Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 22
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur er samsýning Landvernd-ar og Ólafs Sveinssonar í samstarf i við Nor-ræna húsið og Fram-
tíðarlandið sem nú stendur yfir. Á
sýningunni er að finna fjölda ljós-
mynda af náttúru sem hefur glat-
ast eða er í hættu. Til að mynda af
Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti sem
er í verndarf lokki ósamþykktrar
rammaáætlunar.
Sérstök sýning hugsuð fyrir
börn um dýr í náttúru Íslands er
í barnabókasafni hússins. „Þó svo
að myndirnar sem eru sýndar í
barnabókasafninu séu hugsaðar
fyrir börn þá höfða þær ekki síður
til fullorðinna,“ segir Telma Rós
Sigfúsdóttir verkefnastjóri hjá
Norræna húsinu. Myndirnar eru
af fuglum og spendýrum eins og
ref, hreindýri, sel, og svo fiskum
og skordýrum.
„Það eru margar myndir af fugl-
um sem fáir hafa séð þótt fólk viti
að þeir séu til í íslenskri náttúru,“
segir Telma en fuglar eru langal-
gengustu villtu dýrin á Íslandi og
því f lestar myndirnar af þeim.
Á mánudaginn í næstu viku mun
öllum börnum sem sýninguna
sækja bjóðast að taka þátt í leik þar
sem þau leysa einföld og skemmti-
leg verkefni um dýrin á ljósmynda-
sýningunni.
Sýningin stendur til 17. nóvem-
ber og er opin alla daga vikunnar
milli 10 og 17. Þrjú heppin börn
sem taka þátt í leiknum fá vegleg
verðlaun í boði Fjölskyldu- og hús-
dýragarðsins að henni lokinni.
Hver vinningshafi fær tvö gjafa-
bréf þar sem handhafi getur boðið
fjórum öðrum aðilum (fjölskyldu
og/eða vinum) með í heilan dag
í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
þar sem allir fá dagspassa í tæki
skemmtigarðsins. – kbg
Villt dýr á
bókasafni
Í barnabókasafni Norræna hússins er ljós-
myndasýning af villtum dýrum sem lifa á
Íslandi. Sýningin er einkum ætluð börnum
en höfðar ekkert síður til fullorðinna. Hún
er hluti sýningar um íslenska náttúru: Eng-
inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Hjörtur Gunnar Jóhannesson hjá
Félagi íslenskra bifreiðaeigenda
segir að það fyrsta sem öku-
maður ætti að gera þegar dekk
springur sé að huga að aðstæðum.
„Ef springur á bíl á erfiðum stað,
t.d. Reykjanesbrautinni, þá þarf
að tryggja að aðstæður séu sem
öruggastar,“ segir Hjörtur og
minnir á að það er lögboðin skylda
að hafa viðvörunarþríhyrning í
bílnum.
1. Setjið bílinn í gír, handhemilinn
á og steina við hjól ef þörf
krefur.
2. Setjið viðvörunarþríhyrninginn
50-100 m fyrir aftan bílinn.
3. Takið hjólkoppinn af og losið
um allar felgurærnar, en takið
þær ekki af.
4. Náið í varahjólbarðann og
tjakkinn. Stillið tjakknum undir
bílinn. Upplýsingar um hvar
hann er og hvar á að setja hann
undir eru í eigandahandbókinni.
5. Lyftið bílnum þar til hjólbarð-
inn, sem skipta á um, er í lausu
lofti.
6. Skrúfið felgurærnar af og takið
sprungna hjólbarðann undan.
7. Setjið varahjólbarðann undir
og skrúfið rærnar að – sú hlið
róarinnar sem er með úrtakinu
(kóníska hliðin) á að snúa
að hjólbarðanum (felgunni).
Herðið rærnar á misvíxl, þannig
að felgan sitji rétt á.
8. Slakið bílnum niður, takið tjakk-
inn undan og herðið allar rærnar
aftur. Setjið hjólkoppinn á.
9. Allt tekið saman og gengið frá
með því að skrúfa allt fast á sinn
stað.
10. Munið að láta gera við
sprungna dekkið eins fljótt og
auðið er. Setjið það strax undir
því oft er varadekkið af annarri
tegund eða minna slitið.
Ítarlegri leiðbeiningar frá Hirti og
kennslumyndband er að finna á
frettabladid.is.
Hjörtur Gunnar Jóhannesson sýnir hvar best er að staðsetja tjakkinn.
Kennslumyndband er á frettabladid.is. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Réttu handtökin Að skipta um dekk
Landselur
Landselur er
útbreiddasta
selategund
heims. Hann er
algengur allt í
kringum Ísland.
Honum hefur
fækkað mikið
undanfarin ár
og er nú á vá-
lista yfir dýr í
bráðri hættu.
Ljósmynd:
Jóhann Óli
Hilmarsson
Haförn
Örninn er
stærsti og sjald-
gæfasti ránfugl
landsins, með
yfir 2 metra
vænghaf,
oft nefndur
konungur
fuglanna. Um
miðja síðustu
öld var arnar-
stofninn orðinn
mjög lítill og lá
við að honum
yrði útrýmt.
Ljósmynd:
Sindri Skúlason
1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN
1
2
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:5
3
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
1
-D
4
9
0
2
4
0
1
-D
3
5
4
2
4
0
1
-D
2
1
8
2
4
0
1
-D
0
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
0
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K