Fréttablaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 16
NÓBELSVERÐLAUN Abiy Ahmed, for- sætisráðherra Eþíópíu, hlýtur hin virtu Nóbelsverðlaun í ár fyrir að stuðla að aukinni alþjóðlegri sam- vinnu og friði og að binda enda á 20 ára hernaðarátök milli Eþíópíu og nágrannalandsins Erítreu. Norska Nóbelsnefndin tilkynnti þetta í gær. Nóbelsnefndin hrósaði viðleitni Abiy til að ná friði og alþjóðlegu samstarfi, og þá sérstaklega fyrir afgerandi frumkvæði hans til að leysa landamærastríðin við Erí- treu. „Norska Nóbelsnefndin telur að viðleitni Abiy Ahmed eigi skilið viðurkenningu og þurfi hvatningu,“ sagði Berit Reiss-Andersen formað- ur nefndarinnar. Abiy Ahmed Ali er 43 ára gamall af þjóðflokki Orómóa sem eru um 40 prósent Eþíópíumanna. Sem barn fékk hann nafnið Abiyot sem þýðir „bylting“. Hann nam tölvu- verkfræði og lauk árið 2017 doktors- prófi frá Háskólanum í Addis Ababa í friðar- og öryggisfræðum. Abiy tók við embætti forsætis- ráðherra í apríl á síðasta ári. Í ríkinu hefur verið einræði síðustu 25 árin og töluverð félagsleg ólga almenn- ings. Hann lofaði í upphafi miklum umbótum sem ætlað var að koma á friði heima og erlendis. Eþíópía náði í fyrra sögulegum friðarsamningi við nágrannalandið Erítreu en ríkin höfðu verið í hern- aðarlegri pattstöðu í nærri tvo ára- tugi frá mannskæðu landamæra- stríði á árunum 1998 til 2000. Miklar væntingar eru um að sam- komulagið, sem ber yfirskriftina „sameiginleg yfirlýsing um frið og vináttu“, dragi úr straumi f lótta- fólks frá löndunum til annarra ríkja Afríku og Evrópu. Unnur Orradóttir Ramette, sem hefur aðsetur í Kampala í Úganda, er sendiherra Íslands í Eþíópíu. Hún segir að forsætisráðherrann sé vel að þessu kominn. „Hann hefur unnið ótrúleg afrek við erfiðar aðstæður. Hann hefur tekið djarfar ákvarðanir, sleppt tugum þúsunda pólitískra fanga úr haldi og heimilað endurkomu uppreisnarmanna sem tilheyra mismunandi þjóðernis- brotum. Það hefur ekki verið hættu- laus vegferð,“ segir Unnur. „Stjórn- völd eru heldur ekkert að reyna að breiða yfir staðreyndir og upplýsa um fjölda látinna í skæruárásum. Þetta er lítið dæmi um atriði sem hefði verið óhugsandi áður.“ Unnur segir að mikið umrót hafi verið í Eþíópíu. Abiy hafi farið af stað með áætlun um pólitíska og efnahagslega endurreisn landsins sem felur meðal annars í sér einka- væðingu ríkisstofnana. Það sé gríð- arstórt verkefni enda er landið tæp- lega búið undir slíkt að neinu leyti. Síðan þá hafi að minnst kosti 1.200 manns fallið í átökum og 1,2 milljónir manna séu á flótta innan- lands. „Það er þó ekkert nýtt að átök geisi á milli ólíkra hópa í þessu ríf- lega 100 milljóna manna landi. En í ljósi sögunnar, þá finnst sumum hann vera veikur leiðtogi, að hann ráði ekki við aðstæður og muni ekki sitja mikið lengur. Aðferðir hans eru gjörólíkar því sem fólk á að venjast.“ Magnús Ásbjörnsson, einn stofn- enda Reykjavík Geothermal sem hefur þróað jarðhitaverkefni í Eþí- ópíu síðastliðin níu ár, þekkir vel til í landinu. Hann segir að fyrir utan það risaskref að skrifa undir friðar- samning við Erítreu hafi Abiy byrj- að stjórnartíð sína á því að sleppa öllum pólitískum föngum í landinu, bjóða stjórnarandstæðingum sem höfðu verið í útlegð erlendis aftur til Eþíópíu, auðveldað þeim að setja upp fjölmiðla, og skipað fulltrúa þeirra í stöður æðstu yfirmanna hæstaréttar og hvatt til lýðræðis- legra kosninga í landinu. Magnús segir að áhrif Abiy megi finna á f leiri sviðum, til dæmis í jafnréttis- og umhverfismálum. Helmingur af ríkisstjórn hans er skipaður konum, og hann beitti sér fyrir því að kona yrði kjörin forseti landsins. Þá hafi hann líka beitt sér í umhverfismálum. Áætlað er að Abiy taki formlega við friðarverðlaununum í Ósló þann 10. desember. david@frettabladid.is Vindar vonar blása sterkar í Afríku Abiy Ahmed, 43 ára for- sætisráðherra Eþíópíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hrósað fyrir að binda enda á tveggja áratuga átök milli lands síns og Erítreu. Abiy Ahmed Ali, forsætisráðherra Eþíópíu, hlýtur hin virtu friðarverðlaun Nóbels í ár. Hann er 43 ára gamall af þjóðflokki Orómóa og þykir hafa unnið ótrúleg afrek í þágu friðar við erfiðar aðstæður. NORDICPHOTOS/GETTY Meira á frettabladid.is E N N E M M / S ÍA / N M 9 6 1 9 7 B M W X 1 a lm e n n 5 x 2 0 o k t VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR Sheer Driving Pleasure BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Nýr og sportlegri framendi með áberandi BMW einkennum í ljósum og grilli. Afturendinn hefur einnig fengið ný afturljós sem setja fallegan svip. Sparneytin 2ja lítra dísilvélin með 8 gíra sjálfskiptingu notar einungis 5,8 l á hverja 100 km samkvæmt nýjum WLTP viðmiðunarreglum. Vertu með þeim fyrstu að koma og upplifa alvöru BMW aksturseiginleika og þægindi með því að reynsluaka nýjum fjórhjóladrifnum BMW X1. BMW X1 xDrive 18d. Verð frá: 6.590.000 kr. NÝR BMW X1 OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 1 -9 E 4 0 2 4 0 1 -9 D 0 4 2 4 0 1 -9 B C 8 2 4 0 1 -9 A 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.