Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 8
BÍLAÚTSALA Allir okkar útsölubílar eru bílaleigubílar frá Procar bílaleigu. Léttskoðun ásamt útleiguvottorði fylgir öllum bílum. Þetta er aðeins brot af þeim útsölubílum sem eru í boði. Kíktu í kaffi. AKRALIND 3 S: 4162120 Opið virka daga kl. 10:00 – 19:00 Opið laugadaga og sunnudaga kl. 12:00 – 16:00 Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Vinnustaðanámssjóði. Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestur er til 19. nóvember 2019, kl. 16:00. Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi. Umsóknargögn og leiðbeiningar er að finna á www.rannis.is/sjodir/menntun/vinnustadanamssjodur/ Umsóknum skal skilað á rafrænu formi. Nánari upplýsingar veitir Skúli Leifsson, sími 515 5843, skuli.leifsson@rannis.is Vinnustaðanámssjóður Umsóknarfrestur til 19. nóvember H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Kjörskrár vegna kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem haldnar verða laugardaginn 26. október 2019 skulu lagðar fram eigi síðar en 16. október 2019. Kjörskrár skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórna eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn ákveður. Þeim sem vilja koma að athugasemdum er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitar- stjórn. Dómsmálaráðuneytinu 11. október 2019. Framlagning kjörskráa S K IPUL AG S M ÁL Haldin verður alþjóðleg hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag á Umferðarmið- stöðvarreit. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í fyrradag tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að fela skipulags- og samgönguráði að annast undirbúning og utanumhald samkeppninnar. Markmiðið er að á reitnum rísi ný alhliða samgöngumiðstöð fyrir höfuð borgarsvæðið og landið allt auk þéttrar blandaðrar byggðar. Gert er ráð fyrir að á síðari stigum verði efnt til sérstakrar fram- kvæmdasamkeppni um byggingu sjálfrar samgöngumiðstöðvarinnar. Er miðstöðinni ætlað að vera ein af lykilskiptistöðvum Borgarlínu. Fulltrúar Sjálfstæðisf lokksins í borgarráði, sem sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar, segja í bókun að þeir hefðu viljað sjá víðtækari greiningu á fýsileika staðsetningar samgöngumiðstöðvar. Óvíst sé hvort þörf sé fyrir miðstöð af þeirri stærðargráðu sem gert sé ráð fyrir. Í bókun fulltrúa meirihlutans segir hins vegar að staðsetningin sé framúrskarandi og feli í sér mikil tækifæri til að efla almenningssam- göngur. – sar Samkeppni um BSÍ-reitinn í Vatnsmýri Markmiðið er að núverandi mannvirki á reitnum víki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTUN Nýnemar við Háskólann á Akureyri eru margir hverjir ösku- reiðir yfirstjórn skólans vegna þess gjörnings að meina þeim að skipta um námsbraut um jólin. Þetta mun hafa þau áhrif að hundruð nemenda hætta námi við skólann um jólin í lögreglufræðum, sálfræði og hjúkr- unarfræði. Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, sendi á miðvikudaginn bréf til starfsmanna skólans þar sem hann tilkynnti að á þeim námsbrautum þar sem fjöldatakmarkanir giltu, myndu þeir nemendur sem ekki komust áfram um áramót þurfa að hætta námi við skólann. Hér áður fyrr var hægt að færa sig yfir á aðrar námsbrautir til að halda áfram námi. Þessi nýju vinnubrögð yfirstjórnar skólans eru harðlega gagnrýnd. Fréttablaðið náði tali af nem- endum sem gætu þurft að hætta námi um jólin vegna þessa ef þeir ná ekki tilætluðum námsárangri. Nem- endurnir vildu ekki koma fram undir nafni en þeir upplifðu allir að mikil reiði væri í nemendahópnum. Dæmi eru um að nemendur hafi flutt norð- ur úr höfuðborginni og hafið nám, fengið inni á leikskóla fyrir börn sín og standi hugsanlega frammi fyrir því að vera kastað úr námi í upphafi nýs árs. „Innritunartölur haustsins fyrir skólann í heild sinn gera það að verkum að ekki er rými í rekstri skól- ans fyrir þann fjölda sem vill stunda nám hjá okkur og því er þessi aðgerð nauðsynleg til að tryggja áfram- haldandi gæði náms við Háskólann á Akureyri,“ skrifaði rektor til starfs- manna. Það sem nemendum finnst hvað sárast er að þeir hafa greitt innritun- argjöld og verið talin trú um að þeir gætu hafið nám. Yfirstjórn skólans segir hins vegar að þetta hafi legið ljóst fyrir áður en skólastarf hófst í haust. Í innritunarbréfum til nem- enda stóð orðrétt: „Þeir nemar sem komast ekki inn í starfsnám hafa tækifæri til þess að sækja um annað nám innan hug- og félagsvísinda- sviðs á vormisseri ef námspláss leyf- ir.“ Yfirstjórn telur að þetta hafi verið nægileg útskýring fyrir nýnema á að svo gæti farið að þeim yrði hent út um áramót. sveinn@frettabladid.is Reiðin ólgar í nemum Háskólans á Akureyri Hundruð nemenda í sálfræði, lögreglufræði og hjúkrunarfræði munu ekki geta haldið áfram námi í HA eftir áramót. Þeim sem ekki ná svokölluðum klásus verður bannað að skipta um braut samkvæmt ákvörðun yfirstjórnar. Fjöldi nema fær ekki að halda áfram námi eftir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 1 -D E 7 0 2 4 0 1 -D D 3 4 2 4 0 1 -D B F 8 2 4 0 1 -D A B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.