Faxi

Árgangur

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 17

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 17
^ííííííy/////////////////////////////////////////////////////^^^^^ I Jamestown var með stærstu skipum 19. aldar. Það var þrímastra og þriggja þilfara og hefur verið um 4000 tonn að þyngd og ríflega 70 metrar að lengd. Til gamans má geta að lengd fótboltavalla eru á bilinu 100 til 110 metrar. Sr. Sigurður Sívertsen: ,,Eins og þetta mikla stratid er og verður fáheyrt, ekki aðeins hér sunnan lands, heldur í landssögunni, að annað eins timbur hafi komið á einum stað af einu skipi, eins og þetta, má kalla hið mesta happ fyrir öll Suður- nes og nœrliggjandi hreppa, sem Drottinn allsherjar rétt hefir mönnum upp í hendur án mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar og án þess að neinar slysfarir hafi þar af orsakast eða tjón.“ Úr Suður- nesja annáli. Hljóðfœri með gamla sál Jón Marinó Jónsson lauk prófi í hljóðfcerasmíði frá Newark og Sherwood Collage í Newark on Trent í Englandi vorið 2000.1 náminu var lögð áhersla á að gott væri að eiga á lager gamalt timbur til hljóðfceragerðar. Jóni varðþá hugsað tilplanka sem hann tók þátt í að rífa úr Þorvarðarhúsi árið 1992. Rak hann verktakafyrirtceki í Keflavík og eitt afverkefnum þess var að endurbyggja Þorvarðarhús. Rífa þurfti hluta af klceðningu og kom þá í Ijós óvenjuleg standandi klœðning sem reyndist vera timbur úr Jamestown. Jónfékk leyfi til að hirða timbrið til að nýta í hljóðfcerasmíðina. Timbrið úr Jamestown hentar mjög vel í þessum tilgangi vegna þess hversu gamalt það er. Viður harðnar með tímanum og leiðir þá víbringhljóðsins mun betur en nýr. Jón notar Jamestown timbrið íþá hluta hljóðfœranna sem verða að leiða víbring. Þeir Jón Marínó Jónsson, hljóðfcerasmiður ogEyþrúður Ragnheiðardóttir, fiðluleikari. Ljósmynd Reykjanesbcer. heita bassabjálki og sál og eru forsenda þess að hljóð heyrist frá strokhljóðfœrum. Auglýsing „Hinn 26. júní þ.á. rak upp á sker eða flúðir fyrir framan Stafnes í Rosmhvalaneshreppi innan Gullbringu- og Kjósar- sýslu stórt barkskip þrímastr- að, fermt með trjávið, borð og planka. Á skipinu voru engir menn, og menn œtla, að skips- höfnin muni hafa yfirgefið það fyrir nokkuð löngu síðan. Aftan á skipinu var nafnið ,,James Town“ og enn fremur voru þar með máðu letri tvö orð, er sýndust vera: ,,Boston Mond“. Björgun hefirfram farið að tilhlutun yfirvaldsins, og hið bjargaða ásamt skips- skrokknum, er hafði brotnað, þegar hann lenti á skerinu, hefir verið selt við opinbert uppboð. Eigandi vogreks þessa innkallast því hér með sam- kvœmt lögum um skipaströnd 4. jan. 1876, 22. gr„ til þess innan árs og dags að segja til Strandplankarnir komu að góðum notum „Árið eftir strandið, segir í Suðurnesjaannál: „Venju fremur hefirfólk úr sveitum sótt hingað að sjó, til að setja sig hingað niður og hafa þess vegna mörg tómthús verið byggð hér og hvar og hafa t því tilliti strandplank- arnir komið aðgóðum notum". Sama er uppá teningnum árið 1884. Þá flyst fjöldinn allur af fólki í Rosmhvalaneshrepp og flest fátcekt. Þessi ár urðu líka hörð, sóttir, fjárfellir, ís ogkuldi. Allt stuðlaði þetta aðflótta úr sveitum hingað á mölina. Hér varð upphafið aðflóttanum til þéttbýlisins, sem sér ekki fyrir endann á. „Samt sem áður, þó svona hafi illa látið í ári, hafa allmargir hreppsbúar látið reisa timburhús ogsum allmikil", segir í Suðurnesjaannál. “ Skúli Magnússon ritar i Faxa árið 1971. (31 árg., 6 tbl, bls 78) sín og sanna eignarrétt sinn fyrir amtmanninum í Suður- amtinu, og missi ella rétt sinn í þessu tilliti. íslands suðuramt, Reykjavík 27. ágúst 1881. Bergur Thorberg FAXI 17

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.