Faxi

Árgangur

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 21

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 21
skólagöngu. Það er af Einari að segja að hann drukknaði er togarinn Gullfoss RE- 120 fórst með allri áhöfn, nítján mönnum, undan Snœfellsnesi 28. febrúar 1941. Hafði þá skollið á aftakaveður sem olli miklu tjóni um land allt. Fær fimleikamaður Um tíma nam Hermann við íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar sem hafði verið settur á stofn ári fyrr en Hermann kom til Reykja- víkur. Jón var lærður íþróttakennari sem hafði ráðist í það þrekvirki að byggja full- komnasta íþróttahús landsins við Lindar- götuna. Er ekki að efa að áhugi Hermanns á íþróttum og þá sérstaklega fimleikum hafi ráðið mestu um að hann hóf þetta nám. Hann var enda mjög fær fimleikamaður og æfði og sýndi fimleika með sýningaflokki Ármanns en hróður sýningaflokka karla og kvenna hjá Ármanni barst víða um lönd. M.a. sýndi kvennaflokkur Ármanns við góðan orðstýr á Fimleikamóti Noregs sem haldið var í Osló 1938 og karlaflokkurinn sýndi fræga sýningu í Tívolí í Kaupmanna- höfn 1941. Hóf nám við Kennaraskólann Hermann sótti um skólavist í Kennaraskóla íslands sumarið 1938. Formlega undirbún- ingsmenntun hafði hann litla en naut þess að hafa góð meðmæli frá Jóni Þorsteinssyni sem dugði til þess að umsókninni var vel tekið. Hann hóf nám við Kennaraskólann haustið 1938 og sóttist honum námið vel. Hann lauk þaðan prófi árið 1941. Einn sam- nemenda hans þar var Guðmundur Helgi Pálsson frá Hnífsdal og myndaðist góður vinskapur með þeim. Eitt af því sem út úr þeim vinskap kom var að Hermann varð kostgangari á Nönnugötu 4a hjá hjónunum Guðmundi Hannessyni og Emelíu Sig- mundsdóttur, frænku Guðmundar Helga. Þar kynnist síðan Hermann Ingigerði Þor- steinu systur Emelíu. I Morgunblaðinu 15. október 1940 er sagt frá því að nýlega hafi opinberað trúlofun sína hjónaefnin fröken Inga Sigmundsdóttir Grundarstíg 15b og Hermann Eiríksson kennaranemi Óðins- götu 4. Þau giftu sig síðan í júní 1941 og fluttu sama ár til Keflavíkur. Hér má skjóta því inn að vinátta þeirra Einars Þórðarsonar og Guðmundar Helga var Hermanni afar mikilvæg og til marks um það var síðasta barn þeirra hjóna skírt Guðmundur Einar. Færði til bókar tekjur og gjöld Eins og áður hefur komið fram hafði Hermann mjög ungur sett sér það markmið að afla sér menntunar og er óhætt að segja að þar hafi hann farið nokkuð ótroðnar slóðir því það var ekki algengt á þeim tímum að ungt fólk úr fátækum almúgafjölskyldum gæti eitt og óstutt sótt langt og kostnaðar- samt nám. En Hermann bjó sig einarðlega undir það sem verða vildi. Hann sótti alla þá vinnu sem gafst, einkanlega sumar- síldveiðar og aðra vinnu á vetrum. Þegar svo til Reykjavíkur kom hélt hann ótrauður áfram á sömu braut. Svo heppilega vill til að í fórum fjölskyldu Hermanns eru til nokkrar glósubækur þar sem Hermann m.a. færði til bókar tekjur og gjöld frá skólaárunum þar Hermann hafði ntikinn áhuga á aflraunum eins oghér má sjá. sem ekkert var undan skilið. Þar sést að þegar skólaseta hans í Kenn- araskólanum hófst átti hann samkvæmt bók- haldi sínu 866 krónur og 23 aura í handbæru fé. Einnig átti hann fé sem hann hafði lagt til hliðar á sparisjóðsbók sem og eitthvað af útistandandi upp- hæðum. Síðan færði Hermann mjög nákvæmt bókhald yfir öll sín útgjöld og tekjur eftir því sem á skólavistina leið. Einnig má þar lesa um þau störf sem Hermann innti af hendi meðfram skóla- setunni svo sem við múrverk og hreingern- ingar. Einnig má sjá að ýmis störf innti hann af hendi fyrir Freystein Gunnarsson skóla- stjóra Kennaraskólans og mun hann meðal Hér eru foreldrar Hermanns með börnum sínum. Þorbjörg, Hermann, Gunnhildur, Ólöf Ingibjörg, Jónína Sigurbjörg, Dagbjört ogEiríkur. Myndin er líklegastfrá árinu 1931. FAXI 21

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.