Faxi

Árgangur

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 26

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 26
 HHk vii 11 Wm , M||I’ mk\\ m ij »\!ll m í ■ 1 1 1 * . 1 Öðruvísi jólahald í Njarðvík Ráðandi markaðsöfl telja okkur trú um að við þurfum að halda jól með ákveðnu sniði. Við þurfum að skreyta með ákveðnum hætti og fyrir ákveðinn tíma, þurfum að fara á jólahlaðborð og jólatónleika, halda tækjajól, baka nokkrar sortir af smákökum, kaupa ný föt á alla fjölskylduna og endurnýja rúmið svo við getum nú hvílst nægiiega vel eftir allt stressið. Aukinn fjölbreytileiki í samfé- laginu hefur hins vegar leitt okkur fyrir sjónir að svona þarf þetta ekki að vera og svona sé jólaundirbúningurinn ekki hjá öllum. Þegar Angela Amaro flutti til íslands fyrir rúmum tuttugu árum þekkti hún ekkert annað en portúgölsk jól frá sínu heimalandi. Þar er fólk alla jafna störfum hlaðið fram eftir aðfangadagskvöldi en gerir sér svo glaðan dag með fjölskyldunni eftir kirkjuferð og borðar saltfisk. Skreyt- ingar eru látlausar og ekki þessi ljósadýrð sem einkennir íslensk jól. Jóladagur er eini hátíðisdagurinn á jólum í Portúgal og þá hittist stórfjölskyldan yfir kiðlingakjöts- eða lambakjötspottrétti að portúgölskum sið. Þegar Angela kynntist Sigmari Rafnssyni og stofnaði með honum fjölskyldu kynntist hún bernskujólum hans, sem einkennd- ust af hefðbundum íslenskum jólasiðum, bakstri, þrifum, skreytingum og ljósadýrð. Þau héldu sjálf íslensk jól, sem þau taka þó strax fram að hafi aldrei einkennst af öfgum eða stressi. Sigmar segist hafa lært ýmislegt af portúgölskum jólum sem hann upplifði með Angelu eitt árið snemma í sambandinu og segist auk þess gefa lítið fyrir jólabrjálæðið sem einkenni marga. „Ég fann það í þessari ferð hvað við íslend- ingar erum uppteknir af því að allt þurfi að standast, allir þurfi að vera búnir að skúra á aðfangadag þó allt hafi verið þrifið á Þorláksmessu. Það er allt miklu afslappaðra þarna úti,“ segir Sigmar. Fyrir fimm árum síðan gekk Angela í trúfélagið Iglesia De Dios, Ministerial de Jesucristo International. Þó trúarritið sé 26 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.