Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 75

Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 75
ÞETTA VAR BARA EINS OG ÚT ÚR BÍÓMYND, ÞAÐ KOM ÞYRLA OG SÓTTI OKKUR EFTIR AÐ VOPNA- HLÉ HAFÐI VERIÐ SETT Á Í KLUKKUTÍMA. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA PERSÓNULEG OG ÁHRIFAMIKIL Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir og dóttir Ástu, leyfir minningunum að streyma fram í leit að skilningi á mömmu sinni. Saga Ástu Bjarnadóttur sem ætíð fór sínar eigin leiðir. „Við þurftum til dæmis að skilja eftir ófríska konu. Hún var með hríðir en gat ekki fætt barnið því að líf beinið lokaði fæðingarveginum, svo að við vissum að hún þyrfti keisaraskurð. Hún mátti ekki koma með okkur í þyrluna og við vorum mjög hrædd um að við værum að skilja hana eftir til að deyja. En hún var sem betur fer sótt og fékk hjálpina sem hún þurfti til að lifa af og við fengum fregnir af henni,“ segir hún. Sjálfstæði mikilvægt Þrátt fyrir að Láru hafi þótt erfitt að fara frá Suður-Súdan segir hún það mikla sérstöðu Lækna án landamæra að samtökin geti tekið sínar eigin ákvarðanir um það hvar þeirra sé þörf og hvar ekki. ,,Læknar án landamæra er ekki rekið á ríkis- fjármagni og það gefur okkur sjálf- stæði til ákvarðanatöku. Ef okkar er ekki þörf á einhverjum stað eða ef við metum það svo að það sé ekki öruggt fyrir okkur að vera þar þá bara pökkum við saman og færum okkur annað,“ segir Lára. „Ef hjálparsamtök eru rekin á fjármagni frá ríkjum þá breytist það hvernig þau vinna. Þau taka ekki ákvarðanir sínar alveg sjálf og þau segja ekki oft frá hörmungunum sem þau upplifa þar sem hjálpin er veitt,“ segir hún. „Við höfum til dæmis verið að vekja máls á því hvernig ebólu-far- aldrinum í Lýðræðisríkinu Kongó er farinn úr böndunum og ástandinu á Miðjarðarhafinu og Læknar án landamæra geta sagt þetta af því að við erum ekki hrædd um að missa okkar fjármagn eins og mörg önnur samtök,“ útskýrir Lára. Sinnti flóttamönnum í Líbanon Eftir Suður-Súdan fór Lára til Líb- anons þar sem hún starfað á sjúkra- húsi sem sinnti sýrlenskum flótta- mönnum. ,,Mér fannst skrítið og erfitt að vera í Líbanon því þar voru svo miklar andstæður í gangi,“ segir hún. „Við bjuggum í fínum húsum í Beirút, starfsfólkið okkar var vel menntað og um helgar gátum við farið á ströndina eða á fínan kok- teilbar en á sama tíma vorum við að sinna flóttamönnunum frá Sýrlandi sem eru afar fátækir og lágu algjör- lega fyrir utan kerfið. Ég varð alveg pínu reið yfir þessum aðstæðum og fannst fólkið í landinu ekki alveg gera sér grein fyrir ömurðinni í kringum það,“ segir Lára. Frábært að vera berfætt í drullu Þegar blaðamaður hitti Láru var hún nýlega komin til Íslands eftir að hafa starfað í stærstu flóttamanna- búðum heims í Bangladess. ,,Þarna býr um milljón manna við ömur- legar aðstæður,“ segir hún „Fólkið er frá Mjanmar en hefur ekkert ríkisfang sem gerir það að verkum að það hefur ekki rétt á menntun til dæmis,“ útskýrir hún. „Þetta fólk er með þrautseigju sinni búið byggja upp hálfgerða borg í f lóttamannabúðunum þar sem húsin eru byggð úr bambus og plasti. Við rekum svo sjúkrahús þarna og fæðingardeild,“ segir Lára. „Það er alveg magnað að labba um þessi litlu stræti,“ segir Lára. „Ég kom þarna á regntímabilinu og þá er allt í drullu. Af minni reynslu að dæma er best að vera bara í sand- ölum við slíkar aðstæður og þegar það gengur ekki lengur þá er maður bara berfættur,“ bætir hún við. „Flestir eru berfættir þarna og það er ekki bara vegna þess að þau séu svo fátæk og við þurfum að senda þeim notaða skó, heldur af því að það er langbesta leiðin. Svo er svo margt annað verra í lífinu en að vera berfættur í drullu. Þegar ég sé einhver samtök vera að safna skóm og senda á svona svæði þá hugsa ég bara að það að lifa lífinu berfættur getur verið frábært en það að komast ekki í skóla verður ekkert endilega betra þótt þú eigir skó,“ segir Lára. Mikilvægt að taka afstöðu „Það er svo mikil pólitík í gangi þarna og Kína og Rússland stjórna þarna öllu en ef alþjóðasamfélagið krefðist þess að Mjanmar eða Bangladess gæfi þessu fólki ríkis- fang svo það gæti farið í skóla þá myndi það líklega gerast. Og þó að til dæmis litla Ísland sé ekki að fara að bjarga heiminum þá er mikil- vægt að taka afstöðu og sýna að við erum ekki bara þjóð sem þegir og horfir á,“ segir hún. Starf Láru felur það í sér að hún veit ekki alltaf hver næsti áfanga- staður verður þegar hún hefur lokið verkefnum. „Núna er ég á leiðinni til Genfar og svo til Ástralíu,“ segir Lára. „Ég nýt þess enn að starfa við þetta og mér líkar vel. Ég veit að ég er ekki að fara að bjarga heiminum en ég veit líka að ég er að gera eitthvað gott. En fyrir mér er þetta bara vinna sem á vel við mig og ég er góð í henni,“ segir hún. „Hún er hvorki göfugri né betri en önnur vinna og enginn með eitt- hvert svona hetju-„complex“ mun nokkurn tímann þrífast vel í þessu starfi og f lestir mannúðarstarfs- menn þola það ekki þegar það er sagt að við séum hetjur því að það er svo margt að og það er mjög margt sem mætti gera betur þarna eins og annars staðar,“ segir Lára. Aðspurð hvað tekur við segist Lára vera farin að hugsa heim til Íslands. „Mig langar að koma heim en það er oft erfitt að fá fólk til að skilja hvaða reynslu maður hefur þegar maður hefur unnið í mannúðarstarfi, enda ekki mik- ill markaður fyrir slíkt á Íslandi. Það er þó reynsla sem nýtist á svo mörgum sviðum enda eru mannúðarmál mjög þverfaglegt starf,“ segir hún. „Ég er orðin örlítið leið á því að búa í ferðatösku og er nýlega búin að koma mér upp búslóð. Hér líður mér eins og ég sé heima en þannig líður mér þar sem ég þarf ekki að rit- skoða mig menningarlega. Þar sem ég skil hvernig hlutirnir virka, veit hvenær ég er kurteis eða ókurteis og svo framvegis,“ segir Lára. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 35L A U G A R D A G U R 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 1 -B B E 0 2 4 0 1 -B A A 4 2 4 0 1 -B 9 6 8 2 4 0 1 -B 8 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.