Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 10

Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 10
Stadia er ekki tölva, það eina sem þú kaupir er fjarstýring. NORDICPHOTOS/GETTY TÆKNI „Sögulega séð voru tölvu- leikir spilaðir á þar til gerð tæki. Þannig var það líka með tónlist og myndbönd – núna hlustar þú og horfir hvar sem er. Nú er komið að tölvuleikjum. Í snjallsímum keyrði tónlist áfram 3G, myndbönd 4G – nú munu tölvuleikir keyra áfram 5G,“ segir Kareem Choudhry, yfir- maður skýjaleikja hjá Xbox, í sam- tali við Wired. Microsoft í samstarfi við keppi- nautinn Sony er nú að undirbúa að setja í loftið leikjastreymisveituna xCloud. Apple var á undan með Apple Arcade. Einnig er Amazon að skoða eitthvað svipað. Allt þetta er þó vegna yfirvofandi innkomu Google í tölvuleikjaheiminn. Google Stadia fer í loftið eftir mánuð í Bandaríkjunum og víða í Evrópu, þar á meðal á Norður- löndunum að Íslandi undanskildu. Í stað leikjatölvu verður seld fjar- stýring sem hægt er að nota við sjónvarpið eða tölvuna. Rukkað er fyrir startgjald, sem er í Danmörku um 11 þúsund krónur, og síðan mánaðargjald fyrir þjónustuna, rúmar 1.200 krónur. Hugmyndin er að í gegnum Stadia verði hægt að kaupa leik og spila hann í nánast hvaða tölvu, snjallsíma eða snjallsjónvarpi sem er. Og þegar farið er í ferðalag eða strætó verði svo hægt að halda áfram með leikinn í snjallsímanum. Verður þá notast við stór og öflug gagnaver til að keyra leikinn í betri gæðum en PlayStation 4 og Xbox One. Vandamálið sem svona streymisveitur glíma við er að koma í veg fyrir hökt, slíkt má ekki vera til staðar. Til þess þarf 5G-farsíma- tengingu. Viðmælendur Fréttablaðsins sem hafa fylgst með þróuninni undan- farin ár segja mikla óvissu um hvort þetta muni ganga upp. Stadia fer í loftið með um 30 leiki, þar á meðal kunnuglega titla. Það þarf þó meira til, helst ofurvinsælan leik sem er aðeins hægt að spila í Stadia. Play- Station 5 er væntanleg á næsta ári en ef svo fer að Stadia slái í gegn þá sé mögulegt að það verði engin Play Sta- tion 6. Ef einhver getur látið gerast þá sé það Google. Ísland er ekki á listanum yfir lönd sem Stadia opnar á í nóvember en þó eru til leiðir til að komast fram hjá landamæratakmörkunum þegar kemur að netinu. Google mun opna á fleiri lönd á næsta ári en ekki er ljóst hvort Ísland verður þar á meðal og þá hvenær. arib@frettabladid.is Tölvuleikir keyra 5G Microsoft, Sony, Apple og Amazon eru á leið á leikjastreymismarkaðinn. Allra augu eru þó á Google Stadia en óvíst er hvenær hún verður opnuð á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. • sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2019. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum. Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020 LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 525 6500 Range Rover Sport HSE PHEV Verð frá: 13.690.000 kr. Range Rover Sport HSE P400e tengitvinnbíll setur ný viðmið. Einstök hönnun, framúrskarandi aksturseiginleikar og 404 hestöfl gera þennan sportlega lúxusjeppa að hagkvæmum og umhverfisvænum kosti. Verið velkomin í reynsluakstur! RAFMAGNIÐ ER KOMIÐ Í RANGE ROVER www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 9 5 5 8 9 R a n g e R o v e r S p o rt P H E V 5 x 2 0 s e p t OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 TÆKNI 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 1 -D 9 8 0 2 4 0 1 -D 8 4 4 2 4 0 1 -D 7 0 8 2 4 0 1 -D 5 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.