Faxi

Árgangur

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 16

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 16
Áhugaverð sýning í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbœjar um Jamestown strandið í Höfnum 1881 Eftirminnilegt sumar í Höfnum ann 26. júní árið 1881 rak gríðarlega stórt seglskip inn Ósinn og steytti á skeri. Þetta gerðist í miklu óveðri en um leið og lægði fóru Hafnabúar og fleiri um borð í skipið. Fljótlega varð ljóst að skipið var mannlaust og hafði verið lengi. Draugaskip þetta hafði verið á reki í um (jóra mánuði á Norður-Atlandshafi en áhöfninni verið bjargað á hafi úti. Skipið bar nafnið Jame- stown og var gert út frá Boston í Banda- ríkjunum. Um borð í skipinu var mikill timbur- farmur sem nota átti undir járnbrautateina í Bretlandi. Talið er að um 100 þúsund plankar hafi verið í skipinu. Þetta reyndist gæðaviður og hófst nú mikil vinna við að bjarga viðnum úr skipinu og einnig var skipsskrokkurinn nýttur. Þessi viður var seldur um allt land og notaður í húsbygg- ingar og margt fleira. í óviðri miklu sem gekk yfir landið í september sama ár brotn- aði skipið í spón. Dreifðist þá það sem eftir var af farminum í nærliggjandi fjörur og þakti brakið um 4 km af strandlengjunni. Enn er skipið og saga þess okkur hugleikin eins og sjá má á sýningu Átthagastofunnar en hún stendur fram í mars 2017. Hugmyndin kviknar Sagan á bak við sýninguna er ekki síður merkileg. Þegar áhugahópur um sögu 16 FAXI Jamestown strandsins var stofnaður 20. september 2016 í Bókasafninu fékk starfs- fólk safnsins mikinn áhuga að á setja upp sýningu um þennan sögufræga atburð í samvinnu við hópinn. Einn af forsprökkum hópsins er Helga Margrét Guðmundsdóttir sem heyrði fyrst af strandinu þegar hún var umsjónarkona félagsstarfs aldraðra í Reykjavík. í tilefni árs aldraðra 1999 var m.a. ákveðið að fara með hóp aldraðra í dagsferð á slóðir Hallgríms Péturssonar og lesa Passíusálmana upp í Hvalsneskirkju en þar þjónaði hann um tíma. Við undirbúning ferðarinnar sagði Þórdís Ólafsdóttir hópnum frá skipstrand- inu. Hún hafði skrifað ritgerð um Jame- stown strandið þegar hún var í námi til landsprófs og tók þá viðtal við Vigdísi Ketilsdóttur frá Höfnum sem var 12 ára gömul þegar skipið strandaði og mundi vel eftir þessum atburði. Helgu hefur lengi langað að kynnast sögu standsins og eftir- málum þess nánar og vekja athygli á þessari áhugaverðu sögu. Textinn er byggður á sýningartextum frá Bókasafninu og hópnum.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.