Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 74

Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 74
Mamma mín og pabbi ferðuðust mik ið þegar ég var barn svo ég eyddi mikl-um tíma hjá ömmu minni á Reyðarfirði og amma var bara harka,“ segir Lára Jónsdóttir, rekstrarstjóri og ráðgjafi hjá Lækn- um án landamæra. „Ég var ekkert í einhverjum bóm- ullarhnoðra hjá ömmu. Hún ræddi við mig pólitík frá því ég man eftir mér og ég held að réttlætissýn mín hafi að miklu leyti komið frá henni,“ segir hún. „Ég var vön því að vera ekki alltaf með mömmu og pabba þannig að ég hef alltaf verið bæði sjálfstæð og sjálfri mér nóg sem hefur komið sér vel seinna meir,“ segir Lára en hún hefur ferðast um allan heim vegna vinnu sinnar og náms. Lára flutti til Óslóar árið 2009 en fram að því hafði hún starfað sem skrifta á RÚV og var hún meðal annars í stúdíóinu þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, bað Guð að blessa Ísland. „Ég fékk svo starfsnemastöðu í íslenska sendiráðinu í Ósló árið 2009. Það var mögnuð upplifun að vinna í sendiráðinu á þeim tíma sem Íslendingar voru að f lykkjast til Noregs eftir hrun,“ segir Lára. „Ég hafði lært félagsfræði og stjórnmálafræði á Íslandi og tók svo mastersgráðu í Noregi og Ástralíu,“ segir Lára. Hún lærði alþjóðasamskipti og tók sérnám í friðar- og átaka- fræðum. „Ég lærði við Australian Nat ional University ANU sem er virtasti háskóli Eyjaálfu,“ segir Lára. „Ég valdi að læra þar og leggja áherslu á Asíu og Eyjaálfu til að fá aðeins annað sjónarhorn í alþjóða- fræðum, svo tók ég hluta af náminu í Ósló,“ bætir hún við. Eftir námið f lutti Lára aftur til Óslóar en stuttu síðar ákvað hún að breyta til og sótti um starf hjá Læknum án landamæra, sem hún svo fékk. Fyrsta verkefnið í Afganistan „Fyrsta verkefnið mitt hjá Læknum án landamæra var í Afganistan. Þar sáum við alveg um fæðingardeild- ina og þar voru 1.200 fæðingar á Berfætt í Bangladess Lára Jónasdóttir vinnur hjá Læknum án landa- mæra og hefur ferðast víða um heim starfs síns vegna. Hún er fædd í Reykjavík árið 1981 og ólst upp hjá foreldrum sínum í Árbænum. Hún hefur starfað að mannúðarmálum meðal annars í Suður- Súdan, Palestínu, Afganistan og Bangladess. Lára Jónasdóttir hefur starfað með Læknum án landamæra víða um heim. Hún kom nýlega til Íslands eftir að hafa starfað í stærstu flóttamannabúðum heims í Bangladess. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fyrsta verk- efni Láru með Læknum án landamæra var í Afganistan árið 2013. Þar sáu samtökin um sjúkrahús og fæðingardeild þar sem fædd- ust um 1.200 börn á mánuði. Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn@frettabladid.is mánuði. Það var eiginlega alveg rosalegt að byrja að vinna þarna,“ segir Lára. Hún segist þó hafa verið spennt fyrir verkefninu og að hún hafi aldrei kviðið því að fara á framandi slóðir í Afganistan. „Á leiðinn þang- að stoppaði ég í Brussel þar sem ég fór á kynningu um verkefnið og þar hitti ég mann sem spurði mig hvort ég væri stressuð yfir að fara. Ég sagði nei og þá sagði hann mér að ég væri vitlaus að vera ekki stressuð. Ég viðurkenni að þarna hugsaði ég alveg smá hvað ég væri að pæla að fara þangað en á sama tíma treysti ég Læknum án landamæra og því að þau myndu ekki senda mig á einhvern stað þar sem líf mitt væri í hættu,“ segir Lára. Þurfti að flýja Suður-Súdan „Eftir verkefnið í Afganistan fór ég til Suður-Súdans og á meðan ég var þar brutust út átök þar. Um leið og við vorum ekki örugg þar lengur þá fórum við, þannig virkar þetta,“ segir Lára. Hún segir að hún hafi aldrei verið eins nálægt því að ferðast aftur í tímann og þegar hún fór til Suður- Súdans. „Suður-Súdan hefur verið fátækt land lengi. Þar vorum við með heilsugæslu inni í miðju landi og þangað flaug ég í pínulítilli rellu. Flugbrautin sem við lentum á var bara lítil sandræma. Öll sjúkragögn og allt sem við komum með í þessa litlu heilsugæslu kom með okkur í þessari vél,“ segir hún. Svaf í tjaldi í tvo mánuði „Í þorpinu voru tvær byggingar, heilsugæslan og húsið sem við bjuggum í. Heilsugæslan var með fjóra veggi, þak og gólf en þar sem við bjuggum voru tveir veggir og hálft þak. En ég svaf bara í tjaldi og þarna var ég í tvo mánuði,“ útskýrir hún. Upphaflega stóð til að Lára yrði í þrjá mánuði í Suður-Súdan en þegar átökin brutust út var ekki langur tími til að f lýja. „Ég vildi ekki fara því mér leið eins og ég gæti enn lagt eitthvað af mörkum þarna en ástandið var orðið alltof óöruggt,“ segir hún. „Þetta var bara eins og út úr bíó- mynd. Það kom þyrla og sótti okkur eftir að vopnahlé hafði verið sett á í klukkutíma svo þyrlan kæmist. Ég hljóp í þyrluna á meðan þyrluspað- arnir voru enn í gangi og svo bara flugum við burt,“ segir Lára. Hún segir tilfinningarnar þegar hún fór hafa verið afar blendnar. „Ég hugsaði um það hvers vegna ég gæti bara hoppað upp í þyrlu og farið heim á meðan fólkið þyrfti kannski mest á mér að halda af því að við vorum að skilja eftir sjúkl- inga þarna,“ segir Lára. 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 1 -A D 1 0 2 4 0 1 -A B D 4 2 4 0 1 -A A 9 8 2 4 0 1 -A 9 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.