á eigin skinni fyrir mun meiri hækkun á raforkuverði. Nú stendur Ísland frammi fyrir því að innleiða þriðja orkupakkann og enn á ný eru það neytendasjónarmið sem ríkisstjórnin otar að almenn- ingi. Þegar borið er saman verð milli dýrustu og ódýrustu orku- sölufyrirtækjanna kemur í ljós að sá afsláttur sem á að vera í boði, að sögn stjórnvalda, er svo lítill að ekki svarar kostnaði og fyrirhöfn að skipta um orkusala og er afslátt- urinn auk þess ekki nægur til að dekka þá kostnaðaraukningu sem fylgdi fyrsta orkupakkanum. Þetta hafa Neytendasamtökin staðfest. Þau neytendasjónarmið sem lands- mönnum var lofað hafa því brugðist og því er undarlegt að sömu rök séu nú notuð aftur fyrir þriðja orku- pakkann. Sló þá þögn á þingmennina Þeir sem hafa fundið einna mest fyrir hækkun á raforkuverði vegna innleiðingar orkupakka ESB er það fólk sem býr á köldum svæðum á Ís- landi. Tveimur árum eftir að fyrsti orkupakkinn var innleiddur hafði raforkuverð til húshitunar á veitu- svæði Hitaveitu Suðurnesja (nú HS Orku) hækkað á bilinu 74–96%. Þetta þekki ég af eigin raun, bú- andi á köldu svæði á Suðurnesjum. Ástæðan var sú að Hitaveitan niður- greiddi sérstaklega raforku til hús- hitunar. Orkupakkinn stóð í vegi fyrir þessari niðurgreiðslu og var hún því felld niður. Maður spyr sig, hvað kom embættismönnum í Brussel það við að raforka hafi verið sérstaklega niðurgreidd til húshitunar hér á landi. Ég benti á þessa staðreynd í umræðu á Al- þingi og var þá sakaður um að fara með rangt mál af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Ég brá þá á það ráð að sýna umræddum þingmönnum gamla raforkureikninga, fyrir og eftir innleiðingu orkupakka eitt, máli mínu til stuðnings. Sló þá þögn á þingmennina, en þeir báðust ekki afsökunar á orðum sínum. Þetta eitt og sér sýnir að þeir þingmenn sem styðja innleiðingu orkupakka ESB svífast einskis í málflutningi sínum. Óskiljanlegt er hverra erinda þeir ganga á Alþingi og hvaða hagsmunir kunna að búa að baki. Búast má við enn meiri hækkun á orkuverði fari svo að þriðji orkupakkinn verði samþykktur og áform fjárfesta um sæstreng verði að veruleika. Embættismenn í Brussel eiga ekki að ráða för í raforkumálum Íslendinga Ríkisstjórnin er í fullkominni af- neitun um slæmar afleiðingar af innleiðingu orkupakka ESB fyrir almenning og fyrirtækin í landinu. Íslendingar eiga ekkert sameiginlegt með orkumálum ESB og eiga að fara fram á undanþágu. Það er gert með því að vísa málinu til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Það er okkar samningbundni réttur og fullyrð- ingar ríkisstjórnarinnar um að þá verði EES-samningurinn í uppnámi er hræðsluáróður af verstu gerð. Í EES-samningnum segir að vísa beri ágreiningsmálum til nefndarinnar. Hvernig getur það verið ógn við EES- samninginn að það sé farið eftir honum? Enginn fræðimaður hefur getað svarað spurningunni hvernig það brýtur í bága við samninginn að visa málinu til sameiginlegu EES- nefndarinnar. Íslendingar eru sjálfstæð þjóð í harðbýlu landi og eiga ekki að láta embættismenn í ESB ráða því hvernig við nýtum okkar mikilvægu raforkuauðlind eða verðleggjum hana. Atkvæðagreiðslan á Alþingi um þriðja orkupakkann fer fram 2. september n.k. Þá kemur í ljós hvaða þingmenn standa með þjóðinni. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Framtíðaráform loftslagsmála í Helguvík og nágrenni Loftslagsmál eru í brennidepli þar sem kolefnisjöfnun og minnkun kolefnisfótspora eru brýn viðfangsefni. Síðustu þrjú árin hef ég alla jafna ferðast til og frá vinnu með almenningssamgöngum til að minnka mitt kolefnisfótspor. Stjórnvöld hafa sett markmið um minnkun losunar CO2 (koldíoxíð) innan marka Parísarsamkomulagsins um 40% fyrir árið 2030. Á sama tíma eru uppi strompar fortíðar og áform um uppbyggingu tveggja kísilvera í Helgu- vík sem verða þau stærstu í heiminum í rúmlega kílómeters fjarlægð frá rótgróinni íbúabyggð í Reykjanesbæ. United Silicon