Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 24
EF FÓLKI ER ILLA VIÐ
ÚTLENDINGA ÞÁ VERÐUR
ÞAÐ BARA AÐ VERA ÞANN-
IG, ÉG GET EKKI BREYTT
ÖÐRU FÓLKI.
Bogdan
Strætisvagnastjórar sjá um að keyra strætisvagna á milli stoppistöðva, passa að allir sem stíga um borð greiði fyrir það rétta upphæð og tryggja öryggi allra
um borð. Vagnstjórar eiga í sam
skiptum við rúmlega þrjú hundruð
manns á hverri vakt, fólk af öllu
tagi.
Strætó BS, sem sér um einu al
menningssamgöngurnar á höfuð
borgarsvæðinu, fær reglulega á
sig harða gagnrýni. Allt frá því að
gleyma viðkvæmum farþegum
um borð langtímum saman yfir
í að fyrir tækið ráði eingöngu
erlent vinnuafl til að spara pening.
Nýverið rataði umræða um fjölda
ábendinga til Strætó inn á fund
borgarstjórnar, en ábendingarnar
eru yfir níu þúsund á þremur árum.
Um 220 vagnstjórar sjá um að
keyra 150 vagna Strætó BS. Alls
er um einn af þremur fastráðnum
vagnstjórum af erlendu bergi
brotinn, hlutfallið liggur ekki fyrir
hjá verktökum, en það er töluvert
hærra.
Blaðamaður settist niður í róleg
heitum með fjórum vagnstjórum,
allt fjölskyldufólki af erlendu bergi
brotnu, þeim Ewelinu Trzska, Jenny
Johansson, Bogdan Brasoveanu og
Basiliu Uzo. Þau voru öll tilbúin að
koma fram undir nafni til að ræða
hreinskilnislega um vinnu sína.
Vagnstjórar skrifa undir trúnaðar
yfirlýsingu en geta samt sem áður
rætt um starf sitt á meðan ekki er
um að ræða persónugreinanlegar
upplýsingar. Blaðamaður fékk lof
orð frá stjórnendum Strætó BS um
að hvað sem þau segðu myndi á
engan hátt hafa áhrif á stöðu þeirra
innan fyrirtækisins.
Bogdan: „Af hverju er ég strætó
bílstjóri? Því ég elska að keyra.“
Ewelina: „Ég hætti í Kársnesskóla
vegna myglu. Maðurinn minn sagði
mér að ég yrði góður strætóbílstjóri.
Ég hafði efasemdir, en hann þekkir
mig miklu betur en ég sjálf.“
Jenny: „Að keyra er það skemmti
legasta sem ég geri. Þessi vinnustað
ur er líka svo þægilegur, við erum
ein stór fjölskylda. Allir standa
saman, ef eitthvað gerist þá eru allir
til í að styðja þig.“
Basilia: „Mig hefur alltaf dreymt
um að keyra strætó. Það er ekki gert
ráð fyrir því í Nígeríu að konur keyri
strætó. Ég vil alltaf vera í vinnunni,
mér líður eins og ofurhetju að keyra
um á svona risatæki.“
Þið töluðuð bara um aksturinn.
Jenny: „Viltu tala um farþegana?“
Ewelina: „Ó, nei.“
Bogdan: „Lífið er of stutt til að
vera leiður og reiður allan daginn. Ef
við myndum alltaf mæta í vinnuna
hugsandi um hvaða ógeð við fáum
yfir okkur í dag þá gætum við ekki
unnið við þetta.“
Basilia: „Ég þarf að vera gúgúl
fyrir ferðamenn, svara af hverju ég
er svört, hvernig mér líður að vera
svört að aka hvítu fólki. Ég spurði
bara á móti hvernig honum liði
að vera hvítur að láta svarta konu
keyra sig. Það er best bara að brosa.
Brosa, bjóða góðan daginn og vona
það besta.“
Jenny: „Það eru alveg níutíu og
fimm prósent sem fatta alveg út á
hvað strætó gengur. Það eru bara
þessi fimm prósent.“
Bogdan: „Sumir eiga bara mjög
slæman dag og láta það bitna á
okkur.“
Unglingsstelpur verstar
Hvaða farþegahópur er verstur,
svona heilt yfir?
