Fréttablaðið - 12.10.2019, Side 18

Fréttablaðið - 12.10.2019, Side 18
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Þeir höfðu rangt fyrir sér, héldu áfram að hafa rangt fyrir sér og hafa enn rangt fyrir sér. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Notkun: 2 hylki tvisvar á dag við vægum gigtarverkjum. Notist ekki ef ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja, eða sár í maga eða þörmum er þekkt. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.florealis.is og www.serlyfjaskra.is. Haltu þínu striki! Harpatinum er eina viðurkennda jurtalyfið á Íslandi til að draga úr gigtarverkjum Fæst án lyfseðils í næsta apóteki www.florealis.is Umhverfisstofnun birti nýlega yfir-lýsingu á vef sínum þar sem áréttað var að loftslagsbreytingar væru staðreynd og að áhrifin yrðu alvarleg yrði ekki gripið í taumana. Stofnun eins og þessi ætti ekki að þurfa að senda frá sér slíka yfirlýsingu. Við lifum í upplýstu þjóðfélagi þar sem tekið er mark á niðurstöðum vísindamanna um lofts- lagsmál. Við erum ekki þjóð sem afneitar þeim vegna þess að þær þykja óþægilegar og raska þeirri heims- mynd sem við viljum búa við. Eða hvað? Fyrrnefnd yfirlýsing er áminning um að í okkar litla þjóðfélagi hefur hreiðrað um sig hópur afneitunar- sinna í loftslagsmálum. Þeir grípa öll hálmstrá til að geta haldið málflutningi sínum á lofti. Sumir í þessum hópi gera það af því að fyrir einhverjum árum ákváðu þeir að tal um loftslagsbreytingar af mannavöldum væri eitt af þeim vitlausu málum sem vinstri menn og þeirra nótar hefðu tekið upp á sína arma. Þessi hópur manna kann illa við að hafa rangt fyrir sér og finnst niðurlægjandi að viðurkenna að skoðun þeirra hafi verið kolröng. Einhverjir klóra í bakkann og segja eitthvað á þessa leið: „Við sögðum aldrei að loftslags- breytingar væru ekki af mannavöldum. Við vorum allan tímann að vara við öfgum í umræðunni.“ Ekki sjá þeir ástæðu til að nefna hvaða öfgum þeir hafi allan tímann verið að mótmæla. Staðreyndin er sú að þeir vilja ekki lengur muna hvað þeir sögðu og vonast til að aðrir muni það ekki orðrétt. Í þeirra huga skiptir öllu að bjarga egóinu. Þeir höfðu rangt fyrir sér, héldu áfram að hafa rangt fyrir sér og hafa enn rangt fyrir sér. Þessum hópi manna hefur örugglega hlýnað veru- lega um hjartarætur þegar um 500 manns, að stórum hluta verkfræðingar, hagfræðingar og viðskiptamenn, settu nýlega nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Þarna átti að vera enn ein sönnun þess að vísinda- menn væru ósammála um að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Litlu skipti þótt þeir sem lagt höfðu nafn sitt við þetta plagg hefðu enga sérþekkingu á loftslagsvísindum. Öllum afneitunarsinnum er tekið fagnandi og slengt á þá vísindastimpli ef það hentar málstaðnum. Langflestir gera sér grein fyrir hættunni sem mannkynið hefur kallað yfir sig með kæruleysislegri umgengni um jörðina. Á þessa vá verður ekki nægi- lega oft minnst. Það er því fagnaðarefni hversu mikla athygli bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, hefur vakið. Hann naut ráðgjafar færustu vís- indamanna í verki sem ber með sér að höfundurinn hefur lagt í það alla sína krafta og hugvit. Útkoman er bæði glæsileg og sannfærandi. Afneitunarsinnar fá örugglega óbragð í munninn þegar minnst er á þessa bók, en aðrir hljóta að fagna því að þjóðin á fram- sýnan rithöfund sem hikar hvergi við að minna á að við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og vonað að hlutir lagist. Við þurfum að bregðast við. Afneitun Þótt ég sé búsett í Bretlandi og Brexit vofi yfir hef ég ekki gripið til nokkurra varúðarráðstafana. Fari svo að Bretland hverfi samningslaust úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi