Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 28
Kynferðisofbeldi 2. hluti af 5
Karen Halldórsdóttir seg ist hafa ver ið lengi hugsi um hvort hún ætti að segja sögu bróður síns. „Að lokum fannst
mér nauðsynlegt að stíga fram til
að vekja athygli á þessum hópi
aðstandenda brotamanna sem
hingað til hefur verið þögn um og
enginn ræðir. Saga bróður míns er
í raun eymdarsaga,“ segir Karen
um Þorstein Halldórsson, sem var
dæmdur fyrir rúmu ári fyrir kyn-
ferðisbrot gegn ungum dreng.
Í síðustu viku var fjallað um upp-
lifun aðstandanda þolanda kyn-
ferðisof beldis. Móður sem skrifaði
opið bréf til dómsmálaráðherra
vegna dóttur sinnar sem hafði orðið
fyrir alvarlegu of beldi en upplifði
fjandsamlegt viðmót hjá lögreglu.
Lögregla brást hratt og örugglega
við og tilkynnti að ráðinn yrði sál-
fræðingur til rannsóknardeildar.
Nú er sjónum beint að upp-
lifun aðstandenda kynferðisbrota-
manna sem upplifa mikla skömm
og erfiðleika. Með umfjölluninni
vilja aðstandendur Þorsteins ekki
skyggja á neyð þolenda of beldis og
þörf þeirra fyrir aðstoð og úrræði og
finnst erfitt og flókið að stíga fram.
Karen tók af skarið úr þeirra hópi.
„Alveg frá því að ég man eftir
mér hefur hann verið öðruvísi
og okkur samdi sjaldan. Hann er
14 árum eldri en ég,“ segir Karen
en Þorsteinn er á sextugsaldri.
„Hann flutti seint að heiman, hann
átti ekki margar kærustur en að
lokum kynntist hann ungri yndis-
legri konu sem átti einn lítinn son,
tæplega tveggja ára strák sem við
tókum fagnandi inn í fjölskylduna.
Þau saman eignuðust svo þrjú
börn með skömmu millibili. Það
var mikið basl á þeim strax, bróðir
minn var er afar sérlundaður. Þau
þurftu reglulega aðstoð og mikið
gekk á í heimilishaldinu,“ segir
Karen. Konan hafi að lokum farið
frá honum.
„Það varð mikið los á börnunum
við þetta. Árin liðu, bróðir minn
átti einhver kærustusambönd sem
vörðu skammt og alltaf var bras á
honum varðandi að halda vinnu,“
segir Karen og segir bróður sinn
hafa haft andfélagslegt viðhorf
til vinnu. „Hann sá sig alltaf sem
eitthvað merkilegra en það sem
honum bauðst miðað við reynslu
og aðstæður,“ segir Karen sem seg-
ist samt hafa fundið til með honum.
„Hann var lánlaus og allt sem hann
gerði einhvern veginn mislukkað-
ist.“
Miklir erfiðleikar
Ógæfan dundi yfir fjölskyldu Þor-
steins. Barnsmóðir hans dó sviplega
fyrir aldur fram frá fjórum börnum.
„Yngsta barnið þeirra var 14 ára
gamalt, sá elsti var 25 ára. Þau voru
auðvitað miður sín og ekki var hægt
Það hreinlega
slokknaði líf
í augum þeirra
Dómur styttur af Landsrétti
– önnur ákæra hálfu ári síðar
Þorsteinn Halldórsson var dæmdur fyrir að hafa
ítrekað tælt til sín dreng með fíkniefnum, lyfjum
og gjöfum. Gefið honum peninga, tóbak og farsíma
og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann sam-
ræði og önnur kynferðismök. Hann var dæmdur
í sjö ára fangelsi en Landsréttur stytti dóminn
síðasta vor í fimm og hálfs árs fangelsi. Nú í haust
var Þorsteinn ákærður af héraðssaksóknara í öðru
máli þar sem honum er gefin svipuð háttsemi að
sök gegn barni. Meint brot voru framin bæði fyrir
og eftir að það varð fimmtán ára gamalt. Málið
hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
„Saga bróður míns er í raun eymdarsaga,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir. Bróðir hennar er Þorsteinn Halldórsson sem situr í fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Karen Halldórsdóttir segir frá
þeirri stund þegar hún færði
börnum bróður síns fréttir sem
urðu þeim þungt áfall. Að hann
sæti í gæsluvarðhaldi vegna
alvarlegra kynferðisbrota.
að sjá að bróðir minn gæti hlúð
almennilega að þeim. Að lokum
treystu börnin hans helst á þann
elsta í hópnum sem bjó í Sviss með
unnustu sinni og barnungum syni.
Hann var þeirra klettur og þau voru
afskaplega náin, sérstaklega eftir
fráfall móður þeirra. En því miður
þá fyrirfór hann sér. Heimurinn ein-
faldlega hrundi og allt varð svart. Á
þessum tímapunkti skildi ég ekki
hvernig systkinin gætu haldið
áfram með sitt eigið líf, sorgin var
svo mikil. Blóðfaðir þessa drengs
tók einnig sitt eigið líf eftir þetta.“
K a ren seg ir hver t og eit t
barnanna hafa verið í mikilli
örvæntingu. „Og þau reyndu að
deyfa sársauka sinn með hverri
þeirri leið sem virkaði. Ég get sagt af
reynslu að geðdeild Landspítalans
er engan veginn fjármögnuð nægi-
lega til þess að taka á móti þeim
fjölda sem þangað leitar. Ég held að
við séum öll sammála um að með-
ferðarúrræði eru löngu sprungin
og íslenskt samfélag treystir sífellt
meira og meira á sjálfsprottin
félaga- og stuðningssamtök heldur
en eðlilegt er. Kannski þarf betra
samstarf geðdeildar og slíkra sam-
taka. Þau gætu til að mynda unnið
nánar saman.“
Í EINFELDNI MINNI
SPURÐI ÉG HVORT HANN
HEFÐI VERIÐ TEKINN
FULLUR Á BÍL, MÉR DATT
EKKERT ANNAÐ Í HUG.
EN NEI, ÞESSI ÁGÆTI LÖG-
REGLUMAÐUR SAGÐI MÉR
AÐ SAKIRNAR VÆRU MUN
ALVARLEGRI EN ÞAÐ.
Kristjana Björg Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
2
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:5
3
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
1
-C
F
A
0
2
4
0
1
-C
E
6
4
2
4
0
1
-C
D
2
8
2
4
0
1
-C
B
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
0
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K