Allir: „Unglingsstelpur.“
Ewelina: „Þær færa sig ekki
fyrir fólki sem er í forgangi. Þær
geta verið ótrúlega pirrandi við að
borga, sýna manni ekki símann
almennilega og troða honum í and
litið á manni þegar ég bið um að
fá að sjá hann. Eða kasta bara ein
hverju klinki í boxið og halda að ég
sjái það ekki.“
Jenny: „Ég kann að telja, ég veit
hvað strætómiði kostar. Í alvör
unni.“
Ewelina: „Í eitt skipti stoppaði
ég fyrir barni með reiðhjól. Og ég sá
í speglinum að það voru unglings
stelpur sem sátu á hjólasvæðinu,
hugsaði með mér „Ó, Guð“. Þær voru
svo reiðar og með svo mikla stæla
þegar ég bað þær að standa upp og
færa sig. Þetta er algjörlega óþolandi
lið. Strákar vilja frekar halda að þeir
séu sniðugir. Ég veit alveg hvenær ég
er að horfa á skjáskot af strætómiða
og hvenær ekki. En unglingsstelpur
eru verstar, þeim tekst að grafa sig
inn í mann.“
Eldra fólk fordómafyllra
Verðið fyrir einn fullorðinn í strætó
er 470 krónur. Mjög reglulega reynir
fólk að komast upp með að borga
minna.
Basilia: „Það hefur alveg komið
fyrir að ég hleypi þannig fólki inn
án þess að borga rétt. Hver sekúnda
skiptir máli. Ég upplifi að það eru
Best að
brosa bara
Um 220 vagnstjórar sjá um að keyra 150 vagna
Strætó BS. Alls er um einn af þremur fast-
ráðnum vagnstjórum af erlendu bergi brotinn.
Fjórir vagnstjórar af erlendum uppruna settust
niður með blaðamanni og ræddu um starf sitt.
Basilia Uzo er
frá Nígeríu.
Hún hóf störf
hjá Strætó
árið 2017.
„Ég elska að keyra,“ segir Bogdan Brasoveanu sem er frá Rúmeníu. Hann
hóf störf hjá Strætó í október árið 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
hverjum tíu. En hugsaðu aðeins
málið, við reynum okkar besta við
að hjálpa öllum og tölum flest mjög
góða ensku.“
Bogdan: „Ég svara því neitandi
hvort ég tala íslensku, þá hættir fólk
oft að spyrja mig.“
Virðist það þá vera þannig að
sumir farþegar, sem tala ensku, vilji
ekki eiga í samskiptum við vagn-
stjóra sem talar ekki íslensku?
Basilia: „Fólk horfir á mig og gerir
samstundis ráð fyrir því að ég tali
ekki íslensku.“
Jenny: „Þetta er alltaf þannig ef
maður lítur ekki út fyrir að vera
Íslendingur. Ég býð góðan daginn
á íslensku og sumir verða mjög
ánægðir, ég er samt ekki íslensk.“
Ewelina: „Það er mjög augljóst á
mörgum að þeir vilja ekki útlend
inga á Íslandi. Eins og einn maður
á Hlemmi um daginn, hann þurfti
hjálp og fór að spyrja mig á íslensku.
Ég get átt í einföldum samskiptum á
íslensku en hann talaði mjög óskýrt
og ég bað hann um að spyrja mig á
ensku. Hann snöggreiddist og lýsti
því yfir að það ætti ekki að ráða
fólk sem talaði ekki íslensku. Ég
svaraði honum á íslensku að hann
gæti alltaf hringt á skrifstofuna til
að kvarta.“
ÞAÐ ER EKKI GERT RÁÐ
FYRIR ÞVÍ Í NÍGERÍU AÐ
KONUR KEYRI STRÆTÓ.
ÉG VIL ALLTAF VERA Í
VINNUNNI, MÉR LÍÐUR
EINS OG OFURHETJU AÐ
KEYRA UM Á SVONA
RISATÆKI.
Basilia
frekar Íslendingar sem reyna það,
þeir láta eins og ég sé bara heimskur
útlendingur sem skilji ekki hvernig
reglurnar eru á Íslandi. Halda að ég
sé heimsk.“
Jenny: „Svo eru þeir sem láta
mig fá nokkra barnamiða og biðja
um skiptimiða. Uuuu, nei. Þú ferð
ekki í bíó með tvo barnamiða.“
Þau eru hins vegar sammála um
að eldra fólk sé líklegra til að sýna
fordóma.
Jenny: „Það er oft sem farþegar
kvarta eða eru með athugasemdir
um að við vagnstjórar tölum ekki
allir íslensku. Kannski einn af
Ari
Brynjólfsson
arib@frettabladid.is
1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
2
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:5
3
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
1
-E
8
5
0
2
4
0
1
-E
7
1
4
2
4
0
1
-E
5
D
8
2
4
0
1
-E
4
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
0
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K