er spáð bæði matvæla- og lyfjaskorti í landinu. Ég á vini sem fyllt hafa skápana af niðursuðudósum, frönsku víni og aspiríni. Sjálf hef ég í heiðri séríslenska hefð: Þetta reddast. Og ef þetta reddast ekki kennir neyðin naktri konu að spinna. Því neyðin er móðir nýrra uppfinn- inga, eins og máltækið hljómar í meðförum Engilsaxa. Það var hins vegar fyrst í vikunni sem leið að mér hætti að standa á sama um yfirvofandi vöntun. Nýjustu fréttir herma að náist ekki samningar með Bretum og Evrópusambandinu stefni í alvarlegan skort á klósettpappír í Bretlandi. Þótt neyðin kenni naktri konu að spinna er teppa í f læði klósettpappírs við bresk landamæri ekki þröng sem undirrituð kona kærir sig um að ráða fram úr með úrræðasemi. Ég er langt frá því að vera sú fyrsta sem mætir nýsköpun inni á salerni með tregðu. Þótt fyrstu vatnsklósettin sem vitað er um séu frá um 2800 fyrir Krist, en leifar þeirra fundust í Indusdalnum þar sem nú er Pakistan, náðu þau seint almennri útbreiðslu. Á 16. öld efaðist fólk enn um vatnsklósettið þegar guðsonur Elísabetar I Englandsdrottningar hannaði vatnssalerni og gaf henni. Sagan segir að drottningin hafi verið ófús til að nota uppfinninguna því hún kunni illa við lætin sem heyrðust þegar hún sturtaði niður; drottningin vildi ekki að öll hirðin vissi af því í hvert skipti sem hún tefldi við páfann. Af nýlegum fréttum að dæma á þessi tortryggni í garð nýjunga á náðhúsum fullan rétt á sér. Að pissa eða ekki pissa Eitt stærsta deilumál í Bretlandi undanfarnar vikur – fyrir utan Brexit – eru ný klósett í The Old Vic leik- húsinu í London. Að pissa eða ekki pissa – þarna er efinn. Konur sem sækja bresk leikhús kvarta gjarnan undan því að þurfa að eyða öllu hléinu í biðröð á klósettið. Hlé í leikhúsum eru 20 mínútur. Sam- kvæmt rannsókn þyrfti hléið að vera að meðaltali 57 mínútur til að allar konur í salnum ættu að geta létt á sér. Á síðasta ári stóð The Old Vic fyrir fjársöfnun svo tvöfalda mætti fjölda kvennaklósetta í leikhúsinu. Klósettin eru tilbúin. Konur eru þó síður en svo sáttar. Þótt klósettin séu nú 44 í stað 22 áður er fjöldi kvennaklósetta 0. Öll nýju klósett leikhússins eru ókyngreind en þau eru merkt eftir því hvort inni á þeim er að finna setklósett eða pissuskál. Gagnrýn- endur benda á að enn á ný beri konur skertan hlut frá borði því nú geti karlar notað öll 26 setklósettin og pissuskálarnar 18 en konur geti aðeins notað setkló- settin. Fyrirkomulagið lengi biðtíma hjá konum en stytti hann hjá körlum. Forsvarsmenn The Old Vic hefðu átt að vita betur. Ekki er langt síðan klósett menningarhússins The Barbican gerðu allt brjálað á Twitter. Í apríl 2017 fór breska fréttakonan Samira Ahmed í bíó. Í hléi rauk hún fram til að ná plássi framarlega í klósettröðinni. Biðröðin var hins vegar mun lengri en venjulega. Skýringin blasti við Ahmed þegar röðin kom loks að henni. Kvennaklósettin voru full af körlum. Klósettmerkingum hafði verið breytt úr karla- eða kvennaklósett í „ókyngreind með klósettbásum“ og „ókyngreind með pissuskálum“. Karlar gátu nú farið á öll klósettin en konur aðeins á helming þeirra. Reglulegt flæði Brexit-teppan og klósettstíf lan eiga eitt sameiginlegt. Lausnin blasir við. Samningur við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr sambandinu tryggði reglulegt f læði klósettpappírs og annarra nauðsynja. Ef pissu- skálum karla yrði breytt í setklósett yrðu salernin í The Old Vic ekki aðeins ókyngreind í orði heldur líka á borði. Stundum þarf bara að gyrða sig í brók. Klósettröðin 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 1 -A D 1 0 2 4 0 1 -A B D 4 2 4 0 1 -A A 9 8 2 4 0 1 -A 9 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.