Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 2

Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 2
Veður Austlæg eða breytileg átt, 3-8 í dag, en suðaustan 8-13 vestast. Smá skúrir á S-verðu landinu, en yfir- leitt léttskýjað norðað til. Hiti 1 til 6 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan. SJÁ SÍÐU 46 EM-draumurinn fjarlægist Ísland tapaði fyrir Frakklandi í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gær. Giroud skoraði eina mark leiksins úr víti. Frakkland og Tyrkland eru með átján stig í riðlinum en Ísland í þriðja sæti með 12 stig. Draumurinn um þátttöku í EM á næsta ári er því orðinn fjar- lægur. Frakkarnir ærðust af fögnuði í stúkunni en á samfélagsmiðlunum kenndu Íslendingar dómurunum um úrslitin. Sjá síðu 20 á brauðið, pönnuna og í baksturinn VIÐSKIPTI Fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, hefur fjárfest í tveimur íbúðum á Ásbrú og leigir þær nú þegar út. Hann segist hafa trú á steypu og Reykjanesi. Það er meira en að segja það að fjármagna slík kaup og því þurfti Egill að taka til í lífsstílnum. „Reglu- semi og aðhald er lykillinn. Ég fer sjaldnar til útlanda og losaði mig við 421 hestaf ls vöðvabílinn sem ég átti. Ég ferðast um á hestum postulanna, það er prýðileg heilsu- rækt og kostar ekkert,“ segir Egill í skriflegu svari. Hann hafi haft gaman af að fara út á lífið áður fyrr en það brenni upp peninga. „Ég kýs frekar nota- legt kvöld heima í stofu í Lazyboy- stólnum með góða bók eftir ein- hvern af mínum góðu félögum í Rithöfundasambandinu. Svo hef ég það hugfast að f lest af því besta sem lífið hefur upp á að bjóða kostar ekki neitt, til dæmis að vera til staðar, horfa á barnið sitt æfa og keppa í fótbolta og lyfta lóðum í vinnunni.“ Þá hafi hann dreg- ið úr neyslu Ripp- ed-orkudr yk kja. Úr fjórum dósum á dag í þrjár. „Með því að skrúfa fyrir vitleysuna náði ég að leggja til hliðar og safna mér fyrir ú t b o r g u n u m í þ e s s a r í búði r.“ – bþ Gillz veðjar á steinsteypuna Egill Einarsson fjölmiðlamaður. Með því að skrúfa fyrir vitleysuna náði ég að leggja til hliðar og safna mér fyrir útborgunum í þessar íbúðir. AKUREYRI Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hug- myndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skálda- húsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum og margir látið í sér heyra. Stefna bæjarstjórnar er enn þá að selja. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfull- trúi og formaður Akureyrarstofu, segir að margar nýjar hugmyndir um notkun hafi borist en þær séu ekki opinberar. „Ef þær breyta málinu þá endurskoðum við afstöðu okkar,“ segir hún en bætir við að enginn tímarammi hafi verið settur. Guðmundur Baldvin Guðmunds- son, formaður bæjarráðs, vill ekki svara því hvort einhverjir hafi sýnt áhuga á kaupum. „Við ætlum að flýta okkur hægt í þessu máli,“ segir hann. Hilda segir að engin formleg boð í húsið hafi borist en hún hafi heyrt af miklum áhuga. – khg Sala Sigurhæða sett í biðstöðu Aðstandendur Trés lífsins. Olga Margrét Kristínardóttir Cilia, Oktavía Hrund Jónsdóttir og Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VIÐSKIPTI  Mikið er að gera hjá aðstandendum frumkvöðlaverk- efnisins Trés lífsins þessa dagana. Fyrirtækið var valið til þátttöku á samfélagshraðlinum Snjallræði, eitt átta verkefna, sem og frum- kvöðlakeppninni Gullegginu. Báðar keppnirnar standa nú yfir og því er í mörg horn að líta. „Hugmyndin á bak við verkefnið kviknaði út frá umhverfislegum pælingum um jarðarfarir. Hvort hægt væri að gera það á skynsam- legri hátt. Það er falleg tilhugsun að sjá nýtt líf spretta af öðru sem lauk. Dauðinn er erfitt umræðu- efni fyrir f lesta og því viljum við gjarnan breyta. Markmið okkar er að dauðinn verði eðlilegri hluti af lífinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigur- jónsdóttir, frumkvöðull og hug- myndasmiður verkefnisins. Upprunalega hugmyndin var sú að gera fólki kleift að gróðursetja tré ásamt ösku hins látna en f ljót- lega fór verkefnið á f lug. „Vinnan við verkefnið hófst árið 2015. Fyrst byggðist það bara á gróðursetning- unni en síðar bættust við rafrænar lausnir eins og minningarsíður um látna sem og persónulegur gagna- grunnur þar sem saga og óskir við- komandi eru skráðar,“ segir Sigríður. Minningarsíðurnar væru fyrir aðstandendur þar sem vinir og fjöl- skylda hins látna gætu deilt sögum og myndum af þeim sem þau syrgja. „Þetta á að vera staður til þess að sameinast í sorginni og fagna lífinu sem var,“ segir Sigríður. Persónulegi gagnagrunnurinn mun virka þannig að einstaklingur getur undirbúið andlát sitt með því að skrá sögu sína með sínum orðum sem og sínar hinstu óskir. Þegar við- komandi deyr þá eru upplýsingarn- Vilja veita fólki aukið val við andlát ástvina Frumkvöðlaverkefnið Tré lífsins hyggst veita aukið val við andlát, bæði fyrir hinn látna og aðstandendur. Hugmyndin er að bjóða upp á gróðursetningu trés í minningargörðum ásamt ösku hins látna, þar sem nýtt líf mun spretta. Þetta á að vera staður til þess að sameinast í sorginni og fagna lífinu sem var. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, einn af stofnendum Tré lífsins ar sendar á nokkra einstaklinga sem hinn látni valdi. Hún byrjaði verkefnið ein en síðar komu þær Oktavía Hrund Jónsdóttir og Olga Margrét Krist- ínardóttir Cilia inn í verkefnið. Oktavía er sérfræðingur varðandi tækni-, öryggis- og aðgengismál og Olga er sérfræðingur í öllu því sem tengist persónuverndarmálum. „Þær hafa mikla þekkingu hvor á sínu sviði og hafa hjálpað mér við að gera þetta verkefni að veruleika,“ segir Sigríður. Hópurinn stóð frammi fyrir mörgum áskorunum enda er laga- ramminn um útfarir og hvernig skuli haga geymslu jarðneskra leyfa mjög flókinn. „Það er alveg kominn tími á það að þessi lög séu uppfærð í takt við nútímann. Við teljum þörf á að færa fólki aukið val og við finnum fyrir miklum áhuga á því,“ segir Sigríður. bjornth@frettabladid.is +PLÚS 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 1 -A 3 3 0 2 4 0 1 -A 1 F 4 2 4 0 1 -A 0 B 8 2 4 0 1 -9 F 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.