Víkurfréttir - 22.08.2019, Side 15
Stefán bjargaði stigi í Grindavík
Stefán Alexander Ljubicic, nýliðinn
í PepsiMax-deildarliði Grindavíkur,
tryggði liðinu annað stigið í viður-
eigninni við HK sl. sunnudag. Stefán
jafnaði leikinn þegar skammt var til
leiksloka í Grindavík. Stefán kom til
Grindavíkurliðsins fyrir skömmu en
hann er uppalinn í Keflavík. Þetta var
hans fyrsta mark með liðinu.
Grindvíkingar eru engu að síður í
fallbaráttu, í næstneðsta sæti með
18 stig en ótrúlegt en satt þá er
liðið í 6. sæti, Valur með 6 stigum
meira þannig að það getur margt
gerst á lokasprettinum. Fimm
umferðir eru enn eftir í deildinni.
Keflavíkurstúlkur í botnbaráttu
Keflavíkurstúlkur í PepsiMax-deild-
inni í knattspyrnu töpuðu 3:1 fyrir
norðan gegn Þór/KA í síðustu umferð.
Sveindís Jane Jónsdóttir kom Keflavík
yfir og þannig var staðan í hálfleik.
Selfyssingar komu hins vegar sterkar
inn í síðari hálfleik og skoruðu þrjú
mörk. Keflavík er í næst neðsta sæti
með 10 stig en næstu tvö lið eru með
12 og 13 stig.
„Staðan er ekki góð. Það var dýr
leikur hjá okkur á móti Selfossi um
daginn, við erum nánast að missa
hálft byrjunarliðið. Fjórar sem voru í
byrjunarliðinu í dag spila ekki næsta
leik, ein að fara erlendis í nám og þrjár
sem taka út leikbann. Það verður á
brattann að sækja, en við höfum þekkt
það svart áður og erum tilbúnar í
stríð og baráttu það sem eftir er,“
sagði Gunnar Jónsson við fotbolta.
net eftir leikinn.
Grindavíkurstúlkur eru í botnbaráttu
í Inkasso-deildinni en þær gerðu 1:1
jafntefli í síðustu umferð gegn Fjölni
á heimavelli. Þær eru í fjórða neðsta
sæti deildarinnar, aðeins fyrir ofan
fallsæti.
Arnór Ingvi Traustason var heldur betur með sterka innkomu í lið Malmö
í sænsku úrvalsdeildinni um helgina en hann lék sinn fyrsta leik eftir
meiðsli gegn Falkenberg á heimavelli. Arnór gerði sér lítið fyrir og skoraði
tvö mörk og lagði upp eitt í 5:0 stórsigri liðsins.
Arnór Ingvi á
skotskónum
Arnór lék allan leikinn en hann
meiddist fyrir um mánuði síðan.
Framundan eru landsleikir gegn
Moldavíu og Albaníu og Suðurnesja-
maðurinn ætti því að vera klár í þau
verkefni.
„Það var gaman að koma sterkur til
baka. Ég var mjög ákveðinn í því og
þetta gekk vel,“ sagði Arnór Ingvi í
spjalli við VF en hann meiddist fyrir
um mánuði síðan. Hann sagðist hafa
lagt mikið á sig í endurhæfingunni til
að komast aftur á völlinn sem fyrst
en liðband í hné skaddaðist. Arnór
segir að Malmö sé með mjög gott lið
og stefnan sé sett á að vinna deildina
en liðið er í 1.–2. sæti þegar þetta er
skrifað. „Já, við erum ákveðnir í því.
Hópurinn er sterkur og við stefnum
hátt og vonumst einnig til að komast í
riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Við
leikum gegn ísraelsku liði í tvígang á
næstu vikum og ætlum okkur að klára
það dæmi og komast í riðlakeppn-
ina aftur,“ en Arnór Ingvi lék með
Nú stendur yfir happdrætti á góðgerðar vefsíðunni
https://charityshirts.is/ og í vinning er félagsbúningur
Arnórs Ingva Traustasonar, atvinnumanns hjá Malmö
í Svíþjóð.
Allir sem greiða 1.000 kr. inn á síðuna https://chari-
tyshirts.is/ fara í pott sem dregið er úr og fær þá við-
komandi undirritaða treyju Arnórs sem hann var í á
móti enska stórliðinu Chelsea í Meistaradeild Evrópu
fyrr á þessu ári. Þessi vefsíða hefur fengið fjölda ís-
lenskra íþróttamanna og -kvenna til að vera með og
alls hafa safnast nærri 1.8 milljónir króna.
„Mér finnst þetta flott framtak hjá eiganda charityshirts.is
og ég vona bara að Suðurnesjamenn taki þátt og hjálpi til
í þessu skemmtilega verkefni,“ sagði Arnór Ingvi í spjalli
við Víkurfréttir í vikunni en allur ágóði af treyju-uppboði
Arnórs fer til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (The
Benefit Society for Children with Disabilities). Eitt nafn
verður dregið út mánudaginn 26. ágúst.
Arnór er þekktasti atvinnuíþróttamaður Suðurnesjamanna
um þessar mundir og leikur með úrvalsdeildarliði Malmö
í Svíþjóð. Liðið er í efsta sæti deildarinnar sem stendur og
Arnór Ingvi var að koma sterkur inn eftir mánaðarfjar-
veru vegna meiðsla. Arnór hefur leikið 29 landsleiki og
skorað í þeim fimm mörk, það eftirminnilegasta án efa
sigurmarkið gegn Austurríki í Evrópukeppni landsliða
í Frakklandi árið 2016. Arnór hefur verið fastamaður í
landsliðinu undanfarin þrjú ár og lék með því m.a. á HM
í Rússlandi í fyrra.