sem aldrei kunni að ganga Flestum er kunnug saga Uni- ted Silicon sem fékk að menga nærri óáreitt frá nóvember 2016 þar til reksturinn var stöðvaður í september 2017. Dönsk verkfræðistofa neitaði að hafa unnið mengunarspá en yfirvöld samþykktu út- reikningana. Aðalverktakinn hætti framkvæmdum vegna skulda. Þetta var eina stóriðjan á Íslandi sem var án sérkjarasamninga. Byggingar voru ekki innan gildandi deiliskipulags. Met voru slegin í fjölda kvartana frá íbúum og eftirlit Umhverfisstofnunar var fordæmalaust. Skýrsla Ríkisendurskoð- unar til Alþingis staðfestir að fleiri en einn pottur var brotinn í stjórnsýslunni. Við gjaldþrot 2018 töpuðu stórir sem smáir lífeyrissjóðir milljörðum, aðal- vertakinn rúmum milljarði, fyrrverandi starfsmenn, Reykjanesbær o.fl. umtals- verðum upphæðum. Stakksberg úr öskunni í eldinn Eigandi verksmiðjunnar, Stakksberg, veður nú úr öskunni í eldinn gagnvart íbúum Reykjanesbæjar og hyggst lappa upp á hana fyrir á fimmta milljarð króna. Áform Stakksberg ganga gegn vilja flestra íbúa og rúmlega meirihluta bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar. Saga Stakksbergs er stutt en full- trúi eiganda Stakksbergs var einnig í stjórn United Silicon frá vori 2017 fram að þroti þess. Stakksberg hefur nú heitið því að leita samráðs og samvinnu við íbúa. Samráðið er þó ekki laust við klæki því samráðstímabilin eru jafnan stutt og tímasett þannig að flestir eru í sumarfríum eða í jólaundirbúningi á sama tíma. Þá var íbúafundur boðaður með eins til tveggja daga fyrirvara. Í sérstakri samráðsgátt (samrad.stakksberg.com) tókst Stakks- bergi ekki að leita samráðs við íbúa um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að en þeir hafa jú lofað að vanda sig. Þriðjungur allrar CO2 mengunar á Íslandi gæti komið frá Helguvík Kísilver brenna kolum í stórum stíl og markmið kísilveranna er að brenna 315.000 tonnum af kolum árlega. Við brennslu á kolum myndast mörg efnasambönd, meðal annars CO2, SO2 (brennisteinstvíoxíð), NOx (köfnunar- efnisoxíð) o.fl. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í apríl 2017 var það rætt hvort ekki væri ástæða til að banna slíkan mengandi iðnað svo nálægt íbúabyggð. Með almennri skyn- semi mætti komast að þeirri niðurstöðu að starfsemi sem þessi eigi ekki að vera staðsett í kílómeters fjarlægð frá byggð. RÚV greindi frá því að losun CO2 á Íslandi myndi aukast um rúm 10% ef starfsemi Stakksbergs hefjist á ný. Í óhugnarlegu svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn minni myndi áætluð losun CO2 aukast um allt að 25% fari bæði kísilver í gang og bætist álverið við þá eykst áætluð losun um allt að 33% á öllu Íslandi miðað við losun 2017. Það yrði fróðlegt að vita hvað Stakksberg og Thorsil þyrftu að gróður- setja mörg tré vegna bindingar þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi þeirra en fyrirtæki í landinu hafa ein- mitt verið hvött til þess, meðal annars af eiganda Stakksbergs. Augljós krafa um íbúakosningu Um síðustu áramót söfnuðu Andstæð- ingar stóriðju í Helguvík 2.700 undir- skriftum íbúa Reykjanesbæjar sem er um fjórðungur kosningabærra aðila þar sem krafist var þess að bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar myndu láta fara fram íbúakosningu um það hvort kísilverk- smiðja Stakksbergs fái að hefja starfsemi á ný og um það hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Um- rædd undirskriftasöfnun var metin ólögmæt af lögmanni Reykjanesbæjar og engin kosning fór fram. Undirskrifta- söfnunin sannar þó að íbúar vilja fá að kjósa um það hvort þessar verksmiðjur eigi rétt á sér í bakgarði íbúa. Stefnir Reykjanesbær á lista yfir menguðustu sveitarfélög í Evrópu eða ekki? Framtíðaráform loftslagsmála í Helguvík og nágrenni eru vægast sagt áhyggjuefni. Mengun frá stóriðjunni í Helguvík yrði á bilinu 25%–33% allrar losunar CO2 á Íslandi ásamt losun fjölmargra annarra óæskilegra efna og efnasambanda sem frá