Viltu vinna búning
Arnórs Ingva?
Malmö gegn Chelsea fyrr á þessu ári.
Búningurinn sem hann var í á móti
Lundúnaliðinu er einmitt vinningur
í happdrætti sem vefsíðan charitys-
hirts.is stendur fyrir (sjá aðra frétt
á síðunni).
Félagar Arnórs fagna öðru af
tveimur mörkum hans í leiknum.
Tvíburasystur í landsliðshóp
Þrjár Keflavíkurstúlkur hafa verið
valdar í U19 landsliðshóp sem leikur
tvo vináttuleiki í Svíþjóð í lok ágúst.
Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari
U19 kvenna, hefur valið hópinn og í
honum eru frá Keflavík þær Sveindís
Jane Jónsdóttir og tvíburasysturnar
Íris Una og Katla María Þórðardætur.
Þær hafa allar leikið með PepsiMax-
liði Keflavíkur í sumar.
Ísland mætir Svíþjóð 28. ágúst og
Noregi þann þrítugasta.
Keflvíkingar í ágætum málum
Keflvíkingar geta farið að brosa á
nýjan leik því þeir hafa nú sigrað
tvívegis í röð á heimavelli eftir að
hafa lagt Víking Ólafsvík að velli á
Nettó-vellinum 2:1. Bítlabæjardrengir
náðu forystu á 23. mínútu úr víti
þegar Adolf Bitegeko skoraði úr víti.
Gestirnir jöfnuðu sjö mínútum síðar,
einnig úr víti. Í síðari hálfleik skoraði
Dagur Ingi Valsson flott mark af löngu
færi og það reyndist vera sigurmark
heimamanna. Keflvíkingar eru eftir
sigurinn í 6. sæti með 25 stig og eiga
tæpast von á því að komast í 2. sætið
en Þór Akureyri er þar með 32 stig.
Eftir sigur Magna eru Njarðvíkingar í
vondum málum í neðsta sæti deildar-
innar, 4 stigum á eftir næstneðsta
liðinu Haukum en UMFN tapaði fyrir
Fram sl. fimmtudag.
Tvö Suðurnesjalið í toppbaráttu 2. deildar
Víðismenn gerðu góða ferð til Húsavíkur og sigruðu heimamenn 1:3 í fjörugum
leik og Voga-Þróttur gerði sér lítið fyrir og vann topplið Leiknis á Vogaídýfu-
vellinum í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Með úrslitum helgarinnar
hefur staðan á toppnum jafnast. Víðismenn eru í 3. sæti deildarinnar með
28 stig, þremur á eftir toppliði Leiknis og tveimur á eftir Vestra. Þróttarar
eru í 5. sæti með 25 stig. Toppbaráttan gæti varla verið jafnari en aðeins tíu
stig skilja af efsta og liðið í þriðja neðsta sæti.
Sandgerðingar eru í ágætum málum í 3. deildinni. Þeir unnu KH með þremur
mörkum gegn einu og halda sér í toppbaráttunni og eiga möguleika á 2.
sætinu ef þeim gengur vel í næstu leikjum.
Keflavíkurstúlkur fá sterkan útlending
Kvennalið Keflavíkur í Domino’s-deildinni í körfubolta hefur
náð samkomulegi við Daniela Wallen frá Venezuela. Daniela
spilaði fyrir OCU háskólann í Bandaríkjunum og var valin besti
leikmaðurinn í NAIA deildinni á lokaári sínu í skólanum 2017.
Hún var í liði Peka í Finnlandi í fyrra sem vann finnska titilinn.
„Við erum ótrúlega ánægð með að hafa ná samkomulagi við
þennan flotta leikmann,“ segir í frétt frá Keflavík.
FIBA gaf út á dögunum lista yfir
alþjóðadómara og eftirlitsmenn fyrir
tímabilið 2019 til 2021 og eru tveir
nýir fulltrúar KKÍ á FIBA listan-
um en annar þeirra
er Ísak Ernir Krist-
insson sem dómari.
Faðir hans, Kristinn
Óskarsson, er alþjóð-
legur dómaraleið-
beinandi.
Ísak orðinn alþjóðadómari
Búningurinn sem Arnór Ingvi var í
á móti Chelsea í Meistaradeildinni.
Víðir og Þróttur eru í góðum
málum í 2. deildinni. Hart barist við mark
Víkinga gegn Keflavík.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Fræðslusvið – sálfræðingur
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum
vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru
jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað.
Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki.
Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Bókasafn Reykjanesbæjar - fjölgum taupokum í pokastöð
Dagana 23. – 31. ágúst hvetjum við íbúa til að hjálpa okkur
að fjölga taupokum í Pokastöðinni og stuðla um leið að
plastlausri Ljósanótt.
Saumum fyrir umhverfið á opnunartíma bókasafnsins og
gerum Reykjanesbæ að umhverfisvænna bæjarfélagi. Ekki
er krafist saumakunnáttu, hægt er að leggja lið með því að
klippa niður efni og merki Pokastöðvar.
Hvetjum íbúa jafnframt til að taka þátt í Plastlausum
september!
Sundmiðstöð/Vatnaveröld - vetraropnun hefur tekið gildi
Opið klukkan 6:30 - 20:30 mánudaga til föstudag
og klukkan 9:00 - 17:30 laugardaga og sunnudaga í vetur.
15ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.