þessum verksmiðjum koma. Mér hugnast vægast sagt ekki áform Stakksbergs og finnst samstarf þeirra hingað til við íbúa með eindæmum lélegt. Frá sjónarhorni íbúa væri æskilegast fyrir Stakksberg að skoða núllkostinn. Stakksberg og Thorsil mættu alvarlega íhuga áskorun meiri- hluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og fulltrúa Miðflokksins um að falla frá áformum sínum um rekstur kísilverk- smiðja í Helguvík enda endurspeglar sú áskorun vilja meirihluta íbúa Reykjanes- bæjar. Almennt þarf svo að taka afstöðu til þess hvort við viljum að Reykjanesbær verði frægastur sveitarfélaga á norður- hveli jarðar fyrir að menga mest eða hvort stefnt verði að grænni framtíð þar sem umhverfissjónarmið eru í forgrunni. Iðnaðaruppbyggingin í Helguvík er aug- ljóslega eitt allra stærsta hagsmunamál íbúa Reykjanesbæjar og kosning um framtíð stóriðjunnar í Helguvík er bráð- nauðsynleg. Ég kýs góð loftgæði til handa íbúum Reykjanesbæjar og komandi kynslóðum sem endurspeglast í betri lífsgæðum framyfir ófullkomnar kola- brennandi kísilverksmiðjur í kílómetra fjarlægð frá byggð. Það er ekki of seint að hætta við núna og ég vona innilega að þessi kísilversverkefni hverfi héðan úr Helguvík. Svæðið fær í framhaldi nýjan tilgang og aðra starfsemi sem þrífst í sátt og samlyndi við íbúa í nágrenninu sem verður sannarlega farsælla til framtíðar litið fyrir alla. Andri Freyr Stefánsson íbúi í Reykjanesbæ Safnar fyrir langveik börn í Reykjavíkurmaraþoninu Ásdís Arna Gottskálksdóttir stofnandi góðgerðafélagsins Bumbu- loní safnar fyrir langveik börn í Reykjavíkurmaraþoninu. Bumbuloní var stofnað í minningu Björgvins Arnars sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013. „Bumbuloní styrkir langveik börn og fjölskyldur þeirra fyrir jólin ár hvert í fjárfrekasta mánuði ársins, með peningastyrkjum léttum við undir og aukum lífsgæði langveikra barna. Bumbuloní er með úrvalsfólk í hlaupa- hóp í Reykjavíkurmaraþoninu og fer allt söfnunarfé til styrktar langveikum börnum fyrir jólin ásamt allri sölu varnings á www. bumbuloni.is þar sem vörur með listaverkum Björgvins Arnars eru seld,“ segir Ásdís. Bumbuloní hefur nú stutt við 26 fjöl- skyldur og hefur það markmið að styrkja 12 fjölskyldur fyrir næstu jól. Þar sem Ásdís er fædd og uppalin í Keflavík hefur verið stefnan að styrkja eina til tvær fjölskyldur frá Suðurnesjum í hverri út- hlutun. Það skiptir miklu máli að sam- félagið í heild sinni styðji við þennan hóp fjölskyldna sem standa í baráttu með börn sín alla daga, allan sólarhringinn. Þeir sem vilja leggja þessu mikilvæga málefni lið mega fara inn á þessa slóð: www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/ charity/775/bumbuloni-godgerdafelag Sálfræðingur á fræðslusviði Reykjanesbær óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa á fræðslusvið bæjarins. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu samstarfi við kennsluráðgjafa, talmeinafræðinga, starfsfólk skóla, velferðarþjónustu og aðra sérfræðinga. Faglegt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð, klínískar leiðbeiningar og að hagsmunir nemenda séu hafðir að leiðarljósi. Starfssvið sálfræðings • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum • Fræðsla til barna og fjölskyldna þeirra • Ráðgjöf við starfsfólk í skólum • Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu Menntunar- og hæfniskröfur • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna er æskileg • Reynsla af sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna barna er æskileg • Skipulagshæfni, sjálfstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum • Hreint sakavottorð Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2019. Nánari upplýsingar um starfið gefur Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur, einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, undir Laus störf. 14 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.